Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 10

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 10
Að sjá eitthvað fullskapað er ótrúlega skemmtilegt sér við einhverjar verklegri aðgerðir, eins og til dæmis að klippa hárið af dúkkunum sínum. Hámark leiðindanna var svo þegar mágkona mömmu gaf okkur yngstu systrunum ámálaðar krosssaumsmyndir. Þá var ég sex ára og Fríða systir níu ára. Hún kláraði sína á tveimur vikum, sem betur fer fannst mér, því þá var loksins hægt að fá hana til að koma aftur að leika. Mín kláraðist aftur á móti sex árum seinna þegar ég var orðin 12 ára. Í grunnskóla var ég lítið skárri. Eyddi ómældum tíma í það að nöldra yfir skyldustykkjunum en þegar þeim var lokið fékk ég þá snilldar hugmynd að prjóna mér peysu. Og það enga einfalda peysu heldur var hún öll í köðlum og tíglum. Enn þann dag í dag þá dáist ég að henni Sólveigu Kristjánsdóttur sem kenndi handavinnu í Reykjaskóla að hreinlega taka þetta í mál!! En peysan var kláruð á mettíma og meira að segja prjónuð önnur til. Einnig hjálpaði hún mér að ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir á Hvalshöfða Haddý. Það er Hrútafjarðarkonan Hafdís Brynja Þorsteinsdóttir, eða Haddý á Hvalshöfða, sem segir okkur frá handavinnu- ferli sínum í þessu blaði. Haddý segist ekki hafa verið áhugasöm um handavinnu í barnæsku og dáist að þrautseigju handavinnu- kennarans sem hún hafði á grunnskólaárunum. Nú er öldin önnur og nú þykir henni afskaplega notalegt að grípa í prjónana að loknu dagsverki. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Það væri nú lygi að halda því fram að ég hefði snemma fengið áhuga á handavinnu. Ég er yngst fimm systkina og er fædd upp úr miðri síðustu öld (þetta kemur rosalega illa út á prenti), sem sagt 1963. Á þeim tíma var ákaflega mikið í tísku að krakkar gerðu svokölluð skyldustykki í skóla og eldri systkini mín, sem voru öll ákaflega samviskusamir einstaklingar, sátu stundum við stofuborðið og voru að sauma út í koddaver með kontórsting eða einhverju þaðan af flóknara á meðan ungfrú yngsta barn dundaði sauma mér smekkbuxur. Ég er næstum viss um það að ég hefði nú sjálf reynt að draga úr svona krakka. En þarna kviknaði einhver áhugi og sérstaklega á því að sauma á saumavél. Þegar krakkarnir mínir voru litlir saumaði ég talsvert á þau. Elstu stelpuna átti ég þegar ég var 18 ára og saumaði á hana jólakjólinn þegar hún var eins árs. Svo lærði ég nú að hekla í fyrra, hjá samstarfskonum mínum í grunnskólanum sem eru miklir snillingar í höndunum. Það finnst mér skemmtilegt en ég tek nú samt prjónana framyfir. Ég var samt eiginlega alveg hætt að prjóna, fannst ég aldrei hafa tíma en þessi seinni ár er ég búin að vera ansi iðin við það og bara notalegt að setjast með prjónana á kvöldin. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Núna er á prjónunum barnapeysa, sem er reyndar alveg að verða búin og ég er búin með þrjár krakkapeysur frá áramótum. Ýmislegt annað hef ég nú prófað. Ég á það til að mála myndir, alltof sjaldan samt og hef farið á námskeið í bútasaum og lært að setja mósaikmynd á lampa. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Ég á nú í sjálfu sér ekki neitt uppáhaldshandverk en kannski er það ekki tilbúið enn. Mér datt nefnilega í hug í fyrra að storka aðeins sjálfri mér með því að hekla litlar dúllur úr garnafgöngum, fela svo á þeim endana og stinga þeim ofan í kassa. Einhvern tímann verða svo komnar það margar að það verði nóg í kúruteppi. Það held ég að gæti orðið uppáhalds vegna þess að þegar maður skoðar dúllurnar þá kemur svona: „Já, þetta var peysan sem þessi fékk og þarna er afgangurinn af vettlingunum sem þessi á.“ Held að það verði svolítið sniðugt. En upp úr stendur alltaf að loknu verki að sjá eitthvað fullskapað sem er ótrúlega skemmtilegt. Ég skora á Huldu Signýju Jóhannesdóttur að sjá um næsta þátt. Bóndinn Haddý í lopapeysunni. Hluti málverks sem er til sýnis á Hvoli í Vesturhópi.. Dúllurnar sem verða kannski seinna að teppi. Handsaumuð nálaveski. Lyfjaendurnýjun www.hsn.is Frá og með 2. maí 2018 verður einungis tekið á móti beiðnum um lyfjaendurnýjun á HSN Sauðárkróki á milli kl. 12:30 og 13:30 alla virka daga í síma 455 4020. Einnig mælum við eindregið með að fólk endurnýi lyf sín í gegnum https:/www.heilsuvera.is Vinsamlegast kynntu þér málið á heimasíðu okkar hsn.is/saudarkrokur 10 15/2018 Ferskur sem lindin tær Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.