Feykir - 26.07.2017, Qupperneq 7
sums staðar berghella, og tæp
var gatan, geymdi rétt aðeins
fótinn. Næsti sneiðingur var
líka tæpur, en Monika horfði
beint niður fyrir fætur sér,
forðaðist að líta niður í gilið.
Allt í einu beygði gatan til
suðurs, lá eftir mjóum og
afsleppum aurhrygg með
stefnu á innri barm gilsins.
Gusturinn varð að þungum
sogum, með slotum á milli,
eins og einhver furðuskepna
lægi á gilbotninum og andaði
þungt og erfiðlega. Niðri í
gilinu sást glytta í straumstreng,
og nú heyrðist svarrkenndur
niður. Gatan sveigði austur á
bóginn, varð rýmri og brattinn
minni, en eftir því sem lengra
dró niður gilið, urðu klettarnir í
syðri barminum skuggalegri og
ferlegri.
Áin var óbrúuð. Hún fossaði
stórgrýtt milli klettariðanna,
hafði grafið skvompur og kalta í
berghelluna á þeim þúsundum
ára, sem hún hafði steðjað
þarna um gilið, niður að hinni
grænbláum Jökulsá. En hest-
arnir ösluðu yfir ána, óragir og
fótvissir. Nú gat að líta snasir,
klettarið og hamrabrúnir á alla
vegu, en yfir var svo sem
vogskorin eyja, himinblá í
svörtum sævi, hvít ljós hér og
þar, einmanaleg og fjarræn.
Þá er yfir ána var komið,
virti Monika fyrir sér það, sem
fram undan var. Henni hnykkti
við. Hvar var leið upp úr þessu
ógnar gili? Auganu mætti ekki
annað en hamarbríkur og
klettanef. En það rættist betur
úr en á horfðist. Gatan reyndist
öllu greiðari upp úr gilinu en
ofan í það, þó að raunar væri
leiðin hrikalegri. Fram á
þverhnípt rið rakti hún sig,
gatan, smó undir slútandi
klettanef, vék sér niður í þvergil,
upp brattar og fláar kinnar og
eftir tæpum syllum. Loks var
komið upp á aflíðandi hjalla, og
svo var þá greiðfært alla leið
upp á brúnina.
Monika nam staðar, leit við,
horfði niður í gilið, sem nú var
enn myrkara en áður. Það þaut
í klettum og skorningum, og
það var urgkennt svarr í nið
árinnar. Það var eins og hún
tautaði örg og hvefsin:
„Já, yfir ertu komin, yfir ertu
komin, – en enginn veit sína
ævina, telpa mín.“
Monika stóð sem
bergnumin, og Gísli, er var
kominn á bak reiðskjóta sínum,
kallaði til hennar:
„Farðu nú á bak, Mona mín.
Það er örstutt heim, og nú
skulum við flýta okkur að
komast í bæinn og fá okkur
eitthvað í svanginn.“
röska reiðskjóta. Það var komið
fast að hádegi og leiðin er löng
frá Sauðárkróki að Merkigili.
Veður var stillt og bjart, en
nokkurt frost. Snjór var á jörð,
en hann var laus og ekki meiri
en svo, að ekki var að honum
verulegur trafali. Gísli yrti
annað veifið á Moniku, og hún
svaraði, en annars var hún
hljóð. Hún var undrandi, og
auk þess vógust á í hug henn-
ar eftirsjá og eftirvænting.
Hvernig stóð eiginlega á því, að
hún hafði látið hafa sig í þetta,
þrátt fyrir fasta ákvörðun um
að fara suður, löngun til þess að
njóta þar frjálslegs lífs í glöðum
hópi hressilegra starfssystra og
vissu um að vinna sér inn
miklu hærri fjárhæð en hún gat
fengið þarna fyrir norðan?
Hvað beið hennar á hinum
afskekkta bæ framan við
Merkigilið, sem var svo hrika-
legt og illt yfirferðar, að trölla-
sögur gengu af því um allt
héraðið? Að það væri Jóhannes?
Skárri var það bannsett fjar-
stæðan! Hún hafði ekki verið
nema ellefu ára telpukrakki,
þegar þau voru við heyskapinn
á Teigakoti – og hann nýfermd-
ur unglingur. En henni fannst
eitthvað dult og sterkt og svo
sem óumflýjanlegt við það,
hvernig atburðirnir höfðu ráð-
izt, og hvernig sem á því gat
staðið, hvarflaði hugur hennar
aftur og aftur að hinu hrikalega
gili, þegar hún var að hugsa um
þetta.
[…]
Brátt sá Monika klettarið fram
undan – og þó nokkuð á hægri
hönd, því gatan hafði sveigt til
austurs. Það lagði nepjugust í
andlit ferðafélögunum, og
Monika þóttist sjá, að kletta-
riðin mundi gilbarmurinn
syðri. Gatan sveigðist meir og
meir austur á bóginn, og nú sá
Monika fram af hengiflugi –
ofan í ærið skuggalegt gímald.
Gusturinn jókst, og hann smó
ofan í hálsmálið á reiðtreyjunni,
niður hálsinn og bakið, og
Monika kenndi hrolls og svima.
