Feykir - 26.07.2017, Page 11
bita og einnig blaðlaukurinn, öllu
hrært saman og smakkað til með
karrýinu.
Fylltir sveppir:
stórir sveppir
mexíkósk ostarúlla
Aðferð: Stilkarnir teknir úr svepp-
unum, ostinum smurt inn í holuna
og grillað.
Grillaður ananas:
Ferskur ananas skorinn í sneiðar,
grillað og penslað um leið með
góðri olíu.
EFTIRRÉTTUR
Frómas
2 egg
1 dl sykur
4 dl rjómi
1 dl sherry
6 matarlímsblöð
6 msk söxuð kokteilber
4 msk saxað súkkulaði
Aðferð: Rjóminn er þeyttur sér í
skál, egg og sykur er þeytt mjög vel
saman í annarri skál. Matar-
límsblöðin brædd og kæld niður
með sherry. Öllu blandað varlega
saman en endað á þeytta rjóm-
anum.
Verði ykkur að góðu!
Við skorum á Kristínu Ingibjörgu
Lárusdóttur og Gunnar Kristinn
Ólafsson að vera matgæðingar
næsta Feykis.
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Bakki, Steinn og Hjálmar.
Feykir spyr...
Hvað hræðist
þú mest?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Sko, líklega eru það pöddur
og snákar. Allavega er mér
meinilla við þannig skepnur
og þess vegna guðslifandi
fegin að búa á íslandi. En
kannski hræðist maður
mest að veðurspáin standist
ekki og að það rigni í heyið á
heyskapartíma.“
Guðríður Magnúsdóttir, Gígí
„Kóngulær, þær geta
klárlega étið mig.“
Guðný Guðmarsdóttir
„Hræðist mest að vita af
Axel Kárasyni á mótorhjóli á
Kjalvegi – á suðurleið.“
Stefán Jónsson
Folaldavöðvi með
sveppum, ananas
og tómatsalati
Það eru þau Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal
Benediktsson á Blönduósi sem ætla að leyfa okkur að hnýsast í
uppskriftabankann þeirra þessa vikuna. Þau eiga þrjú börn, þau
Kristjönu Diljá 16 ára, Einar Gísla 9 ára og Margréti Ruth tæplega
4 mánaða. Hjónin er bæði sjúkaliðar að mennt en Lárus er nú í
slátraranámi og vinnur í SAH samhliða því. Páley hefur starfað
sem leiðbeinandi í Blönduskóla og nemur jafnframt
kennslufræði við HÍ.
„Við kjósum að hafa eldamennskuna þægilega, en jafnframt
skemmtilega, og deilum því með lesendum þessum einföldu og
góðu uppskriftum, að okkar mati allavega,” segja þau. „Við erum
hvorki forrétta- né eftirréttafólk en við leyfum samt einum eftir-
rétti að fylgja með sem við fáum á hátíðisstundum.”
AÐALRÉTTUR
Grillaður folaldavöðvi
m/tómatsalati, fylltum sveppum
og grilluðum ananas
Lögur fyrir folald
(eða reyndar hvaða kjöt sem er):
1 flaska af Piri piri kryddolíu
frá Pottagöldrum
1 flaska af Bbq sósu -
honey mustard
Slatti af Bbq spices allround krydd
frá Santa Maria
Slatti af Maldon sjávarsalti
Aðferð: Þessu er öllu blandað
saman í skál, kjötið skorið niður í
u.þ.b. 2 sm sneiðar og látið ofan í
löginn og inn í kæli. Nóg er að láta
liggja í leginum í klukkutíma áður
en sett er á grillið en það verður
þó alltaf betra eftir því sem það
geymist í fleiri tíma.
Tómatsalat (gott sem meðlæti
með öllum mat, kjöti og fisk): 1
250 ml majónes
½ dós sýrður rjómi
u.þ.b. 5 tómatar
½ blaðlaukur
½ dós sweet mango chutney
slatti af karrý
Aðferð: Tómatarnir skornir í smáa
Lárus og Páley. MYND ÚR EINKASAFNI
„Ég hræðist ekkert, en
heilsutap á mér og mínum
kemur upp í hugann.“
Þórarinn Eymundsson
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Lárus Blöndal Benediktsson og Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir / Blönduósi
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Bóndinn
Fyrstu tvær hendingarnar
segja hvað bærinn heitir,
þriðja lína bóndinn og
sú fjórða hver faðirinn er.
Fyrsti býr við sjávarströnd,
sem brött er niður.
Heitir sá í fjöru finnst.
Föðurnum á höfði kynnst.
Ótrúlegt en kannski satt..
Asnar eru merkileg dýr. Auk þess að þeir séu notaðir til reiðar,
burðar og dráttar er hægt að temja ösnur til að gæta sauðfjár og
geita og vernda fyrir refum, sléttuúlfum og hundum. Ótrúlegt,
en kannski satt, þá eru fleiri drepnir árlega af ösnum en farast í
flugslysum í heiminum.
Tilvitnun vikunnar
Öruggast er brennt bókhald..
– Flosi Ólafsson
29/2017 11