Feykir


Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 11.04.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS: Svið. Feykir spyr... Ertu eða hefur þú einhvern tímann verið á framboðslista til sveitarstjórnar? Spurt á Facebook UMSJÓN palli@feykir.is „Ekki ennþá.“ Ólína Björk Hjartardóttir „Nei, ég hef ekki verið á framboðslista til sveitastjórna.“ Kristín Hanna Ásbjörnsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli. – Þórbergur Þórðarson, Bréf til Láru Grænmetis- fiskréttur og eplakaka Matgæðingar Feykis þessa vikuna eru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau ætla að deila með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku. AÐALRÉTTUR Grænmetis-fiskréttur (fyrir 4-6) 1 blaðlaukur 1 rauð paprika ½ askja sveppir ½ poki gulrætur 250 g hrísgrjón (eða 2 pokar) 2-3 ýsuflök/þorskflök rifinn ostur 1 grænmetiskraftur aromat Aðferð: Steikið grænmetið á pönnu upp úr smá smjöri og grænmetiskrafti. Sjóðið hrísgrjónin og fiskinn. Þegar hrísgrjónin eru tilbúin eru þau sett í botninn á eldföstu móti og grænmetinu hellt yfir. Síðan er fiskurinn lagður yfir græn- metið og að lokum er rifnum osti dreift yfir. Stráið svolitlu aromati yfir ostinn. Eldað í ofni á 180° eða þangað til osturinn hefur bráðnað. EFTIRRÉTTUR Eplakaka 3-4 rauð epli 150 g sykur 150 g hveiti 150 g smjörlíki kanill Aðferð: Smyrjið form með olíu. Eplin eru skorin í smáa bita og lögð í eldfasta mótið. Kanil er síðan dreift yfir eftir smekk. Sykri og hveiti hrært saman, smjörlíki bætt við og öllu hnoðað saman. Myljið deigið yfir eplin og bakið við 180° í 20 mínútur eða þangað til kakan er tilbúin. Borið fram með vanilluís eða rjóma. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Arnrúnu Báru Finnsdóttir og Kristján Blöndal. Agnar Logi og Árný Björk. MYND ÚR EINKASAFNI „Nei, það hef ég aldrei verið.“ Karel Sigurjónsson „Nei, en minn tími mun koma.“ Pétur Óli Þórólfsson ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Agnar Logi og Árný Björk á Blönduósi Sudoku 14/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Kanada er ríkjasamband, þingbundið konungsríki og í sambandi við Bretland, sem tíu fylki og þrjú sjálfstjórnarsvæði mynda. Það er annað stærsta land í heimi og nær yfir nyrðri hluta Norður-Ameríku. Aðeins Rússland er stærra. Ótrúlegt, en kannski satt, þá þekur Kanada 6,67 prósent af flatarmáli jarðar. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Oddur gáði út á mig. Af mér lýður fyllir sig. Ýmsa fýsir í mitt ljós. Umhverfi til lands og sjós. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.