En samt gaf hún gilinu auga.
Hún sá ekki niður í botn þess,
svo skuggsýnt var orðið, en það
var sem grettar ásjónur stingju
þar saman nefjum. Gatan
sveigðist frá gilbarminum, en
tók síðan á sig krók og lá á ská
niður gilkinnina.
Gísli sté af baki, og Monika
fór að dæmi hans. Lausu
hestarnir stönzuðu, og Gísli
hottaði á þá. Sá, sem var á
undan, frýsaði og sló sig með
taglinu. Svo hélt hann áfram,
fetaði sig eftir sneiðingnum.
Hinn fór á eftir, og síðan komu
þau Gísli og Monika með hesta
sína í taumi. Gísli leit um öxl og
mælti:
„Ertu nokkuð lofthrædd?“
„Nei,“ svaraði Monika, en
dró þó við sig svarið, því að
svimagjörn var hún, ef hún
horfði fram af háum hömrum.
Þau héldu áfram, og Monika
var ekki hrædd, en dálítið
óstyrk. Það var sjór í götunni,
og undir var frosinn aur, en
Fjóla Ólafsdóttir tengdadóttir Moniku við Merkigilið.
Merkigilsbærinn sem ekkjan Monika lét reisa.
Júlía Kristín Pálsdóttir á
Flugumýri í Skagafirði er
margverðlaunuð í hesta-
íþróttum en á dögunum varð
Júlía Kristín Íslandsmeistari
í fjórgangi unglinga á
Íslandsmóti yngri flokka,
sem haldið var á Hólum
í Hjaltadal. Þar sveif hún
keppnisbrautina á Kjarval frá
Blönduósi. Júlía á ekki langt
að sækja hestaáhugann en
hún er dóttir þeirra Eyrúnar
Önnu Sigurðardóttur og Páls
Bjarka Pálssonar sem gert
hefur garðinn frægan með
Flugumýrarhrossin. Júlía Kristín
er Íþróttagarpur Feykis að
þessu sinni.
Íþróttafélag? Skagfirðingur.
Helstu íþróttaafrek: -Var í fernum
úrslitum á öllum þremur hestunum
mínum á Íslandsmótinu á Hólum
í Hjaltadal í ár. Íslandsmeistari
tvö ár í röð og síðan 3. sæti á
Landsmótinu 2016 auk margra
minni titla.
Skemmtilegasta augnablikið:
-Þau eru eiginlega tvö. Þegar
Eyrún systir mín vann A- flokkinn
á Hrannari frá Flugumýri á Lands-
mótinu á Hólum í fyrra og var
fyrsta konan sem afrekaði það og
hitt var þegar ég var pínulítil að
keppa á Vindheimamelum og flýtti
mér svo upp í brekku að horfa á
Þórdísi systur mína að ég tók bara
beislið af Dropa mínum og hann
hljóp með hitt áleiðis heim.
Neyðarlegasta atvikið: -Fór í
fjórða gír en ekki bakkið á bílnum
mömmu þegar ég var að snúa við
og lenti út af. Great job!
Einhver sérviska eða hjátrú?
-Nei, ég held í rauninni ekki. Ég vil
samt yfirleitt alltaf vera með gott
skipulag í kringum mig.
Uppáhalds íþróttamaður? -Ég
ætla að nefna systkinin mín sem
eru mínar helstu fyrirmyndir og
eru öll flottir knapar. En síðan er
Jakob Svavar Sigurðsson einnig í
uppáhaldi hjá mér.
Ef þú mættir velja þér and-
stæðing, hver myndi það vera
og í hvaða grein mynduð þið
spreyta ykkur? -Ég myndi skora
á systkinin mín hvert okkar myndi
verða fyrst af okkur að leggja á og
hoppa í hnakkinn.
Hvernig myndir þú lýsa þeirri
rimmu? -Læti, læti og meiri læti
og ég myndi vinna!
Helsta afrek fyrir utan íþrótt-
irnar? -Vaxa & dafna.
Lífsmottó: -Létt, ljúf & kát!
Helsta fyrirmynd í lífinu: -Mínar
helstu fyrirmyndir eru bara
systkinin mín. Ef ég ætti þau ekki
væri ég ábyggilega ekki komin
svona langt sjálf í hestaíþróttinni.
Hvað er verið að gera þessa
dagana? -Halda áfram að þjálfa
og sinna hrossunum mínum.
Hvað er framundan? -Var að
hugsa um að fara á svona eitt til
tvö mót í viðbót og síðan ætla ég
að gefa hrossunum mínum gott frí
og fara kannski sjálf eitthvað í frí.
Síðan ætla ég að taka snemma
inn fyrir næsta ár og vera vel
undirbúin.
Júlía Kristín Pálsdóttir / hestaíþróttir
Var í fernum úrslitum
á Íslandsmótinu
( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@nyprent.is
Íslandsmeistararnir í fjórgangi unglinga, Júlía Kristín og Kjarval frá Blönduósi.
MYND ÚR EINKASAFNI
29/2017 7