Feykir - 28.02.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Fótbolti
Rúnar Már með glæsi-
mark fyrir St. Gallen
Knattspyrnukappinn og
landsliðsmaðurinn
skagfirski, Rúnar Már
Sigurjónsson, skoraði
glæsilegt mark, beint úr
aukaspyrnu, nú um helgina
í 3-0 sigri St. Gallen í
svissnesku deildar-
keppninni.
Rúnar, sem er félags-
bundinn Grasshoppers í
Sviss, hafði vistaskipti nú í
janúarglugganum og spilar
með liði St. Gallen sem er að
berjast um sæti í Evrópu-
deildinni á næstu leiktíð.
St. Gallen og Grasshoppers
eru bæði í baráttunni í efri
hluta deildarinnar en Rúnar
virðist búinn að koma sér vel
fyrir hjá sínu nýja liði og
tryggja sér sæti í byrjunar-
liðinu. Í frétt á Fótbolti.net
kemur fram að St. Gallen sé
að spila leikkerfið 3-5-2 og
Rúnar sé þar sem djúpur
miðjumaður og geri sterkt
tilkall til landsliðssætis fyrir
Heimsmeistaramótið sem
fram fer í Rússlandi í sumar
eins og alþjóð veit. /ÓAB
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss
Ísak Óli Íslands-
meistari í 60m grind
Meistaramót Íslands í
frjálsíþróttum innanhúss fór
fram um síðustu helgi í
Frjálsíþróttahöllinni í
Laugardal í Reykjavík. Á
mótinu keppti fremsta
frjálsíþróttafólk landsins og
var hörkukeppni í flestum
greinum.
Á heimasíðu Tindastóls
segir að sex Skagfirðingar hafi
verið á meðal keppenda, þau
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Ísak Óli Traustason, Jóhann
Björn Sigurbjörnsson, Svein-
björn Óli Svavarsson, Vignir
Gunnarsson og Þóranna Ósk
Sigurjónsdóttir.
Jóhann Björn Sigurbjörns-
son náði 2. sætinu í 60m hlaupi,
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir
varð í 2.-3. sæti í hástökki,
Sveinbjörn Óli Svavarsson 7.
sæti í 60m hlaupi og 5. sæti í
200m hlaupi, Hrafnhildur
Gunnarsdóttir 8. sæti í kúlu-
varpi sem og bróðir hennar
Vignir Gunnarsson sem einnig
endaði í 8. sæti í kúluvarpi.
Ísak Óli Traustason endaði í
6. sæti í stangarstökki, 2. sæti í
langstökki og sigraði í 60m
grindahlaupi á 8,26 sek sem er
persónulegt met.
UMSS hafnaði í 4. sæti í
verðlaunum talið, af 12 félögum
og samböndum sem kepptu á
mótinu, og í 6. sæti í heildar-
stigakeppninni. /PF
Íslenska landsliðið í körfubolta. Pétur er lengst til vinstri í neðri röð, við hlið Loga Gunnars
sem spilaði síðasta landsleik sinn eftir hreint magnaðan 147 leikja landsliðsferil.
MYND AF VEF KKÍ.IS
Undankeppni HM í körfubolta
Pétur sýndi góða takta gegn Tékkum
Pétur Rúnar Birgisson, 22 ára
leikmaður Tindastóls, lék sína
fyrstu landsleiki um helgina
þegar Ísland gerði sér lítið
fyrir og lagði sterk landslið
Finna og Tékka í frábærum og
æsispennandi landsleikjum í
Laugardalshöllinni. Pétur kom
ekkert við sögu í fyrri leiknum
gegn Finnum en hann fékk að
láta til sín taka í naglbít gegn
Tékkum í gær og stóð sig með
mikilli prýði.
Pétur kom inn á undir lok
fyrsta leikhluta, í stöðunni 14-
13, og átti á þeim rúmlega
tveggja mínútna kafla eina
stoðsendingu og stolinn bolta
og hefði átt aðra stoðsendingu
ef Acoxinn hefði ekki klikkað á
íleggju. Þegar fyrsta leikhluta
lauk var staðan 19-14.
Leikirnir voru tveir af sex
leikjum Íslands í undankeppni
HM í körfubolta sem fram fer í
Kína 2019 og því gríðarlega
Rúnar Már Sigurjónsson. MYND AF NETINU
www.skagafjordur.is
Opinn kynningarfundur
á vinnslutillögu að breytingum á aðalskipulagi
Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021
Unnin hefur verið vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélags-
ins Skagafjarðar 2009-2021 sem samþykkt var þann 25. maí 2012.
Vinnslutillagan samanstendur af greinargerð ásamt umhverfisskýrslu, þéttbýlis-
uppdrætti og sveitarfélagsuppdrætti.
Breytingarnar er í sex liðum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðár-
krókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði
við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli
Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Tillagan verður kynnt á opnum fundi að Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki fimmtu-
daginn 1. mars 2018 kl. 17:00–18:30.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar
mikilvægir upp á stöðu Íslands
í riðlinum og þar með
möguleikum á að komast áfram
í milliriðil. Fyrir leikinn hafði
Ísland tapað fyrir Tékkum á
útivelli og sömuleiðis lotið í
parket gegn Búlgörum í
grátlegum ósigri hér heima.
Það var því að duga eða drepast
og óhætt að segja að það hafi
verið frábært að fylgjast með
baráttuglöðum Íslendingum
leggja þessa sterku andstæðinga
að velli. Fyrri leikurinn fór 81-
76 en sá síðari 76-75 en það var
Martin Hermannsson sem fór
fyrir liði Íslands og gerði 26 stig
í báðum leikjunum.
Feykir óskar Pétri Rúnari til
hamingju með áfangann. /ÓAB
Þrekmótaröðin
Guðrún Helga sigraði í kvennaflokki
Þrekmótaröðin 2018 fór fram um
þar síðustu helgi í íþróttahúsinu í
Digranesi í Kópavogi. Tveir
keppendur úr Skagafirði náðu
afburða góðum árangri, þau
Guðrún Helga Tryggvadóttir
Þreksporti og Ægir Björn
Gunnsteinsson Crossfit 550.
Feykir sagði frá árangri Ægis í
síðasta blaði þar sem hann náði að
landa 4. sætinu í karlaflokki, 29 ára
og yngri og 5. sætinu í opnum flokki
karla.
Guðrún Helga, eigandi og einka-
þjálfari í Þreksport, gerði sér lítið
fyrir og sigraði í kvennaflokki, 30-
39 ára og 4. sæti í opnum flokki
kvenna.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá
þeim Guðrúnu og Ægi en alls voru
skráð 83 lið, 35 pör og 50 einstakl-
ingar. /PF
Íslandsmeistarinn í 60m grindahlaupi
karla. MYND: FRÍ
09/2018 5