Feykir - 29.03.2017, Blaðsíða 2
2 13/2017
Sigríður Á. Andersen dóms-
málaráðherra hefur skipað
Gunnar Örn Jónsson í
embætti lögreglustjóra á
Norðurlandi vestra frá 1. apríl
næstkomandi og afhenti hún
honum skipunarbréf í síðustu
viku. Embættið var auglýst í
janúar og rann umsóknar-
frestur út 30. janúar. Níu
manns sóttu um embættið og
ein umsókn til viðbótar var
dregin til baka.
Á vef innanríkisráðuneytis-
ins segir að Gunnar Örn Jóns-
son hafi útskrifast með
embættispróf í lögfræði frá
Háskóla Íslands árið 2003 og
öðlast málflutningsréttindi
2005. Hann hefur sótt ýmis
námskeið hjá Lögregluskóla
ríkisins og lokið námskeiði í
aðgerðastjórnun almannavarna.
Gunnar hefur m.a. starfað hjá
sýslumanns- og lögreglustjóra-
embættinu á Selfossi og síðar
lögreglustjóranum á Suðurlandi
frá 2004, þar af sem staðgengill
sýslumanns og síðar lögreglu-
stjóra frá árinu 2008 og sem
yfirmaður ákærusviðs embætt-
isins frá 2015. /FE
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir – siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
LEIÐARI
Það er Fermingarblað Feykis
sem nú lítur dagsins ljós
Samkvæmt lauslegri könnun undirritaðrar verða 88 börn
fermd á Norðurlandi vestra þetta vorið í 38 athöfnum sem
deilast á átta presta. Undanfarna
daga höfum við hér á Feyki verið
í sambandi við nokkur ferming-
arbörn og forvitnast um undir-
búning þeirra fyrir stóra daginn
og einnig er rætt við nokkra eldri
borgara um þeirra ferming-
arundirbúning. Fjallað er um
fermingartískuna, haft samband
við blómabúð og matarbloggara,
sem ræðir um siði og venjur
varðandi fermingar, og síðast en
ekki síst hef ég líka átt gott samtal
við prest og spjallað við hann um þennan stóra áfanga í lífi
barnanna.
Við undirbúning þessa blaðs fór ekki hjá því að hugurinn
hvarflaði nokkur ár aftur í tímann, - ja, kannski er réttara að
segja frekar þónokkur. Dagurinn var 8. júní 1975, trinitatis, eða
fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu. Á þeim tíma var matarblogg
ansi fjarlæg framtíð, í sveitinni var ekki spáð í blóm og
blómaskreytingar, ekki var gerð ferð í tískuvöruverslanir eftir
dressi á frökenina og engum kom annað til hugar en að veislan
yrði að öllu leyti undirbúin og haldin heima. En ég fór í
fermingarfræðslu, það hefur ekki breyst. Að vísu var ekki um
reglulega fræðslu yfir veturinn að ræða eins og algengast er nú,
heldur kom presturinn að hausti og aftur um miðjan vetur,
spjallaði við okkur og setti okkur fyrir. Og ég er ansi hrædd um
að á mörgum fermingarbörnum dagsins í dag sprytti út kaldur
sviti ef þau sæju listann yfir sálmana sem læra átti utan að, mig
minnir að þeir hafi verið tólf talsins. Um vorið, síðustu vikuna
fyrir fermingu, kom svo presturinn og var með okkur,
fermingarbörnunum fjórum, í tímum daglega, allan daginn
minnir mig. Í minningunni er þetta afar ljúfur tími, rólegur og
notalegur með bekkjarsystkinunum og okkar sérlega indæla
Andrési Ólafssyni sóknarpresti. Og þar var, þrátt fyrir mikinn
utanbókarlærdóm, áherslan ekki síst á þetta góða samtal sem
séra Halla segir í viðtali blaðsins að sé svo mikilvægur þáttur í
fermingarundirbúningnum.
Dagana fyrir fermingu hafa mamma og systir mín væntanlega
staðið á höfði í undirbúningnum heima fyrir, ég var bara í
fermingarfræðslu og hafði það gott. Það þurfti að sjálfsögðu að
baka fjöldann allan af hnallþórum; Húsfreyjutertu, Perutertu,
Konfekttertu, Jarðarberjatertu, skonsubrauðtertur... Já, borðin
skyldu sko svigna undan krásunum. Og dressið, það sá
saumasnillingurinn hún systir mín um. Jakki, vesti og pils úr
flöskugrænu sléttflaueli, það var sko ekkert slor og ekki kastað til
höndunum við það. Greiðslan var slöngulokkar, örugglega hafa
hinar stórkostlegu Carmen rúllur leikið þar stórt hlutverk.
