Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 10
Vetrargolf Golfklúbbs Sauðárkróks
„Heldur í manni færninni“
Þeir sem stunda
golfíþróttina sér til ánægju
og gleði þurftu á árum
áður að gera sér að góðu
að leggja kylfunum yfir
vetrartímann og vona svo
að það voraði snemma.
Inniaðstaða er á mörgum
stöðum lítil sem engin þó
einhverjir klúbbar hafi náð
að útbúa eitthvað fyrir sína
iðkendur. Golfklúbbur
Sauðárkróks er einn þeirra
klúbba sem bjóða félögum
sínum upp á skemmtilega
inniaðstöðu þar sem hægt
er að æfa pútt, teighögg og
taka þátt í keppni í
golfhermi. Feykir leit við á
inniflötinni hjá GSS og
ræddi við Kristján B.
Halldórsson, formann
vetrarstarfs-nefndar, og
þrjá aðra eðaldrengi sem
lengi hafa stundað
golfíþróttina.
Húsið sem GSS hefur fyrir
innistarfsemi sína er staðsett í
iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki.
Þegar inn er komið blasir
fagurgrænn púttvöllur við og
inn af honum er æfingaaðstaða
fyrir sveifluna þar sem kúlunni
er skotið af krafti í net. Í öðrum
sal er golfhermir staðsettur og
þar hitti undirritaður eðal-
drengina Harald Friðriksson
(Halla Malla), Stefán Pedersen
og Guðmund Ragnarsson.
Voru þeir að leika golf á
glæsilegum velli einhvers stað-
ar úti í hinum stóra heimi.
Halli gefur sér tíma til að
svara spurningu blaðamanns
um hvað þessi aðstaða sé að
gefa þeim.
„Þetta er nú aðallega
hittingur fyrir þessa gömlu. En
hins vegar er púttaðstaða
hinum megin það er oft traffík
í henni líka. Við hittumst fjórir
félagarnir einu sinni í viku í
golfherminum, en Reynir
Barðdal er í utanlandsferð
núna. Þetta aðeins heldur í
manni færninni en þá þarf
maður ekki að byrja alveg upp
á nýtt á vorin.“ Halli segist helst
reyna að fara daglega á völlinn
á sumrin en þá erum nokkrir
sem hittast daglega. „Það er
mjög gott og maður fær alla
vega labbið þó maður sé ekki
að sýna neitt sérstakt golf.“
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Síungir félagar í vetrargolfi. Frá vinstri: Guðmundur Ragnarsson, Haraldur Friðriksson, Stefán Pedersen og Kristján Bjarni Halldórsson.
MYNDIR: PF
Hann segist ekki keppa mikið
en tók þó þátt í tveimur mótum
í fyrra.
Aðspurður um inniaðstöð-
una segir Halli að klúbburinn
hafi verið með hálfa lengjuna í
einhvern tíma og nýtt vel en
eigi allt húsið núna og er hinn
helmingurinn nýttur sem véla-
geymsla. Draumurinn sé að
byggja svipaða aðstöðu á
félagssvæðinu að Hlíðarenda.
Stefán Pedersen, eða bara
Stebbi Ped eins og hann er
vanalega kallaður, er á svip-
uðum slóðum og Halli því
hann segist nota þessa vetrar-
aðstöðu aðallega til að hitta
vinina. „Fyrir mig alla vega, því
ég er bara aukamaður eiginlega.
Ég er orðinn skakkur og gamall
en aðalmálið er að hitta
drengina,“ segir hann. „En
þetta kemur samt að góðum
hvítum teigum er völlurinn
tæplega 6000 metrar. Af gulum
5636 metrar og af rauðum 4876
metrar.
Hvort raunhæft sé að vera
með 18 holu völl eru þeir Stefán
og Haraldur sammála um að
svo sé ekki.
„Það hafa verið umræður
um það en við treystum okkur
ekki í það. Það er svo miklu
meira batterí,“ segir Halli og
bætir við að það þurfi a.m.k.
