Feykir


Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 4

Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Stefán Arnar tekur við liði Tindastóls Knattspyrnudeild Tindastóls Í tilkynningu frá Knattspyrnu- deild Tindastóls í gærkvöldi var það tilkynnt að Knatt- spyrnudeild Tindastóls og þjálfarar meistaraflokks karla, þeir Stephen Walmsley og Christofer Harrington, hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir leggi niður störf sem þjálfarar meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu. Síðan segir í tilkynning- unni: „Ástæða starfsloka er árangur liðsins í sumar sem báðir aðilar eru sammála um að sé alls ekki sá sem var stefnt á í byrjun sumars. Knatt- spyrnudeild Tindastóls þakk- ar þeim fyrir sín störf, en þeir hafa frá fyrsta degi lagt mikla vinnu í starf sitt. Óskum við þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.“ Að sögn Bergmanns Guð- mundssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Tindastóls, hefur Stefán Arnar Ómarsson verið ráðinn þjálfari út tímabilið en Stefán var annar helmingur þjálfarateymis liðsins í fyrra, þegar liðið tryggði sér sæti í 2. deild. Þá eru Stólarnir að leita að liðsstyrk í júlíglugganum og ættu þau mál að skýrast á næstu dögum. Fráfarandi þjálfari Stólanna, Stephen Walmsley, var einnig einn mikilvægasti leikmaður liðs- ins þannig að ljóst er að skarð er fyrir skildi og stoppa þarf í götin. /ÓAB 2. deildin í knattspyrnu Súrt tap í sex stiga leik Stólarnir máttu bíta í það súra epli að fara halloka gegn liði Fjarðabyggðar sem heimsótti Krókinn á heitasta degi sumarsins. Stólarnir voru klárlega sterkara liðið í leiknum, enda einum fleiri í rúman klukkutíma, en það voru gestirnir sem nýttu færin sín af kostgæfni og uppskáru þrjú stig og settu botnbaráttu 2. deildar í algjört uppnám. Lokatölur 2-3 fyrir Fjarðabyggð. Ísak Sigurjónsson kom Stólunum yfir strax á 5. mínútu með hörkuskoti en á 17. mínútu jafnaði Mbang Ondo fyrir Fjarðabyggð eftir að Stólunum mistókst að koma boltanum frá marki sínu. Stólarnir héldu boltanum betur en gestirnir og á 28. mínútu hljóp á snærið hjá heimamönnum þegar Georgi Karaneychev fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa gefið Ragga Gunn kröftugt olnboga- skot. Kenny Hogg fékk eina markverða færið fram að hálfleik en klikkaði. Stólarnir blésu til sóknar í síðari hálfleik en Spánverjinn Enrique Rivas reyndist dýr- mætur gestunum því hann skoraði tvívegis á upphafsmín- útunum. Staðan skyndilega orðin 1-3 og brekkan orðin brött hjá Stólunum sem reyndu hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn. Lið Fjarðabyggðar bakkaði og varðist af krafti þungri pressu heimamanna. Fannar Kolbeinsson minnkaði muninn í 2-3 á 81. mínútu en þar við sat þrátt fyrir mýmarg- ar hornspyrnur og fyrirgjafir Tindastólsmanna. Stólarnir söknuðu skapandi leikmanns í leiknum en Benni var ekki með að þessu sinni. Næsti leikur Tindastóls er gegn toppliði Njarðvíkinga. /ÓAB Húnvetningar í ham í fótboltanum 4. deildin í knattspyrnu Kormákur/Hvöt og Drangey voru í eldlínunni í 4. deildinni um helgina. Húnvetningar fóru mikinn en verr gekk hjá Skagfirðingum. Lið Kormáks/Hvatar lék við Hrunamenn á Flúðavelli og þar gerðu Ingvi Rafn Ingvarsson og Sigurður Aadnegard sitt hvort markið í fyrri hálfleik. Þeir Heiðar Örn Rúnarsson og Sigurður skoruðu síðan undir lok leiksins og öruggur 0-4 sigur staðreynd. Kormákur/Hvöt er í öðru sæti