Feykir


Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 6
Rakel framkvæmdastjóri hjá Safnaráði og hjónin stofnuðu fyrirtækið Vín og matur sem flutti inn vín og ólífuolíu frá Ítalíu en fyrrverandi maður hennar er mikill vínáhugamaður. „Okkur langaði alltaf til þess að opna einhvers konar matarmarkað, í líkingu við það sem við höfðum kynnst þarna úti, en það var einhvern veginn ekki jarðvegur fyrir það þegar við komum heim um áramótin 2002-3. Svo þegar hrunið kom fann maður hvað aðstæður breyttust og allt í einu var kominn jarðvegur fyrir þetta, fólk vildi styðja íslenskt og styrkja framleiðsluna okkar hér og allt annar tónn var í samfélaginu. Við fundum húsnæði í hverfinu okkar sem hafði verið sjoppa áður og fengum það á mjög góðu verði. Við stukkum á það og fórum svo í Góða hirðinn og keyptum borð og stóla og það sem þurfti til og lögðum algjört lágmark í innréttingar en vildum hafa áhersluna á vöruna sem við vorum að bjóða. Við fórum svo hringferð um landið og mynduðum tengsl við bændur sem voru Rakel lærði stjórnmálafræði við HÍ og í framhaldi af því lagði hún stund á nám í safnafræði við Harvard í Boston þar sem hún tók líka gráðu í Master of liberal arts með áherslu á sögu lista og arkitektúrs. Áður en Rakel fór til Boston hafði fjölskyldan búið eitt ár á Ítalíu þar sem eiginmaður hennar var við nám í tónsmíðum hjá Atla Ingólfssyni en Rakel var sjálf heima með lítið barn. Eftir þrjú ár í Boston lá leiðin aftur til Ítalíu þar sem fjölskyldan bjó úti í sveit, 15 km suður af Flórens. Þar vann maður Rakelar að doktorsverkefni sínu og hún lauk meistararitgerð um höggmyndir sem gerðar voru fyrir dómkirkjuna í Flórens. Kynntist bændamörk- uðum í Boston og Flórens Á þessum árum vandist fjölskyldan því að fara á bændamarkaði, bæði á Ítalíu og í Boston, og kaupa vörur beint frá býli. „Ég var mikið að lesa mér til um næringu og fékk mikinn áhuga á að stunda heilbrigðan lífsstíl hvað varðar matarræði og borða hreint fæði. Ítalska matargerðarlistin gengur mikið út á að nota gott hráefni, bara einfalt en gott. Gott kjöt og gott grænmeti og svo matreiðir þú eitthvað úr því og það þarf ekki að vera flókið því hráefnið er svo gott. Þú þarft ekkert að vera að krydda það óþarflega til að fá bragð, heldur að láta hráefnið njóta sín. Nota ferskt og gott hráefni, og láta bragðið og litinn njóta sín. Það held ég að sé eitthvað sem er við bændamarkaði, maður fór á markaðina og varð einhvern veginn uppnuminn af því hvað allt var fallegt, grænmetið og ávextirnir, ostarnir og pylsurnar, allt svo girnilegt og freistandi. Það var svo gaman að fara og versla. Og það er svo stór hluti af þessu, að njóta þess frá upphafi að ná í matinn og setja hann á borðið. Hann er svo girnilegur og þig byrjar að dreyma um hvað þú ætlar að gera gott úr honum fyrir fjölskylduna,“ segir Rakel dreymin og blaðamaður hrífst með og fær vatn í munninn. Eftir dvölina á Ítalíu gerðist VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Í umfjöllun um námskeið Farskólans, Opin smiðja – Beint frá býli, í síðasta tölublaði Feykis var greint frá því að til standi að opna matarmarkað í gamla pakkhúsinu á Hofsósi í sumar á vegum Matís. Umsjón með því verkefni hefur starfsmaður Matís sem nú er búsettur á Hofsósi, Rakel Halldórsdóttir sem stofnaði og rak verslunina Frú Laugu um árabil ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. Feykir leit við hjá Rakel í Frændgarði, einu af húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi, þar sem hún hefur skrifstofuaðstöðu. Rakel í Frændgarði þar sem hún hefur skrifstofuaðstöðu. MYNDIR: FE Rakel Halldórsdóttir er starfsmaður Matís Hefjum nýjar hefðir og viðhöldum gömlum að gera eitthvað skemmtilegt og það gekk mjög vel. Svo opnuðum við bændamarkað með vörur beint frá býli út frá okkar hugmyndum um heilsu og heilbrigt matarræði. Það var ekki síst fyrir okkar eigin lífsstíl sem við ákváðum að opna Frú Laugu. Og þetta var aldrei gert í einhvers konar gróðaskyni, heldur af ástríðu og af því að okkur langaði til þess að þetta væri aðgengilegt, ekki síst fyrir okkur sjálf og börnin okkar. En svo þegar við opnuðum þá kom í ljós að fjöldi fólks vildi nálgast svona vörur og hafði þótt það erfitt áður. Þetta fékk mjög góðar undirtektir.“ Með mörg verkefni á sinni könnu hjá Matís Eftir að leiðir hjónanna skildu og þau hættu með verslunina hóf Rakel störf hjá Matís við verkefni tengd því sem hún var að gera í Frú Laugu. „Ég byrjaði á að gera gagnagrunn yfir alla frumframleiðslu í landinu. Matís vinnur út frá sjálfbærnimarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna sem voru sett til ársins 2030. Þau ganga út á að auka sjálfbærni allra samfélaga og grunnurinn að okkar sam- félagi er frumframleiðslan sem gerir okkur kleift að vera sjálf- bær. Það að hafa tök á því að ná utan um þetta í heildarskrá er náttúrulega svolítið sérstakt og kemur til af því að landið er lítið og fámennt. Ég er að vinna í þessum gagnagrunni núna og það er komin nokkur mynd á þetta. Hugmyndin er að opna vefsíðu þar sem þetta verður sett í myndrænt form þar sem þú hefur kort af landinu og getur séð dreifinguna á frumframleiðslunni, bæði það sem kemur af landi og úr sjó. Við vonumst til að geta gert þetta aðgengilegt almenningi í vor og þetta verður grund- völlur stefnumótunar og hægt að nota fyrir alls kyns upp- lýsingamiðlun sem og fyrir ferðamennsku. Það verður vonandi hægt að þróa þetta þannig að hægt verði að nota grunninn sem eins konar fókus á ákveðin landsvæði, þú getir fengið sjónarhorn inn á ákveðið svæði og þá ertu með alla framleiðendur þar og nánari upplýsingar um framleiðslu þeirra. Til að mynda í tengslum við þennan matarmarkað sem við erum að hugsa um, að framleiðendur geti hugsanlega verið með eins konar sölusíðu, bara fyrir þetta svæði og boðið sína vöru þar, tilgreint hvað 6 09/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.