500 manna klúbb til að standa
undir þannig velli. Í dag eru
um 150 félagsmenn svo fjölga
þarf duglega í klúbbnum til að
það markmið náist.
Ekki bara fyrir gamla
Kristján Bjarni Halldórsson,
formaður vetrarstarfsnefndar,
segir golfherminn vinsælan en
í honum er hægt að leika golf á
völdum stöðum í heiminum.
Auk þekktra valla eru einnig
tilbúnir vellir sem reyni á fimi
og útsjónarsemi kylfinganna.
„Það er stundum sagt að
golf sé bara fyrir gamla en ef
maður skoðar topp 10 listann
fyrir karla og konur í heiminum
eru þetta allt 25 til 30 ára
einstaklingar. Stóri kosturinn
við golfið er að þú getur
stundað íþróttina langt fram á
ævina.“
Þeir eru allir sammála um
það að aldrei sé of seint að byrja
í golfinu en því yngri sem
byrjað er næst betri árangur.
Kristján Bjarni segir að í
verkahring vetrarnefndarinnar
sé að skipuleggja púttmót og þá
viðburði sem eru haldnir á
veturna. Hann segir nefndina
nýja og verkefnin í þróun.
„Starfsemin er vaxandi. Við
erum að reyna að fá fleiri til að
taka þátt enda frábær aðstaða
til að æfa.“
Aðspurður segir Kristján að
ef einhvern langi til að koma og
prófa að vera með er einfaldlega
best að hafa samband við hann
eða nafna hans Kristján Jónas-
son, sem einnig er í vetrar-
nefndinni. Hann bendir einnig
á að klúbburinn er með nýliða-
kynningar á vorin. „Ef einhvern
langar til að prófa að sumri eða
vetri þá er bara að hafa
samband við nýliðanefndina á
sumrin en vetrarnefndina, ef
fólk vill komast í inniaðstöðuna.
Þá segir Kristján að starfs-
mannafélög eða saumaklúbbar
geti fengið að koma inn og
púttað sem lið í óvissuferð eða
einhverju öðru fjöri. „Það er
líka ágæt leið til að kynna
sportið.“
notum að hreyfa sig aðeins og
liðka skrokkinn,“ segir Stebbi
og fullyrðir að sveiflan sé sú
sama.
Stebbi hefur lengi verið í
klúbbnum eða allt frá stofnun
og segir hann að Rotaryklúbb-
urinn hafi stofnað hann á
sínum tíma.
Það er hægt að fá staðfest á
heimasíðu klúbbsins en þar
segir að Golfklúbbur Sauðár-
króks hafi verið stofnaður 6.
nóvember 1970 að undirlagi
Rotaryklúbbs Sauðárkróks og
nokkurra áhugamanna um
golfíþróttina. Upp úr 1977
hófst starfsemi klúbbsins að
ráði og var þá farið í fram-
kvæmdir við golfvöll.
„Við byrjuðum niður á
Flæðum þar sem hesthúsin eru
núna og reiðhöllin. Vorum
með sex holur þar en ég held að
árið eftir hafi völlurinn verið
fluttur upp í Skarð og vorum
þar í tvö eða þrjú sumur en þar
var haldið Norðurlandsmót
1980. Svo fórum við upp á
Hlíðarenda og höfum verið þar
síðan,“ segir Stebbi.
Hlíðarendavöllur var lagður
á árunum 1980-1983 af eld-
hugum sem unnu í sjálfboða-
vinnu dag og nótt við að gera
hann sem best úr garði, eins og
segir á heimasíðu klúbbsins,
gss.is, og er niðurstaðan
glæslegur golfvöllur sem er
áskorun fyrir alla kylfinga.
Völlurinn er í hópi lengstu
golfvalla landsins og er sér-
staklega erfiður fyrir þá sem
spila á rauðum teigum. Af
Golfhermirinn virkar vel en kúlan er slegin í tjaldið og reiknast ferill hennar út og hún
staðsett á ný fyrir framan tjaldið.
Formaður vetrarstarfsnefndar með gullfallega sveiflu.
10 09/2018