Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 10
Undanfarin ár hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, í samstarfi við Kiwanis- klúbbinn Drangey, staðið fyrir umfangsmiklu hvatningarátaki í Skagafirði sem felst í því að öllum Skagfirðingum er boðið upp á fría ristilspeglun á 55. afmælisári þeirra. Hug- myndina að verkefninu má rekja til Húsavíkur þar sem Lionsklúbburinn hefur verið fjárhagslegur bakhjarl að slíku verkefni síðustu sjö ár og er það unnið í samstarfi við meltingar- sérfræðinginn Ásgeir Böðvarsson, lækni við HSN á Húsavík, en hugmynd Kiwanismanna að verk- efninu hér kviknaði eftir að Ásgeir hélt fræðsluerindi á Mottumarsfræðslukvöldi hjá klúbbnum fyrir nokkrum árum. Krabbamein í ristli og enda- þarmi er meðal algengustu krabbameinanna hjá báðum kynjum og greinast að meðal- tali rúmlega 130 slík tilfelli árlega. Meðalaldur við grein- ingu er 70 ár hjá báðum kynjum og aukast líkur á því með aldrinum en flestir sem greinast eru 60 ára og eldri. Árlega deyja um 50 sjúklingar af völdum þessara krabbameina. Meðal helstu einkenna ristilkrabba- meins má nefna blóð í hægðum, viðvarandi kviðverki eða krampa og breytingu á hægða- venjum. Orsakirnar geta verið erfðatengdar og er þeim sem eiga ættarsögu um slíkt krabba- mein ráðlagt að láta fylgjast sérstaklega með sér. Einnig geta bólgur í ristli og endaþarmi, mataræði, reykingar og áfengis- neysla verið meðal orsakavalda. Feykir ræddi við Þorstein Þorsteinsson, yfirlækni á HSN á Sauðárkróki, um speglunar- verkefni Kiwanisklúbbsins og hvernig til hefði tekist en á þessu ári er fjórða árgangnum sem búsettur er í Skagafirði boðið upp á fría ristilspeglun. Speglun sem forvörn Tilgangur speglunarinnar er að finna sepa á ristlinum sem geta verið forstig krabbameins, Rætt við Þorstein Þorsteinsson yfirlækni á HSN á Sauðárkróki Forvarnir gegn ristilkrabbameini en eru það þó alls ekki alltaf, og eru þeir sendir í vefjarannsókn sem sker úr um hvort þeir séu saklausir eða ekki. Á fyrstu þremur árum átaksins þáðu 103 einstaklingar af 154 boð Kiwanis um ristilspeglun og hefur hlutfall þeirra sem þiggja boðið farið örlítið lækkandi með árunum. Fjarlægðir hafa verið separ hjá 48 einstakl- ingum og eru nú 18 manns undir eftirliti vegna sepa sem reyndust vera adenoma eða kirtilæxli (separ með frumu- breytingum). Með þessum einstaklingum er fylgst sérstaklega. Með spegluninni er þannig mögulegt að finna merkin áður en þau verða að krabbameini. Þorsteinn segist ekki vita til þess að skimun eins og sú sem gerð er á Sauðárkróki og á Húsavík sé gerð annars staðar á landinu þó það sé hugsanlegt. Forsaga málsins er sú að á árunum upp úr 2000 var mikið rætt um að hefja skimun og búið að ákveða af heilbrigðis- yfirvöldum árið 2006 að það yrði gert en þá skall hrunið á og allar slíkar ráðagerðir runnu út í sandinn. Síðan þá hefur umræðunni um skimun á landsvísu alltaf verið viðhaldið en lítið gerst svo félagar í Lionsklúbbnum á Húsavík ákváðu að hleypa verkefninu af stokkunum á eigin spýtur í samráði við Ásgeir Böðvarsson. Eins og fyrr segir ákvað Kiwanisklúbburinn Drangey að feta í fótspor þeirra og gerður var samningur við Heil- brigðisstofnunina á Sauðár- króki. Þegar til átti að taka reyndist tækjabúnaður á Sauðárkróki of lélegur og gerðu Kiwanismenn sér þá lítið fyrir og söfnuðu í snatri fyrir nýjum tækjum. Einnig stendur klúbburinn straum af