Feykir


Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 10.01.2018, Blaðsíða 6
á Odda frá Hafsteinsstöðum og 4. sæti í A-flokki á hestagullinu Hrafnistu frá Hafsteinsstöðum sem er einungis fimm vetra gömul. Tveir skagfirskir Íslandsmeistarar Snemma í júlí kom besta frjálsíþróttafólk landsins saman á Selfossi til að berjast um meistaratitlana á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum. Alls voru keppendur um 200 talsins, þar á meðal Skagfirðingarnir Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir og Ísak Óli Traustason. Þau Þóranna og Ísak gerðu sér lítið fyrir og unnu sínar greinar, Þóranna í hástökki kvenna en hún sveif yfir 1,72 m og setti um leið skagfirskt héraðsmet utanhúss. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í 110 m grindahlaupi karla, hljóp á 15,26 sek, sem er besti tími hans í sumar. Lífið er núna Boðað var til heilmikillar skemmtidagskrár í Menningar- húsinu Miðgarði um miðjan mánuðinn með yfirskriftinni Lífið er núna. Gestgjafar voru hjónin Jón Hallur Ingólfsson og Aðalbjörg Þ. Sigfúsdóttir sem fögnuðu þremur stórafmælum á árinu, frúin 50 og Jón 60 ára afmæli sínu og þau 20 ára brúðkaupsafmæli. Óhætt er að segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hafi átt vel við því salurinn var smekkfullur af fólki og rúmlega það. Í stuttu máli má segja að dagskráin hafi farið vel í viðstadda alveg frá fyrstu mínútu til þeirrar seinustu. Ekki var hægt að sjá á Jóni Halli að hann ætti stutt eftir ólifað. Hann hafði barist við erfiðan sjúkdóm um árabil og lét svo í minni pokann fyrir sláttumanninum slynga þremur mánuðum síðar. Blessuð sé minning góðs drengs. Nýr brunabíll á Blönduós Brunavarnir Austur-Húna- vatnssýslu festu kaup á nýjum slökkvibíl og var hann til sýnis á Húnavöku. Bifreiðin, sem keypt var af Feuerwehrtechnikberlin, er af tegundinni MAN, með sex þúsund lítra vatnstanki, 500 lítra froðutanki og öllum öðrum nauðsynlegum búnaði. „Stjórn BAH er afar stolt yfir þessum áfanga og má segja að nú hafi verið brotið blað í sögu BAH með þessari glæsilegu slökkvibifreið,“ segir í fundargerð Brunavarna Austur- Húnavatnssýslu frá 18. júlí sl. Ágúst Afrekskonur syntu Drangeyjarsund Sjósundskonurnar Harpa Hrund Berndsen og Sigrún Þuríður Geirsdóttir syntu, um 7 km leið frá Drangey að Reykjum án þess að klæða kuldann af sér, en hitastig sjávar var á bilinu 9,5 - 10,5 gráður. Þær lögðu af stað frá Drangey kl. 8:20 um morguninn í þriggja stiga hita og þó nokkrum öldum, umkringdar hvölum sem sýndu listir sínar. Fljótlega lægði þó og hlýnaði og gekk sundið mjög vel að sögn Jóhannesar Jónssonar sem fylgdist með þeim stúlkum. Sigrún Þuríður og Harpa Hrund eru ekki ókunnar sjósundi en Sigrún synti yfir Ermarsundið 2015 og báðar hafa þær synt boðsund þar yfir. Sigrún Þuríður er fimmta konan til að synda Drangeyjar- sund en sundtími hennar var 3 klst. og 29 mín. og Harpa Hrund er sú sjötta en tími hennar var 4 klst. og 15 mín. Björgunarsveitirnar á Sauð- árkróki og Hofsósi fylgdu þeim yfir. Nýr togari til Sauðárkróks Það ríkti mikil eftirvænting þegar nýjasta skip Fisk Seafood sigldi inn Skagafjörðinn og kastaði landfestum í fyrsta sinn í Sauðárkrókshöfn. Fjöldi fólks mætti á staðinn og varð vitni Júní Þórálfur hæst dæmdi stóðhestur í heimi Það er ekki á hverjum degi sem sett eru heimsmet í kynbótadómi en það gerðu þeir Þórálfur frá Prestsbæ og Þórarinn Eymundsson á Sauðárkróki á sýningu á Akureyri í byrjun júní. Fyrra met átti Spuni frá Vesturkoti, úr ræktun Finns Ingólfssonar, með aðaleinkunnina 8.92 en Þórálfur skreið yfir hann nú með aðaleinkunn upp á 8.94. Fyrir sköpulag hlaut hann 8.93 og 8.95 fyrir hæfileika. Hoppað af kæti á Blönduósi Stærsti ærslabelgur landsins var settur upp á Blönduósi sl. sumar sunnan við sparkvöllinn við Blönduskóla. Ærslabelgurinn er hoppdýna, 160 m2 stór og hefur hann vakið mikla lukku hjá yngri kynslóðinni. Á Face- booksíðu Blönduósbæjar segir að þetta sé enn eitt leiktækið sem sett hefur verið upp á skólalóðinni og stefnir í fleiri leiktæki síðar í sumar. Því er óhætt að segja að Blönduósingar séu nú hoppandi kátir. Feðgin útskrifast frá Hvanneyri Í júní fór fram brautskráning í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meðal þeirra rúmlega 60 sem brautskráðust voru feðgin frá Keldudal í Skagafirði þau Þórdís og Þórarinn Leifsson. Þórarinn brautskráðist með meistaragráðu (MS) í búvísindum og fjallaði loka- ritgerð hans um áhrif jarð- vinnslu á vöxt og þroska byggs en Þórdís með bakka- lárgráðu (BSc) í búvísindum og lokaritgerð hennar snerist um áhrif burðaraldurs íslenskra kvígna á afurðir, endingu og uppeldiskostnað. Júlí Strákurinn úr Skagafirðinum knapi mótsins Skapti Steinbjörnsson hrossa- ræktandi á Hafsteinsstöðum og formaður Hestamannafélagsins Skagfirðings fór fyrir sínu liði á Fjórðungsmóti Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi um mánaðamót júní og júlí. Skagfirðingar sópuðu til sín verðlaunum og röðuðu sér m.a. í fimm efstu sæti í einum flokki. Segja má að Skapti hafi komið séð og sigrað því af dómurum mótsins var hann kosinn knapi mótsins eða eins og hann var kynntur af þul „strákurinn úr Skagafirðinum“. Skapti varð í 2. sæti í B-flokki SAMANTEKT Páll Friðriksson Hér kemur seinni yfirreið upprifjunar ársins 2017 þar sem skautað er á því helsta sem fréttnæmt þótti á síðum Feykis á því ljómandi góða ári. Hér tökum við stöðuna frá júní og fram til áramóta. Drangey og Málmey fylgdust að inn fjörðinn þegar nýja skipið kom í fyrsta skiptið í heimahöfn. MYND: PF Fréttaannáll 2017 – seinni hluti Ljómandi gott ár Jón Hallur brá sér í ýmis gervi, m.a. erlenda verkamanninn. Gunni Rögg, góðvinur Jóns Halls og hinn helmigur dúósins mundar prikið. MYND: PF Félagarnir Þórálfur og Þórarinn stilla sér upp fyrir myndatöku. MYND: PF 6 02/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.