Feykir


Feykir - 27.08.2017, Side 5

Feykir - 27.08.2017, Side 5
Meistaraflokkur kvenna Jón Stefán næsti þjálfari Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur gengið frá ráðningu Jóns Stefáns Jónssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna næsta tímabil. Jón Stefán var, árið 2014, ráðinn þjálf- ari 1. deildarliðs Tindastóls en sú ráðning gekk til baka. Jón Stefán kemur frá Val úr Reykjavík þar sem hann var í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og yngri flokka. Stelpurnar féllu úr 1. deild í sumar en að sögn Guðjóns Arnar Jóhannssonar, stjórnarmanns, er það ekkert leyndarmál að stjórnin gerir þá kröfu til stelpnanna og Jóns að vinna sig aftur upp í 1. deild. /PF ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Körfubolti Fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg Helgi Rafn skrifaði undir Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en þar skrifaði kapteinninn sjálfur, Helgi Rafn Viggós- son, undir tveggja ára samning við körfuboltadeild Tindastóls á dögunum. Vart þarf að kynna Helga Rafn, sem hefur verið burðarstykkið í liði Stólanna í áraraðir. Þó Helgi teljist ekki lengur til unglingadeildarinnar í liðinu, gefur hann þeim yngri ekkert eftir hvað baráttu varðar og kappsemi. Hann hefur verið fyrirliði svo lengi sem menn muna og nær með áræðni og einbeitingu að berja liðið saman á ögur- stundum svo ekki sé talað um stemninguna í áhorfendur. Helgi gefur lítið fyrir það þegar hann er spurður hvort gamli kallinn sé ekki hræddur um að yngri strákarnir ýti honum út úr liðinu. „Nei, nei, nei! Þeir eiga ekki séns í mig þessir guttar,“ segir Helgi og hlær. /PF Knattspyrna Sigur í rennblautum leik á Seyðisfirði Knattspyrnulið Tindastóls endaði tímabilið í 2. deildinni með blautum sigri á Seyðisfirði sl. laugardag er Huginn var heimsóttur. Vallaraðstæður voru ansi slæmar þar sem völlurinn var rennandi blautur og í raun hættulegur. Það fór þó þannig að sjö mörk voru skoruð og fóru Stólarnir með sigur af hólmi og öll stigin heim. Lokastaðan Huginn 2, Tindastóll 4. Tindastóll endaði í 6. sæti 2. deildar með 34 stig, jafnmörg og Huginn og Afturelding sem voru með betra markahlutfall. Virkilega góður árangur hjá strákunum og ekki síður þjálfaranum, Stefáni Arnari Ómarssyni, sem kom inn á miðju sumri eftir að stjórn deildarinnar lét þá Stephen Walmsley og Cristofer Harrington fara. Stefán Arnar segist aðspurður ekki viss með galdurinn við viðsnúningi liðsins. „Veit ekki með galdur, en þetta var auðvitað erfitt verk í byrjun. Sterkir erlendir leikmenn yfirgáfu liðið um það leyti sem ég tók við. Við fengum til okkar þrjá erlenda leikmenn en tveir af þeim urðu okkur gríðarleg styrking. Einnig komu til baka nokkrir gamlir Tindastóls- leikmenn og einn af þeim, Bjarki, sem var aðstoðarþjálfari ásamt því að koma með sína ró og skipulag inn á völlinn. Þessi viðsnúningur byrjar í raun í þriðja leiknum eftir að ég tek við. Bjarki kominn inn í þetta, nýir útlendingar og við byrjum að spila á okkar styrkleika og sama upplegg og í fyrra, sem skilaði okkur 17 sigurleikjum í röð. Það hélt áfram þarna og vorum við taplausir í síðustu 7 leikjum,“ segir Stefán en liðið vann sex sigra og gerði eitt jafntefli. Þú varst fenginn til að taka við þjálfun með stuttum fyrirvara í sumar. Var það erfið ákvörðun að taka liðið að þér? „Já og nei. Ég er búsettur í vinabæ Skagafjarðar í Svíþjóð og bara sú staðreynd gerði ákvörðunina erfiðari en ef ég byggi á Íslandi. Ég á tvo litla stráka og Guðrún kærastan mín er að vinna á spítalanum í Kristianstad. Þurfti því að púsla mörgum hlutum saman með stuttum fyrirvara. Guðrún tók ekki annað í mál en ég færi og tæki liðið að mér, mamma og pabbi fóru líka út til Svíþjóðar og hjálpuðu okkur, án þess stuðnings hefði ég aldrei getað tekið þetta að mér.