kostnaði við innköllun, lyfjakostnað og allan þann kostnað sem að öðrum kosti félli á sjúklinginn sjálfan. Á móti leggur svo Heilbrigðis- stofnunin til starfsfólk og aðstöðu alla. Ákveðið var að átakið stæði í fimm ár til reynslu og yrði þá endurmetið. Segir Þorsteinn þetta framtak vera afskaplega virðingarvert og full ástæða sé til að hvetja fólk til að þiggja boðið um skoðun. Aðspurður um hvers vegna hlutfall þeirra sem mæta sé ekki hærra en raun ber vitni segir Þorsteinn að vissulega vaxi þetta mörgum í augum og finnist þeim tilhugsunin um speglun ekki þægileg. Reyndar sé speglunin sjálf ekki sérlega óþægileg og fólk kvarti mun frekar undan hreinsuninni sem er nauðsynleg fyrir speglunina. Það sé að vísu mjög einstaklingsbundið hvernig sú upplifun er en svo sé því ekki að neita að alltaf séu margir sem hugsa „það kemur ekkert fyrir mig,“ og telja því óþarft að mæta. Nýlega var send út auglýsing þar sem fólk var hvatt til að nýta sér boðið og hefur hún skilað aukinni þátttöku. Einnig hefur borið á því að átakið hefur hreyft við öðrum en þeim sem eru í Þorsteinn Þorsteinsson, yfirlæknir. MYND: FE VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir þessum tilteknu aldurshópum að láta skoða sig. Áætlað að hefja skimun á landsvísu á þessu ári Á heimasíðu landlæknis kemur fram að ætlunin sé að hefja skimun fyrir krabba- meini í ristli og endaþarmi í ársbyrjun 2018 enda hafi Krabbameinsfélagið lagt fram ítarlega aðgerðaráætlun um hana. Undirbúningur fyrir skimunina hefur staðið frá árinu 2015. Hefur landlæknir mælt með því að skimað verði í aldurshópum 60–69 ára með því að leita að blóði í hægðum annað hvert ár (FIT-próf) hjá þeim sem eru án einkenna frá meltingarvegi. Einnig verði ristilspeglun gerð hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Til álita komi að útvíkka markhópinn fyrir skimun til aldurshópsins á bilinu 50– 74 ára ef vel gengur. (www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/ frett/item32630/Skimun-fyrir-krabbameini-i- ristli-og-endatharmi-hefst-a-naesta-ari/) Þorsteinn segir að menn séu engan veginn sammála um hvor aðferðin sé betri, spegl- un eða skimun fyrir blóði í hægðum. Með hægðaskimun- inni sé vissulega hægt að leita hjá fleirum þar sem kostn- aðurinn við hverja skimun er mun minni. Á hinn bóginn sé grundvallarmunur á þessu tvennu þar sem með ristilspegluninni sé verið að leita að forstigi og hægt sé að bregðast við og taka sepann strax en með hægðasýnunum sé verið að finna krabbamein sem þegar er komið í þeirri von að það finnist nógu snemma til að hægt sé að lækna það. Árangurinn af speglun sé væntanlega betri en á hinn bóginn fari það dálítið eftir þátttökunni þar sem margir veigri sér við að fara í ristilspeglun og því megi búast við að hærra hlutfall nýti sér hægðaskimunina. Þá eru nýjar aðferðir við leit að ristil- krabbameini, s.s. sýndarristil- speglun, nú að líta dagsins ljós. Sýnt hefur verið fram á að það að skima fyrir ristilkrabba- meini er hagkvæmt, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og þjóðar- búið, þar sem það skilar góðum árangri. Það er því engin spurnig að taka undir orð Þorsteins og hvetja fólk sem boðið fær til að lyfta upp tólinu og bóka tíma. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, krabb.is, má finna mikinn fróðleik um krabbamein.MYND AF KRABB.IS 10 14/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.