Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 2
Bankar og bankaumhverfi hefur oft verið í umræðunni
hjá almenningi og ekki síst þeim sem á Alþingi sitja. Oft
hafa eigendur fjármálastofnana fengið gagnrýni fyrir
vinnubrögð sem mörgum þykir ekki við hæfi og vextir
aldrei annað en of háir. Þá eru
launagreiðslur og bónusar
eitthvað sem almenningur á
bágt með að viðurkenna að séu
eðlilegar fjárhæðir.
En hvernig er hægt að hafa
áhrif á bankana?
Ég hef ekki hugmynd um það
en mér dettur samt í hug að ef
ríkið ætti eins og einn banka þá
væri kannski mögulegt að kalla
saman alls konar sérfræðinga,
sem við eigum í stöflum, og fá
þá til að finna út hvernig banki myndi henta best á Íslandi
eigendum hans og fólkinu í landinu.
Kannski er það ekki hlutverk ríkisins að eiga banka en
það gæti samt verið nauðsynlegt ef þeir eru eingöngu reknir
með græðgi að sjónarmiði.
Eigendahollustan er ágæt upp að vissu marki en getur
verið slæm ef óvarlega er farið.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar,
segir á bloggi sínu fyrir ári síðan að mikilvægt væri að ríkið
beitti eigendaáhrifum sínum í bönkunum til þess að stuðla
að heppilegri og hagkvæmri þróun á fjármálamarkaði og
skipulagi hans. „Markmið ætti að vera að hér á landi þrífist
fjármálakerfi sem getur staðið af sér fjármálaáföll.
Framtíðarskipan fjármálakerfis á Íslandi þarf að miða að
því að kerfið verði öruggt, skilvirkt og hæfilega umfangs-
mikið fyrir þjóðarbúskapinn,“ segir Oddný sem þykir
mikilvægt að tryggt sé að fjármálakerfið verði ekki til
frambúðar í óbreyttri mynd.
„Þess vegna eigum við alls ekki að selja bankana frá
okkur núna, heldur nýta tækifærið til að endurskipuleggja
bankakerfið. Að því loknu mætti skoða hagkvæmni þess að
selja hluta kerfisins.“
Mér finnst bara nokkuð til í þessu hjá Oddnýju.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Ekki banka, fór í banka
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Í síðustu viku lönduðu fimm bátar á
Skagaströnd og var samanlagður afli þeirra
14,8 tonn.
Á Sauðárkróki lönduðu fjögur skip og bátar
rúmlega 322 tonnum og á Hvammstanga var
landað rúmum þremur tonnum. Engu var landað
á Hofsósi. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi
vestra voru 340.147 kíló. /FE
Aflatölur á Norðurlandi vestra 18. – 24. febrúar 2018
Drangey landaði 115 tonnum
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 3.163
Alls á Hvammstanga 3.163
SKAGASTRÖND
Auður HU 94 Landbeitt lína 3.903
Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 1.952
Katrín GK 266 Landbeitt lína 5.247
Ólafur Magnússon Þorskfiskinet 828
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.908
Alls á Skagaströnd 14.838
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 115.587
Fannar SK 11 Landbeitt lína 3.531
Málmey SK 1 Botnvarpa 185.772
Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 17.256
Alls á Sauðárkróki 322.146
Skilyrði að unnið sé eftir jafnréttisáætlun
Fjárveitingar til aðildarfélaga UMSS
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
hvetur sveitarfélög til að skilyrða fjárveitingar
til íþróttafélaga og annarra félaga sem bjóða
upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga,
því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðs-
áætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi,
kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi.
Í samþykkt stjórnar sambandsins segir að
mikilvægt sé að félög sýni fram á að farið sé eftir
jafnréttisáætlunum og jafnréttislögum í starfi sínu.
Séu slíkar reglur nú þegar til staðar hvetur stjórn
sambandsins sveitarfélög til að yfirfara sínar
stefnur með þetta í huga.
Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar þann 15. febrúar sl. tók ráðið undir sam-
þykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og
fól jafnframt sveitarstjóra að óska eftir fundi með
formanni og framkvæmdastjóra Ungmenna-
sambands Skagafjarðar vegna málsins en sveitar-
félagið styrkir aðildarfélög UMSS með fjárfram-
lögum og leggur áherslu á heilbrigt og öflugt
íþróttastarf í Skagafirði.
Í þeim samningsdrögum sem fyrir liggja og
samþykkt hafa verið í félags- og tómstundanefnd
Sveitarfélagsins Skagafjarðar, er að finna eftir-
farandi ákvæði:
„Fjárveitingar til aðildarfélaga UMSS eru háðar
því að félögin vinni eftir þeim siðareglum,
viðbragðsáætlunum gegn ofbeldi, kynferðislegu
ofbeldi og áreitni sem UMSS setur sér og standi
reglulega fyrir fræðslu um þessi mál fyrir sína
félagsmenn. Mikilvægt er að félögin sýni fram á að
farið sé eftir jafnréttisáætlunum og jafnréttis-
lögum í starfi sínu.“ /PF
Sjötíu milljónir í styrki á árinu 2018
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra
Sjötíu styrkir voru veittir til
54 aðila að upphæð tæpar 55,6
millj. kr. Við sama tækifæri voru
einnig veittir styrkir úr Atvinnu-
og nýsköpunarsjóði Norður-
lands vestra. Níu umsóknir
bárust þar sem óskað var eftir 73
milljónum króna í styrki. Styrkir
voru veittir til þriggja aðila,
samtals að upphæð 14,6 millj. kr.
Umsóknir um styrki voru
fjölbreyttar og mörg áhugaverð
verkefni. Styrkupphæðir eru frá
150 þúsund krónum til 6,8 millj.
kr. Alls var úthlutað 32 millj. kr.
í menningarhluta Uppbygg-
ingarsjóðs og 38 millj. kr. til at-
vinnuþróunar- og nýsköpunar-
verkefna.
Fjármagn beggja sjóðanna er
hluti af samningi Samtaka
sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra við stjórnvöld um fram-
kvæmd Sóknaráætlunar Norð-
urlands vestra 2015-2019.
Hæsta styrkinn úr Upp-
byggingarsjóði, kr. 4.000.000-,
hlaut Samrækt Laugarmýri ehf.
með verkefnið Fisk, fræðslu og
ferðamenn fram í sveit.
Úr Atvinnu- og nýsköpunar-
sjóði hlaut gagn ehf., Gagn -
vöruþróun og markaðssetning,
hæsta styrkinn 5.856.710 kr. en
Myndun slf., Myndun – upp-
bygging kr. 5.036.540,- þá hlaut
Árni Rúnar Hrólfsson kr.
3.696.750,- fyrir verkefnið
Heimur norðurljósa á Íslandi.
/PF
Miðvikudaginn 21. febrúar sl. voru veittir styrkir úr Uppbygg-
ingarsjóði Norðurlands vestra við athöfn í félagsheimilinu
Húnaveri, Húnavatnshreppi. Alls bárust 107 umsóknir þar
sem óskað var eftir 200 milljónum króna í styrki.
Þau Krummi, Þórhildur og Viggó voru á meðal fjölmargra sem hlutu styrki Sóknaráætl-
unar Norðurlands vestra. MYND: SSNV
Meistaradeild KS
Gæðingafimin í kvöld
Stjórn Meistaradeildar
Norðurlands í hestaíþróttum
hefur sett fyrsta mót á í
kvöld, miðvikudag, en því
hafði áður verið frestað vegna
veðurs. Húsið opnar kl 18:00
en setning deildarinnar hefst
kl 18:30. Seldar verða
veitingar í reiðhöllinni fyrir
mót.
Í tilkynningu frá Meistara-
deildinni segir að mikil spenna
sé fyrir mótinu og hafa sést
flottar æfingar í höllinni á
Sauðárkróki.
Beinar útsendingar verða á
netinu frá öllum keppniskvöld-
um deildarinnar fyrir aðra
landshluta og útlönd. Útsend-
ing kvöldsins hefst kl. 18:20.
Linkurinn er - http://vjmyndir.
cleeng.com. /PF
2 09/2018