Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Sókn.
Feykir spyr...
Hvernig líst þér
á lögin í
Söngvakeppni
Sjónvarpsins?
Spurt á Facebook
UMSJÓN palli@feykir.is
„Þau eru nú ekki alveg að
heilla mig en lagið sem
hann Dagur syngur stendur
upp úr og strákurinn alveg
stórkostlegur söngvari.“
Agnes Benediktsdóttir
„Mér finnst þau misgóð, ætla
að halda með Kúst og fæjó,
þær í Heimilistónum eru
svo dásamlegar.“
Dagný Rósa Úlfarsdóttir
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Líkt og kletturinn lætur vindinn ekki á sig fá, lætur greint fólk
hrós og skammir ekki á sig fá. – Buddha
Sósa: Paprikusmurostur settur í
pott ásamt smá matreiðslurjóma
látið bráðna við vægan hita.
Matreiðslurjóma bætt út í eftir
þörfum til að þynna.
Meðlæti: Sætar kartöflur skornar í
bita og settar í eldfast mót með olíu,
kryddað með timían og rósmarín.
Salat með káli, gúrkum, vínberjum,
papriku, raðlauk og tómötum.
Doritos snakk (blár poki) gróf-
mulið út í og fetaostur settur út í
rétt áður en salatið er borið fram.
EFTIRRÉTTUR
Kakósúpa
Aðferð: Útbúið Vilko kakósúpu
eftir leiðbeiningum á pakka.
Snæðið með Emmes vanilluís út á.
Við skorum á þau eldhressu
Þorgeir Gunnarsson og Sigríði
Margréti Ingimarsdóttir.
Verði ykkur að góðu!
Kjúklinga-
rétturinn okkar
Matgæðingar vikunnar eru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og
Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá
Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki
aftur snúið heim eftir það,“ segir hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri ,
Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta
en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Mæðgurnar gefa okkur uppskrift að kjúklingarétti sem er í
uppáhaldi hjá þeim og á eftir þykir þeim gott að fá sér kakósúpu með
ís.
AÐALRÉTTUR 1
Einfaldar og góðar
kjúklingabringur
4 vænar kjúklingabringur
sólþurrkaðir tómatar
rautt pestó
paprikusmurostur
matreiðslurjómi
Aðferð: Takið kjúklingabringur og
leggið flatar á bretti. Skerið inn í
hliðina á bringunum, aðeins lengra
en inn að miðju þannig að þær
haldist saman. Opnið bringurnar
og penslið rauðu pestói innan og
utan á þær. Skerið sólþurrkaða
tómata í smátt og raðið inn í. Lokið
bringunum og raðið í eldfast mót.
Hitið í ofni á 180° í ca. 40 mín.
Helga Rósa og Arndís Lilja. MYND ÚR EINKASAFNI
„Sæmileg.“
Bjarki Haraldsson
„Hef heyrt betri lög. Senda
bara Geirmund með eina
skagfirska sveiflu.“
Árni Jónsson
( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Helga Rósa og Arndís Lilja á Sauðárkróki
Sudoku
Kjúklingabringur. Myndin tengist ekki réttinum hér að ofan. MYND AF NETINU
09/2018 11
Ótrúlegt – en kannski satt..
Leonardo da Vinci (15. apríl 1452 – 2. maí 1519) var málari,
myndhöggvari, arkitekt, vísindamaður, stærðfræðingur,
verkfræðingur og uppfinningamaður sem kom inn á ýmis svið,
svo sem líffærafræði, tónlist, náttúrufræði, rúmfræði, kortagerð
og grasafræði. Ótrúlegt, en kannski satt, þá gat hann skrifað með
annarri hendi á meðan hann teiknaði með hinni.
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
Söfnuð kallar sveit mín börn.
Sögð í tafli besta vörn.
Fjöldi gesta á fundarstað.
Feigur hákarl dregst mér að.
FEYKIFÍN AFÞREYING