Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 11
með þumlinum, u.þ.b. einn sm. Bakið deigið í 10 til 12 mínútur. Fylling: 1 kg óhrært skyr 200 g sykur smá vanillusykur 3 egg 100 ml mjólk 1 tsk hýði af límónu 3 msk límónusafi 250 ml rjómi 30 g kartöflumjöl Aðferð: Hitið ofninn í 160°. Hrærið saman 100 g af sykrinum, hveiti, vanillusykri og mjólk. Aðskiljið eggjahvítur og eggja- rauður. Hrærið eggjarauður, skyr, límónuhýði og límónusafa út í ásamt rjómanum. Þeytið eggja- hvítur með smá salti, bætið afganginum af sykrinum (100 g) og kartöflumjöli út í. Hrærið varlega út í skyrblönduna. Setjið skyr- blönduna ofan á botninn og setjið inn í ofn. Bakið í 50 mínútur og slökkvið á ofninum. Opnið ofninn aðeins og látið kökuna kólna alveg í ofninum. Stráið smá flórsykri yfir kökuna þegar hún er orðin köld. Njótið. Christine og Erlendur skora á Freyju Ólafsdóttur að vera næsti matgæðingur. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Mál Feykir spyr... Ferðu á þorrablót? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Kemst ekkert þetta blót-seasonið.“ Árni Þór Þorbjörnsson „Kannski!“ Halla Steinunn Tómasdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Allt mitt líf gengur út á að sigra. Ég tapa sjaldan. Ég tapa eiginlega aldrei. – Donald Trump Chicken á la king og þýsk ostakaka Christine Weinert og Erlendur Ingi Kolbeinsson búa á Blönduósi ásamt tveimur börnum og kisunni sinni. Christine er sjúkraþjálfari og starfar á Blönduósi og Skagaströnd en Erlendur er bílstjóri hjá Vörumiðlun. „Þar sem ég er frá Þýskalandi langar mig að senda inn uppskriftir sem eru mjög algengar úti og þá sérstaklega ostakakan sem er bökuð,“ segir Christine. AÐALRÉTTUR 1 Chicken á la king 1 kjúklingur pipar og salt 2 lárviðarlauf 200 g sveppir 1 paprika 4 msk smjör 2 msk hveiti 200 ml rjómi paprikuduft 2 eggjarauður 1 lítill chillibelgur 3 msk sherry Aðferð: Þvoið kjúklinginn og salt- ið hann. Látið hann í pott með vatni, pipar og lárviðarlaufum. Sjóðið í u.þ.b. 45 mínútur. Látið kjúklinginn kólna, plokk- ið svo allt kjötið af og skerið í bita. Geymið 300 ml af soðinu. Þvoið sveppi og papriku og brytjið niður. Setjið smjör í pott og steikið grænmetið. Stráið smá hveiti yfir grænmetið, hellið svo soðinu og rjómanum yfir og hrærið vel. Sjóðið í u.þ.b. sex mínútur og kryddið með salti, pipar og paprikudufti. Bætið kjúklinga- kjötinu út í. Takið smá sósu frá og setjið í skál, hrærið svo eggjarauðum út í. Setjið sósuna með eggjarauðunum aftir í pottinn og hitið en látið ekki sjóða. Þvoið chilli og brytjið niður og bætið út í ásamt sherryinu. EFTIRRÉTTUR Þýsk ostakaka 150 g hveiti 1 tsk lyftiduft 60 g sykur 1 eggjarauða 2 msk mjólk 65 g smjör Aðferð: Hitið ofninn í 170°. Útbúið deigið og setjið í hringform. Ýtið deiginu aðeins upp að hliðunum Erlendur og Christine með börnin sín tvö. MYND ÚR EINKASAFNI ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Christine og Erlendur á Blönduósi „Nei. Ég held að ég hafi bara aldrei gert það. Enda lítið fyrir súran mat.“ Baldur Héðinsson „Ekki búin að ákveða það.“ Sigurrós Ingimarsdóttir 03/2018 11 Ótrúlegt, en kannski satt.. Tveir einstaklingar, óháð kyni, mega stofna til hjúskapar á Íslandi þegar báðir hafa náð 18 ára aldri. Þekkt er að brúðhjón megi kyssast þegar presturinn hefur gefið pörin saman en dregið hefur úr kossaflensinu síðustu ár. Ótrúlegt, en kannski satt, þá voru pör talin formlega gift þegar þau tóku af sér skóna og rétti hinu, hjá Inka indíánum í Perú til forna. Vísnagátur Sigurðar Varðar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Sótt og varið sitt á hvað. Sumir drekka úr þessu. Fáar skepnur skilja það. Skrýtin væri á skessu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.