Já, fermingardagurinn og undirbúningur hans er örugglega
tími sem ekki fennir svo fljótt yfir í minningunni þótt tímarnir
breytist. Munið bara, kæru fermingarbörn, að gefa ykkur tíma til
að njóta dagsins. Ég sendi öllum fermingarbörnum, nær og fjær,
mínar bestu hamingjuóskir.
Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður
Gunnar Örn Jónsson
skipaður í embætti
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra
Gunnar Örn er sá fyrsti sem Sigríður
Á. Andersen skipar í embætti sem
dómsmálaráðherra.
Við óskum
FERMINGARBÖRNUM
til hamingju með daginn
Blönduósbær
Hnjúkabyggð 33 Blönduósi Sími 455 4700 www.blonduos.is
Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is
Á fundi byggðarráðs fyrir helgi
var lagt fram bréf frá
Ungmennasambandi
Skagafjarðar þar sem stjórn
þess skorar á sveitarfélagið
að fara að dæmi nokkurra
annarra bæjar- og sveitar-
félaga og mótmæla opinber-
lega frumvarpi sem er til um-
ræðu á Alþingi um breytingar
á lögum um verslun með
áfengi og tóbak og leggjast
gegn því.
Í fundargerð byggðarráðs
segir að sveitarstjórnin vilji
beina því til þingmanna að beita
sér gegn því frumvarpi sem nú
liggur fyrir Alþingi um afnám
einkaleyfis Áfengis- og tóbaks-
erslunar ríkisins á smásölu
áfengis og heimilar áfengisaug-
lýsingar og hafnar því alfarið.
„Hugmyndir sem ganga
gegn lýðheilsusjónarmiðum og
fara þvert gegn ráðgjöf sérfræð-
inga geta ekki verið farsælar
fyrir íslenskt samfélag,“ segir í
fundargerð byggðarráðs sem
leggst gegn framkomnu frum-
varpi. /PF
Ályktar gegn
áfengisfrumvarpi
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Verslunarmannafélag Skagafjarðar
Borgarmýri 1 550 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is
Forsíðumyndina tók
Gunnhildur Gísladóttir
ljósmyndari á Sauðárkróki
af fermingarbörnum í
Sauðárkrókskirkju þar
síðasta sunnudag. Feykir
fékk sr. Sigríði og nokkra
krakka til að sitja fyrir eftir
fermingarfræðslu og tóku
þau vel í það.
Einhverjar áhyggjur
kviknuðu út af skóbúnaði
þeirra en rétt er að upplýsa
að aðrir skór verða brúkaðir
hjá börnunum við sjálfa
fermingarathöfnina. Feykir
þakkar Gunnhildi fyrir
góðar myndir og gott
samstarf.
Nokkur viðtöl eru við
fermingarbörn í blaðinu um
fermingarundirbúninginn
og er von á fleirum í næsta
Feykisblaði. Feykir óskar
öllum fermingarbörnum
landsins til hamingju með
áfangann með ósk um bjarta
framtíð. /PF
Forsíðumyndin sviðsett
Börnin settu
ferminguna
á svið
Karlakór Bólstaðarhlíðar-
hrepps hefur lokið í bili
flutningi sínum á verkefninu
"Bó og meira til". Á
fésbókarsíðu sinni segir
Höskuldur B. Erlingsson,
formaður kórsins, að
húsfyllir hafi verið á síðustu
tónleika kórsins, sem
haldnir voru í Blönduóss-
kirkju í síðustu viku.
Eru karlakórsmenn alveg í
skýjunum með viðtökurnar
enda stemningin sem
myndaðist í kirkjunni góð.
Segir Höskuldur að stefnt sé
á suðurferð með verkefnið
en ekki er búið að ákveða
hvenær það verður. /PF
Karlakór Bólstaðar-
hlíðarhrepps
Stefna suður
með Bó og
meira til
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þykir
léttur og skemmtilegur kór enda nýtur
hann mikilla vinsælda norðan heiða.
Mynd af fésbókarsíðu kórsins.