Feykir


Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 3
Sérfræðikomur í mars 2018 www.hsn.is 1. OG 2. MARS Orri Ingþórsson kvensjúkdómalæknir 5. OG 6. MARS Haraldur Hauksson alm./æðaskurðlæknir 13.–15. MARS Bjarki Karlsson bæklunarskurðlæknir 26. 0G 27. MARS Sigurður Albertsson alm. skurðlæknir Tímapantanir í síma 455 4022. Fókushópurinn glaðhlakkalegur. MYND: RÚV.IS Viða r Þó r Ás tvald sson Sölu stjór i Suð urlan d Sím i: 48 0 13 06 Gsm : 86 3 19 71 Netf ang: vida r@o lis.is GLÆSIBÆR GUESTHOUSE 551 Skagafjordur, Iceland Host: Ragnheidur Erla Björnsdóttir & Friðrik Stefánsson Tel. 00354 892 5530 E-mail: ragnheidur.bjorns@gmail.com Dæli Guesthouse Kristinn Rúnar Víglundsson Manager Tel: 0354 865 6074 l E-mail: daeli@daeli.is l w ww.daeli.is 531 Hvammstangi l Iceland Sigríð ur Ká radót tir FRAM KVÆM DAST JÓRI / MA NAG ER Borg armý ri 5, 5 50 Sa udár krók i, Ice land Tel: + 354 4 53 51 2 802 5 Fax: +354 453 5626 www .suta rinn. is gesta stofa @sut arinn .is :: s igga @sut arinn .is GISTING HESTALEIGAHESTAFERÐIR Elvar Einarsson & Fjóla Viktorsdóttir Syðra Skörðugil, 560 Varmahlíð, Iceland Tel: +354 893 8140 / +354 897 0611 info@sydraskordugil.is www.sydraskordugil.is HORSEBACK RIDING & ACCOMMODATION FYRIRTÆKI OG FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR tilboð á nafnspjaldaprenti H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is H Ö N N U N P R E N T N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöllinni nk. laugardagskvöld og kemur þá í ljós hverjir verða fulltrúar Íslands í Júróvisjón í Lissabon í Portúgal. Þar munu Íslendingar syngja í undankeppninni þann 8. maí en aðalkvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður svo laugardaginn 12. maí nk. Fyrstir til að stíga á svið í úr- slitakeppninni á laugardaginn er Fókushópurinn en í honum eru tveir Húnvetningar eins og Feykir hefur áður fjallað um, þau Sigurjón Örn Böðvarsson og Hrafnhildur Ýr Víglunds- dóttir. Þau hafa ákveðið að flytja lagið á ensku undir nafninu Battleline og þeir sem vilja það áfram í keppninni hringja eða senda sms á númerið 900 99 01. Feykir hafði samband við Hrafnhildi Ýr og forvitnaðist svolítið um hana og keppnina. Hvernig leið þér á sviðinu þann 3. febrúar þegar þið í Fókus- hópnum fluttuð lagið Aldrei gefast upp? -Okkur leið afskap- lega vel á sviðinu á undan- úrslitakvöldinu. Við vorum afar vel undirbúin og full af gleði og tilhlökkun. Adrenalínið er mik- ið á svona stundum og tilfinn- ingarnar sömuleiðis. Þetta var allavega í fyrsta skipti í sögu okkar samstarfs sem við göng- um saman af sviði grátandi af gleði. Hvernig var svo stemningin eftir að ljóst var að þið höfðuð kom- ist áfram? -Við vorum auðvitað algjörlega himinlifandi yfir að hafa komist áfram og frábært að vera lesin upp fyrst. Við (ásamt restinni af keppendunum) vorum reyndar aðeins ringluð því nafnið á laginu var ekki lesið rétt upp! En við föttuðum á endanum að Ragnhildur átti við okkur og rukum af stað upp á svið í gleðikasti. Þó að sjálfsögðu stefni allir að því að komast út til Portúgal er ekki síður mikilvægt að komast í úrslitin því það horfir nánast öll þjóðin á þau. Þetta er því einstakt tækifæri og við ætlum okkur að gera eins mikið úr því og við getum. Hvað hafið þið verið að gera síðan? -Mánudagsmorguninn eftir undanúrslit lögðum við land undir fót og fórum í þriggja daga ferð um Vesturland og Norðurland þar sem við heim- sóttum grunnskóla og tókum svo þátt í Öskudagsgleði á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði. Að auki tókum við svo upp órafmagnað (acoustic) mynd- band við lagið okkar heima, í reiðskemmunni í Dæli. Þessi ferð var í miðju lægðabrjálæði og því lentum við í ýmsum ævintýrum á leiðinni. Á Hvammstanga komst hluti barnanna ekki í skóla vegna veðurs en við náðum að brjótast þangað með dyggri hjálp björg- unarsveitarinnar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Á leiðinni frá Hvammstanga yfir á Blönduós heimsóttum við svo einn af vinum okkar sem ekki hafði komist í skólann þann daginn og sungum fyrir hann og foreldra hans í hesthúsunum. Það var frábær stund fyrir okkur og gaf okkur mikla hlýju í hjartað. Það er svo yndislegt að heimsækja skóla og syngja og eiga samskipti við krakka, þau eru svo glöð og þakklát og alltaf til í fíflaskap með okkur. Við hverju má fólk búast af ykkur á úrslitakvöldinu þann 3. mars? -Á úrslitakvöldinu má búast við nokkrum breytingum á atriðinu. Við erum komin á stærra svið og ætlum að nýta okkur það, bæði hvað varðar grafík og ljós. Við verðum líka í öðrum búningum þá, svolítið meira „júró“. Við erum búin að undirbúa okkur vel og ætlum að leggja hjarta og sál í atriðið. Tónlistin gefur okkur svo mikla gleði, við höfum líka mikinn metnað, erum sterkir söngvarar og öll rígvön á sviði. Við munum gera okkar allra besta til að heilla þá sem kjósa og vonum svo sannarlega að okkar heimafólk hjálpi okkur að komast út til Portúgal. Keppnin er mjög jöfn í ár og hvert einasta atkvæði skiptir máli. Söngvakeppni Sjónvarpsins Aldrei gefast upp verður Battleline Hvað ertu að gera fyrir utan músíkina? -Það eru þó nokkrar breytingar að verða hjá mér í lífinu núna. Í lok mars mun ég hætta störfum sem verkefna- stjóri hjá Ferðamálastofu þar sem ég hef unnið síðustu fjögur ár og halda á vit nýrra ævintýra. Ég á þó erfitt með að slíta mig frá ferðaþjónustunni og er ásamt sambýlismanni mínum að fara út í gisti- og veitinga- rekstur á Suðvesturlandi. Svo er alltaf að verða meira og meira að gera í tónlistinni sem er mín helsta ástríða svo ég fagna því. Ég fæ aldrei leið á tónlist. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég vil gjarnan koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku á móti okkur á ferðalaginu okkar um Norður- land. Til allra krakkana sem sungu og fífluðust með okkur, til allra kennaranna sem gerðu krökkunum kleift að hitta okkur og til björgunarsveitarinnar á Hvammstanga sem aðstoðaði okkur í ferðinni. Mig langar líka að þakka öllum þeim sem kusu okkur í undanúrslitunum og þakka fyrirfram öllum þeim sem koma til með að kjósa okkur á úrslitakvöldinu. Þið eigið stóran þátt í að við erum að láta draum okkar rætast og fyrir það verðum við ykkur alltaf þakklát. Áfram Fókus!! Aldrei gefast upp!! VIÐTAL Páll Friðriksson 09/2018 3 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.