Feykir


Feykir - 27.08.2017, Qupperneq 6

Feykir - 27.08.2017, Qupperneq 6
Nærtækt væri að ætla að maður sem hefur sökkt sér svo ofan í sögu bæjarins væri innfæddur en svo er þó ekki. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Selfossi. Á Blönduós kom hann árið 1999 og átti og rak Brauðgerðina Krútt um árabil, eða til ársins 2010 þegar reksturinn lagðist af í kjölfar hrunsins. Þá bauðst Guðmundi vinna á skjalasafninu sem hann tók fegins hendi enda lengi verið hans áhugamál að skoða það gamla. Hann hefur grúskað í ættfræði frá 25 ára aldri og heldur úti heilmikilli ættfræði- síðu (http://gudmundurpaul. VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir tripod.com) um ætt langafa síns, Einars Ásgrímssonar, sem bjó í Málmey og eru afkom- endur hans orðnir í kringum 2000 sem verður að teljast frekar stór leggur miðað við hve stutt er síðan hann var á lífi (1834-1914). Með aukinni tölvuvæðingu hefur orðið léttara að afla sér heimilda en um leið hefur síðan stækkað að vöxtum, nafnaskráin telur nú hátt í 5000 manns. „Ættfræðin er þannig að hún endar aldrei, það bættust t.d. tíu nýir í ættina í september. En þetta er gam- an,“ segir Guðmundur, „þó maður hafi nú stundum spurt sig, af hverju er ég að þessu og til hvers?“ Búnn að safna 1200 minningargreinum Ættfræðiáhuginn kemur að góðum notum í starfi Guð- mundar sem vinnur nú við skráningu á myndum Héraðs- skjalasafnsins þar sem tekin er fyrir hver einasta persóna sem þekkist á myndunum og gerð ættgreining á henni. Guð- mundur er nú búinn að skrá um 1600 manns og er ekki enn kominn lengra en í A-ið en það eru um 300 manns sem hafa A sem fyrsta staf í nafni. Þetta er hans aðalstarf fyrir utan að taka á móti myndum og skanna þær og halda utan um. Þá má einnig nefna Facebooksíðuna Blönduós- Ljósmyndasafn A-Húnavatnssýsla þar sem Guðmundur hefur sett inn myndir af bæjum og fólki í A-Hún en nú verður hlé á því. Áætlað er að sú síða fari svo á netið á síðunni fjolnet.is. blonduos. Guðmundur var líka byrjaður á að skrá niður íbúana á Blönduósi undir heitinu Býlaskrá Blönduóss. „Ég var búinn að finna 130 nöfn á húsum sem voru reyndar með mismunandi nöfnum eftir því hver bjó þar og á hvaða tíma. Þetta er fyrir tímabilið frá 1876- 1950 og ég er langt kominn með það en síðan er ekki enn á netinu, fer líklega ekki úr þessu því hin síðan kemur til með að taka það yfir. Áður var ég búinn að safna 1200 minningar- greinum um íbúana sem hefur hjálpað mikið til við að skrá niður þá sem þar hafa búið og myndir eru til af. Fjöldinn er mikill því hérna var rekinn skóli og á hverju skólaspjaldi eru 30-40 nöfn á hverju ári frá því um 1900. Það eru því margar konur í safninu og leiðist mér það ekki,“ segir Guðmundur og hlær við. En víkjum aftur að sögu staðarins sem á rætur að rekja, eins og áður segir, 140 ár aftur í tímann. Það er 1. janúar 1876 sem Blönduós fær kaupstaða- réttindi og þá er strax farið að sækja um lóðir. Að sögn Guðmundar kom fyrsta skipið þá um sumarið og þá var reist sölubúð á hinum bakkanum, austan Blöndu. Það var Thomsen kaupmaður sem það gerði en aðrir kaupmenn sem áhuga höfðu voru Hólanes- kaupmenn á Skagaströnd og kaupmaðurinn Höephner og einnig Akureyrarkaupmenn sem fengu lóð en ekki varð meira úr því. Um haustið, þegar næsta skip kom með borðvið, var farið að byggja á vestari bakkanum og sölubúðin var færð yfir ána. Verslunin sjálf fór aðallega fram úti í skipinu þannig að þetta var bara skúr. Thomsen reisti sölubúð og síðan verslunarhús upp úr því og síðan kom Höephner til skjalanna og reisti Pétursborg sem var upphaflega pakkhús fyrir hans verslun. Hólanes- kaupmenn komu svo líka og reistu Hillebrandtshús. Þessi tvö hús, Pétursborg og Hille- brandtshús, eru elstu húsin sem enn standa, bæði reist árið 1877. Hillebrandtshúsið er þó í rauninni eldra en í Árbók fornleifafélagsins frá 1992 segir Þann 1. janúar 2016 voru liðin 140 ár síðan Blönduós fékk kaupstaðaréttindi og er saga staðarins því orðin löng og merk og er haldið utan um hana á Héraðsskjalasafni A-Húnvetninga. Þar starfar Guðmundur Paul Scheel-Jónsson sem hefur m.a. þann starfa með höndum að hafa umsjón með ljósmyndum safnsins. Hann er hafsjór af fróðleik um sögu staðarins og í þeim tilgangi að fræðast örlítið nánar um hana lagði blaðamaður leið sína á hans fund í síðustu viku. Guðmundur Paul Scheel-Jónsson hjá Héraðsskjalasafni A-Húnvetninga „Ættfræðin er þannig að hún endar aldrei“ Blönduós 1925. Bak við kirkjuna má sjá Sýslumannshúsið sem byggt var á árinu 1900 en seinna var Hótelið sem nú stendur var byggt utan um hluta hússins. Guðmundur á skrifstofu sinni á Héraðsskjalasafninu. MYND: FE 6 36/2017

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.