“ Hvað ertu ánægðastur með eftir sumarið? „Að liðið skyldi snúa bökum saman og klára þetta svona flott. Halda sér uppi og enda svo í 4.-6. sæti, aðeins fimm stigum frá 2. sætinu. Einnig er gaman að vera það lið sem skoraði flest mörk í síðustu sjö leikjunum.“ Muntu taka að þér þjálfun liðsins næsta tímabil ef það býðst? „Ég sé ekki fram á það enda ómögulegt fyrir mig að vera á Króknum næsta vetur og þjálfarinn þarf að vera með á undirbúningstímabilinu. Veit að liðið á eftir að gera gott mót ef við höldum flestum sem enduðu þetta tímabil. Er samt alltaf tilbúinn á einhvern hátt ef klúbburinn vill mína hjálp. Áfram Tindastóll!“. /PF Stefán Arnar var sóttur til Svíþjóðar til að þjálfa Tindastól MYND: ÓAB. Formaðurinn og kapteinninn, Stefán Jónsson og Helgi Rafn Viggósson í stáss- stofunni á Sjávarborg. Á dögunum var haldið lokamót Norðurlandsmótaraðarinnar í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Þar varð Hákon Ingi Rafnsson í 2. sæti í flokki 15-17 ára og vann þar með heildarstigakeppnina og Norðurlandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki. Hákon Ingi er Íþróttagarpur Feykis þessa vikuna. Hákon Ingi er fæddur árið 2001, sonur Rafns Inga Rafnssonar og Árnýjar Lilju Árnadóttur og hefur alla sína tíð búið á Sauðárkróki. Íþróttagreinar Hákonar eru golf og körfubolti Íþróttafélag/félög: -Golfklúbbur Sauðárkróks og Tindastóll Helstu íþróttaafrek: -Það verður nú að vera þegar ég spilaði á parinu (71) í stigamóti á Íslands- bankamótaröðinni í Kópavogi/ Garðabæ. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég fór holu í höggi. Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég var spurður hvernig höggið var þegar ég fór holu í höggi en höggið var skelfilegt þótt það hafi endað vel. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég á eina „Lukkuhúfu“ og alltaf þegar hún er á hausnum þá spila ég vel! Uppáhalds íþróttamaður? -Seve Ballesteros. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Úff, erfið spurning! En ég held ég verði að velja Micheal Jordan í golfi og spila holukeppni, vegna þess að ég veit að hann er mjög góður. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Hann myndi hafa yfirhöndina af teig en ég myndi rústa honum þegar nær kemur flötinni. Hann myndi byrja sterkar og ætti alltaf eina eða tvær holur að 15. holu en þá myndi ég gefa í og vinna hann á 18. holu. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Að búa til súkkulaði! Lífsmottó: -Súkkulaði er svarið, hverjum er ekki sama hver spurningin er? Helsta fyrirmynd í lífinu: -Foreldrar mínir hafa hjálpað mikið í því að koma mér þangað sem ég er núna þannig ég verð nú að segja að þau séu svona helstu fyrirmyndirnar. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Bara að læra í FNV. Fullt af körfuboltaæfingum og ég er í unglingastarfi hjá björgunarsveitinni, en svo reyni ég líka að komast í golf og æfa mig. Hvað er framundan? Skóli, skóli, skóli, karfa, björgunarsveit og golf. Hákon Ingi Rafnsson / golf Skemmtilegasta augna- blikið að fara holu í höggi ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@nyprent.is Hákon Ingi. MYND ... 36/2017 5

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.