Feykir


Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 18.04.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta Stólarnir í úrslit eftir rosa leik við ÍR Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í snargeggj- uðum körfuboltaleik í Síkinu sl. föstudagskvöld. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu, heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 í leik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni. Það var logn og vorblíða á Króknum þegar stuðningsmenn beggja liða brenndu í Síkið til að verða vitni að og taka þátt í fjórða leiknum í rimmu liðanna í undan- úrslitum Dominos-deildarinnar. Það var þó ljóst löngu áður en leikurinn hófst að það yrði engin lognmolla í Síkinu. Stólarnir höfðu gert góða ferð suður tveimur dögum áður og unnu ÍR í Seljaskóla, 69-84, með góðum leik. Með sigri í fjórða leiknum voru Stólarnir því á leið í úrslit. Leikurinn fór fjörlega af stað og líkt og í fyrri leikjum voru það Hester, Arnar og Pétur sem fóru fyrir Stólunum sem komust í 11-6. Ryan Taylor var greinilega betur stemmdur í liði ÍR en í leiknum í Hertz- hellinum í leiknum á undan og hann fór fyrir sínum mönnum. Staðan var 26-27 að loknum leikhlutanum. Stólarnir náðu upp betri vörn í öðrum leikhluta og náðu smá saman yfirhöndinni. Hannes Ingi átti síðasta orðið í fyrri hálfleik þegar hann laumaði niður þristi og staðan 52-45. Sjö stiga forystan var fljót að gufa upp í byrjun þriðja leikhluta því Sigurkarl gerði fyrstu þrjár körfurnar og minnkaði muninn í eitt stig. Þá smellti Hester í þrist og í raun voru bæði lið sterk í þriðja leikhluta, Stólarnir þó alltaf með forystu. Á lokamínútu leikhlutans gerði Hákon Hjálmars þristi fyrir ÍR en Pétur svaraði smekklegum flautuþristi. Staðan 76-69 fyrir lokaátökin. Hester meiðist á ökkla ÍR-ingar lögðu mikla áherslu á að halda Pétri og Arnari sem mest frá boltanum eða körfunni í fjórða leikhluta. Þetta riðlaði að sjálfsögðu sóknarleik Tindastóls sem varð strembnari eftir því sem á leið. Þegar sex mínútur voru eftir urðu Stólarnir síðan fyrir áfalli þegar Hester virtist snúa sig á ökkla þegar hann lenti ofan á Axel og í kjölfarið slengdi Taylor niður þristi og kom ÍR yfir, 78-80. Það varð fljótt ljóst að Hester gæti ekki tekið frekari þátt í leiknum og því fékk Chris Davenport tækifæri til að láta ljós sitt skína, en hann hefur nú ekki reynst sérlega happadrjúgur fyrir lið Stólanna. Nú leist stuðningsmönnum Tindastóls ekki á blikuna. Danero bætti við öðrum þristi og munurinn orðinn fimm stig, 78- 83, og rúmar fimm mínútur voru eftir. Nú stöppuðu Stólarnir í sig stálinu og börðust sem aldrei fyrr. Taylor braut óíþróttamanns- lega á Arnari sem setti bæði vítin niður og í framhaldinu fylgdi Davenport eftir skoti Axels og blakaði í körfuna. Munurinn eitt stig og nú var baráttan og spennan orðin þannig að það gat ekki nokkur maður setið í Síkinu. Taylor klúðraði tveimur vítum og Viðar kom Stólunum aftur yfir, 84-83. Sigurkarl klikkaði á þristi fyrir ÍR og Pétur skóflaði niður smart körfu eftir gegnum- brot. Næstu sóknir liðanna fóru forgörðum en loks var Taylor sendur aftur á vítalínuna og hann setti aðeins niður annað skotið sitt og munurinn tvö stig og innan við mínúta eftir. Troðslan© ógleymanlega Þá var komið að meistarastykk- inu. Staðan var 86-84 og Stólarnir þurftu nauðsynlega að auka mun- inn. Arnar fékk boltann og hann skellti sér í þriggja stiga skot. Það small á hringnum og boltinn skaust hátt til hægri. Þá kom Davenport skeiðandi að körfunni og virtist flestum sem hann ætti ekki nokkurn séns á að ná í boltann, kappinn stökk upp, teygði út hægri hendina, greip boltann og tróð með slíkum tilþrifum að Síkið trylltist. Davenport hafði dúkkað upp með ásinn á ögurstundu og trompað Stólana inn í úrslitin! En leikurinn var ekki búinn. Það voru enn 35 sekúndur eftir Danero minnkaði muninn strax í eitt stig en Arnar svaraði með tveimur vítum þegar sjö sekúndur voru eftir. Matti náði ágætu 3ja stiga skoti fyrir ÍR á síðustu sekúndu leiksins til að jafna en boltinn vildi ekki niður. Fólk dró andann. Stólarnir í úrslitaeinvígið Lið Tindastóls er því komið í úrslitaeinvígið í annað sinn á fjórum árum. Leikur liðanna í kvöld var frábær og bæði lið eiga mikið hrós skilið fyrir leiki sína í einvíginu sem voru harðir en heiðarlegir. Leikurinn í kvöld var spennandi og jafn allan tímann, allir leikmenn gáfu allt sem þeir áttu og margir stigu upp þegar á þurfti að halda. /ÓAB Áhorfendur kátir í Síkinu í leikslok. MYND: HJALTI ÁRNA Chris Davenport kom, sá og sigraði. Augnalikið eftir Troðsluna©. MYND: HJALTI ÁRNA Tindastóll – KR Fyrsti leikurinn í Síkinu á föstudag Það varð ljóst á laugar- dagskvöldið hverjir verða andstæðingar Tindastóls í einvíginu um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta tímabilið 2017-2018. Þá höfðu KR-ingar betur í einvígi sínu við deildar- meistara Hauka úr Hafnarfirði. Líkt og í einvígi Tindastóls og ÍR þurfti fjóra leiki til að leiða einvígið til lykta. Haukar unnu fyrsta leik liðanna en köstuðu svo frá sér sigri á lokamínútu annars leiks liðanna og í næstu tveimur reyndust Vesturbæ- ingar sterkari og sannarlega reynslunni ríkari en and- stæðingarnir í Haukum. Fyrsti leikur Tindastóls og KR verður á Króknum nk. föstudag. Bæði liðin verða að nota hvíldina vel því nokkur meiðsli eru að hrjá leikmenn; Hester og Arnar hjá Stólunum og í liði KR er Jón Arnór tæpur en Brynjar Þór virðist vera búinn að jafna sig af handarbroti. KR-ingar hafa hinsvegar styrkt liðið sitt í miðri úrslita- keppni og hafa kallað Helga Magnússon heim frá Banda- ríkjunum og þá hafa þeir bætt við sig öðrum Kana, Marcus Walker, sem lék með Vesturbæingum fyrir sjö árum en er enn skráður í KR. Ef bæði lið ná að sleikja sárin áður en rimman byrjar þá má sannarlega búast við hörkuleikjum. Annar leikjur- inn í rimmunni verður í Frostaskjóli á sunnudaginn, sá þriðji verð-ur í Síkinu miðvikudaginn 25. apríl. Ef úrslit hafa ekki ráðist í þremur leikjum verður aftur spilað í Vesturbænum laug- ardaginn 28. apríl og til þrauta í Síkinu 1. maí. /ÓAB 15/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.