C-riðils 4. deildar með 21 stig eftir sjö sigra og þrjú töp. Efst er lið Ýmis með 22 stig. Lið Drangeyjar fékk Mídas í heimsókn á Krókinn á laugardaginn. Gestirnir voru 0-2 yfir í hálfleik og höfðu bætt við þremur mörkum í þeim seinni áður en Eysteinn Bessi Sigmarsson lagaði stöðuna fyrir Drangey. Lokatölur 1-5. /ÓAB „Við erum allir góðir vinir innan sem utan vallar“ Það er slöttungur af erlendum knattspyrnukempum sem kemur við sögu hjá bæði karla- og kvennaliði Tindastóls í sumar, líkt og undanfarin sumur. Feykir setti sig í samband við nokkra þeirra og að þessu sinni er það Bandaríkjamaðurinn Tanner Sica, 23 ára piltur frá New Jersey, sem svarar. Hann gekk til liðs við Stólana í vor og hefur staðið sig með sóma í sumar og lengst af leikið í stöðu vinstri bakvarðar. Tanner er einn fimm systkina en hann á tvo bræður, Mike og Nick, og tvær systur, Jennu og Savönnu. Hann er með gráðu í íþróttafræðum frá Long Island University í Brooklyn í New York. Hvernig kom það til að þú ert að spila fótbolta á Ísslandi? Ég lék gegn Stephen Walmsley, núver- andi þjálfara Tindastóls, þegar við vorum í háskólafótbolt- anum í Bandaríkjunum. Við héldum sambandi eftir að við útskrifuðumst og hann bauð mér að koma hingað og spila. Hvað hefur komið þér mest á óvart síðan þú komst til Íslands? Ég held að það hafi komið mér mest á óvart að það skuli ekki dimma yfir sumartímann. Nema kannski aðeins í nokkra tíma yfir hánóttina. Það tók mig talsverðan tíma að venjast því. Hvernig finnst þér að vera hluti af liði Tindastóls? Það er frá- bært að vera hluti af Tindastóls- liðinu. Frá fyrsta degi hafa allir verið vingjarnlegir og séð til þess að mér hafi gengið vel að aðlagast öllu innan sem utan vallar. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Það er enginn uppáhalds í þessu liði. Allir hafa verið Tanner Sica með boltann í leik gegn Sindra. MYND: ÓAB [ ERLENDIR TUÐRUSPARKARAR ] oli@feykir.is Tanner Sica / frá New Jersey í Bandaríkjunum / bakvörður í Tindastóli mjög almennilegir og hjálp- samir og við erum allir góðir vinir innan sem utan vallar. Hvaða væntingar hafðirðu til sumarsins á Íslandi? Ég vonaðist til að geta hjálpað liðinu til að LAG SUMARSINS: Nei nei með Áttunni. Það er vinsælt íslenskt lag. Ég hef ekki hugmynd um hvað verið er að syngja en lagið er grípandi. SKRÍTNASTI MATURINN SEM ÞÚ HEFUR BRAGÐAÐ Á ÍSLANDI: Ég hafði aldrei borðað hrossakjöt áður en ég kom til Íslands en ég er hrifinn af því! UPPÁHALDS FÓTBOLTALIÐIÐ ÞITT: Manchester United. ná góðum árangri. Markmið okkar sem liðs er að vinna af dugnaði og stefnan er sett á að komast upp um deild í lok tímabilsins. Hvaða leikmaður hefur verið þér fyrirmynd? Cristiano Ronaldo var mér alltaf innblástur þegar ég var að alast upp. Vinnusemi hans er til fyrirmyndar og hann er stórkostlegur leikmaður. Hvað gerir þú annað hér á Sauð- árkróki en að spila fótbolta? Á virkum dögum þá hjálpa ég til á vallarsvæðinu. Við Neil, félagi minn hjá Tindastóli, sláum völlinn og merkjum og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að völlurinn sé í toppstandi fyrir heimaleiki Tindastóls. Hvað hefur verið erfiðast við að dvelja á Íslandi? Erfiðast er að vera fjarri vinum og ættingjum heima. Stephen Walmsley (t.h.) og Chris Harrington ræða saman. Þeir félagar skipuðu þjálfarateymi Tindastóls en hafa nú kvatt liðið. MYND: ÓAB 4 29/2017 stutta spilið

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.