Feykir


Feykir - 27.08.2017, Qupperneq 11

Feykir - 27.08.2017, Qupperneq 11
bringur 2 pokar ruccola (klettasalat) 500 g heilhveitispaghettí 150 g furuhnetur 1 Mexíkóostur 1 sítróna 2-3 rif af hvítlauk 250 g litlir tómatar 2 msk. steinselja, fersk olífuolía svartur pipar og salt Aðferð: Steikið kjúklinginn, kælið og skerið í bita. Spaghetti soðið og kælt. Olífuolía, hvítlaukur, stein- selja, sítrónubörkur, salt og pipar sett saman í mixer og blandað eða allt saxað mjög smátt og sett út í olíuna. Tómatarnir skornir í tvennt og Mexíkóosturinn í teninga. Blandið saman spaghettí og kjúkl- ingi, hellið olíunni út á og blandið vel. Í lokin eru tómarar ostur og klettasalat sett út í. Þórhildur skorar á Sólborgu Indiönu Guðjónsdóttur sem næsta matgæðing. Verði ykkur að góðu! SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Sandur, Svanur og Oddur. Feykir spyr... Hversu oft í viku er fiskur í matinn á þínu heimili? Spurt á Facebook UMSJÓN frida@feykir.is Einu sinni, svo restin lambakjöt frá Stað. Magnús Thorlacius Alltaf fiskur á mánudögum en mætti vera oftar. Sigríður Gunnarsdóttir Yfirleitt einu sinni, stundum tvisvar. Börnin fá svo oftar fisk í hádegismatinn í skólanum. Erla Einarsdóttir Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari, sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum, en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman af því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat. Það er alltaf spennandi að prufa rétti úr hráefni sem er ekki algengt og ég var svo heppin að fá kiðlingakjöt frá Sigrúnu á Stórhóli um daginn. Ég ákvað að hægelda það og er það alger snilld og mjög einfalt,” segir Þórhildur. RÉTTUR 1 Hægelduð kiðlingaöxl 1 kiðlingaöxl 1 laukur 4 gulrætur, miðlungsstórar 2-3 hvítlauksrif 2 greinar ferskt rósmarin 1 tsk. svartur pipar 1 tsk. salt 2 msk. tómatpurra 250 ml rauðvín 350 ml vatn Aðferð: Kiðlingaöxlin er krydduð með salti og pipar og er sett í letipott ásamt grófskornu græn- metinu, tómatpurru, rauðvíni og vatni. Pottinum lokað og hann settur inn í ofn á 120°C í 3-4 tíma eftir stærð bitans. Gott er að ausa soðinu yfir annað slagið á meðan er verið að elda. „Hér kemur önnur uppskrift sem tengist góðum minningum með vinkonum mínum en við fáum okkur iðulega þetta salat þegar við eyðum helgum saman.” RÉTTUR2 Kjúklingasalat fyrir sex 1 meðalstór kjúklingur eða 4 Þórhildur María Jónsdóttir MYND ÚR EINKASAFNI Tvisvar í viku. Kristján Björn Snorrason ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is er Þórhildur M. Jónsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Vinur er sá sem veitir þér algjört frelsi til að vera þú sjálfur. – Jim Morrison 36/2017 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Á Wikipediu segir að fyrstu umferðarljósin hafi verið sett upp í London árið 1868 en í dag er þau að finna í flestum borgum heimsins. Flest umferðarljós eru með perum í þremur litum, grænt, gult og rautt, sem ætlað er að veita vegfarendum upplýsingar, eins og flestir ættu að vita. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eyðir hver manneskja sex mánuðum að meðaltali í það að sitja á rauðu ljósi á sinni ævi. Bóndinn / Vísnagátur Sigurðar Varðar Fyrstu tvær hendingarnar segja hvað bærinn heitir, þriðja lína bóndinn og sú fjórða hver faðirinn er. Sjötti býr, þar landið liggur, lágt við fjöru. Syngjandi hann fagur flaug. Faðirinn í efni smaug.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.