Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 10

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 10
Hvernig nemandi varstu? Afskap- lega prúður og stilltur. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Langtíma minnið er ekki gott en man þó að ég tók ferminguna mjög alvarlega. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég held að undir niðri hafi ég alltaf ætlað að verða bóndi. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Við systkinin lékum okkur mikið með skeljar og höfðum þær fyrir kindur Besti ilmurinn? Ilmur af þornandi töðu. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Spilverk þjóð- anna, Bob Marley, Elo og Bítlarnir koma upp í hugann. Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Rósin (Undir háu hamra belti). Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi lítið á sjónvarp fyrir utan fréttatengt efni. Besta bíómyndin? Groundhog Day er klassa mynd. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Er stoltur af öllu íslensku afreksfólki. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Rollusálfræði er mín sérgrein. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég er að eigin áliti snillingur í að grilla lambakjöt. Hættulegasta helgarnammið? Hiklaust blessaður bjórinn. Hvernig er eggið best? Linsoðið Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Er alltof stressuð týpa. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fals og óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða til- ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Þorleifur Ingvarsson. ÁRGANGUR: 1958. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Kristínu L Árnadóttur og faðir fjögurra uppkomina barna. BÚSETA: Sólheimar Húnavatnshreppi HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Uppalinn í Sólheimum og hef aldrei flutt að heiman. Faðir minn ól allan sinn aldur í Sólheimum en móðir mín er ættuð af Ströndum. STARF/NÁM: Búrekstur hefur verið aðal ævistarfið en hef jafn- framt unnið ýmis störf meðfram bústörfum HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Fór í bókaranám á gamals aldri og stefni að því að verða viðurkenndur bókari fyrir sextíu ára afmælið. Leifur í Sólheimum vitnun? Morgundagurinn kemur aldrei. Hver er elsta minningin sem þú átt? Minnið er svikult en ég man þó vel eftir Reykjavíkurdvöl og spítalavist um sex ára aldur. Hvaða teiknimyndapersóna höfð- ar mest til þín? Hómer Simpson Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera (og af hverju)? Ég er lítið fyrir frægt fólk. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur (og af hverju)? Fer mikið eftir aðstæðum. Hrúta- skráin er td. mjög vinsæl síðla hausts. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Þetta er fínt svona. Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Ég get ómögulega nefnt neina sér- staka persónu enda er líklegra að áberandi persónur verði til vegna aðstæðna á hverjum tíma en ekki vegna eigin verðleika. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Vilja ekki allir verða tvítugir á ný. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þetta er fínt svona. Framlenging: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Ferðast meira, bæði innanlands og erlendis, læra spænsku og tefla í það minnsta á einu Reykjavíkurskákmóti. Telur að ekki hafi hallað á Sveitarfélagið Skagafjörð Akrahreppur tekur ekki þátt í sameiningarviðræðum Sveitarstjórnarfólk á Norður- landi vestra hefur undan- farnar vikur verið að kanna áhuga kollega sinna á sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hafa ýmsar leiðir verið ræddar og áhugi á sameiningu verið nokkur í Austur- Húnavatns-sýslu þó sitt sýnist hverjum um útfærslur. Þá er helst verið að skoða hvert Skaga-byggð muni snúa sér. Akra- hreppur hafnaði þátttöku viðræðna um sameiningu Svf. Skagafjarðar og Skaga- byggðar fyrr í sumar. Í Skagafirði eru tvö sveitarfélög og hefur mörgum fundist sem tímaspursmál væri hvenær þau gangi í eina sæng. Allur vafi var þó tekinn af í málinu á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar fyrir skömmu þegar svar kom frá Akrahreppi við boði um að taka þátt í viðræðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Þar afþakkaði hreppsnefnd Akrahrepps boð um þátttöku. Aðspurður um ástæður þess að Akrahreppur komi ekki að málinu, segir Agnar H. Gunn- arsson að hreppsnefnd og vara- menn í hreppsnefnd Akra- hrepps telji sig eingöngu hafa verið kosin til að reka sveitar- félagið en ekki til að leggja það niður. Hann segir að ekki hafi farið fram formleg skoðana- könnun meðal íbúanna um vilja þeirra til sameiningar við önnur sveitarfélög né hafi verið tekin ákvörðun um að gera það. Sveitarstjóri Svf. Skagafjarð- ar, Ásta Pálmadóttir, segist ekki eiga von á því að það að Akra- hreppur taki ekki þátt í samein- ingarumleitunum hafi einhver áhrif á samstarf sveitarfélaganna í framtíðinni. Endurskoðun samnings Mikið samstarf er á milli sveitar- félaganna tveggja, Akrahrepps og Skagafjarðar, og til grund- vallar liggur 18 ára gamall sam- starfssamningur en til stendur að endurnýja samninginn, sem er frá árinu 1999. Í fundargerð samstarfsnefndar með Akra- hreppi, frá því í júní, segir að þróunin í samstarfi sveitarfé- laganna hafi síðan þá verið í þá átt að þjónusta gagnvart íbú- unum og fyrirsvar hvað rekstur varðar hafi í sífellt meiri mæli verið veitt af hálfu Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar en Akra- hreppur greitt sinn hluta í sameiginlegum rekstri og stofnkostnaði. Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfs- samningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfs- nefndar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og Akrahrepps 5. desem- ber 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samn- ingum á milli sveitarfélaganna tveggja. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings milli þess og Akrahrepps sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitar- félaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfé- laganna tveggja og skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætl- unar sveitarfélaganna fyrir árið 2018. Raunverulegur kostnaður vandfundinn Gunnsteinn Björnsson, aðalfull- trúi Svf. Skagafjarðar í sam- starfsnefndinni, telur að það halli yfirleitt á þann aðila sem veitir þjónustu og segist vita af mörgum liðum sem ekki er rukkað raunvirði af. „Enda líka oft erfitt að finna það ná- kvæmlega út hvað er rétt tala. Hins vegar er samstarfssamn- ingurinn barn síns tíma og stenst ekki stjórnsýslulög,“ segir Gunnsteinn. Hann segir að nú sé bara í boði, skv. stjórnsýslulögum, að sveitarfélög eins og Akrahrepp- ur framselji vald til Svf. Skagafjarðar eða þá að stofna byggðasamlag. „Það er varla kostur í okkar tilfelli. Það er nú svo í raunveruleikanum að mikill meirihluti tekna Akra- hrepps er greiddur til Svf. Skagafjarðar fyrir þjónustu sem Svf. Skagafjörður veitir íbúum Akrahrepps. Í mínum huga er alger tímaskekkja að í héraði eins og Skagafirði séu tvö sveitarfélög. Hagsmunir íbú- anna fara saman í öllum málum að mínum dómi,“ segir Gunn- steinn. Aðspurður um það hvort hallað hafi á Sveitarfélagið Skagafjörð í núverandi samn- ingi hvað kostnað við þjónustu og rekstur mannvirkja við kemur segir Agnar Gunnarsson svo ekki vera. „Nei, ég tel að ekki hafi hallað á Sveitarfélagið Skagafjörð í núverandi sam- starfi. Akrahreppur hefur átt ágætt samstarf við Sveitarfélagið Skagafjörð og ég vona að svo verði um ókomna framtíð.“ UMFJÖLLUN Páll Friðriksson 10 36/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.