Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 1
29
TBL
25. júlí 2018
38. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
María Ósk skrifaði Sveitar-
félaginu Skagafirði bréf
Langar í
ærslabelg á
Krókinn
Bletturinn á Hvammstanga
„Það var sagt að
það væri ekki hægt
að rækta hér“
Myndasyrpa og umfjöllun um
Húnavöku á Blönduósi
Vel heppnuð
Húnavaka
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Nýttu þér
netverslun
Skoðaðu vöruúrvalið
á lya.is
FYRIR HEYSKAPINN
Eigum til tinda og hnífa í flestar gerðir heyvinnuvéla,
einnig slöngur og dekk með eða án felgu.
& 453 8888 NETFANG velaval@velaval.is
BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227
Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir
Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta
Á fundi stjórnar SSNV, sem fram
fór þann 10. júlí sl. lagði Unnur
Valborg framkvæmdarstjóri fram
lista yfir nýkjörna aðalmenn í
sveitarstjórnum á starfsvæði
SSNV. Samkvæmt honum er konur
nú 47% sveitarstjórnarfulltrúa
samanborið við 38% á nýliðnu
kjörtímabili.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra er
skipuð fjórum körlum og þremur
konum. Fimm konur eru varamenn í
sveitarstjórn og tveir karlmenn.
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps er
skipuð fjórum konum og þremur
körlum. Fjórir karlmenn eru varamenn
í sveitarstjórn og þrjár konur.
Sveitstjórn Blönduósbæjar er skipuð
fjórum körlum og þremur konum.
Fimm karlmenn eru varamenn í
sveitarstjórn og tvær konur.
Sveitarstjórn Skagastrandar er skipuð
þremur körlum og tveimur konum.
Fjórar konur eru varamenn í
sveitarstjórn og einn karlmaður.
Hreppsnefnd Skagabyggðar er skipuð
þremur körlum og tveimur konum.
Fjórar konur eru varamenn í
hreppsnefnd og einn karlmaður.
Sveitarstjórn Skagafjarðar er skipuð
fimm konum og fjórum körlum. Fimm
karlmenn er varamenn í sveitarstjórn
og fjórar konur.
Hreppsnefnd Akrahrepps er skipuð
þremur körlum og tveimur konum.
Fjórar konur eru varamenn i
hreppsnefnd og einn karlmaður.
Nýliðar í sveitarstjórnum eru nú 67%
samanborið við 51% á nýliðnu
kjörtímabili. Með nýliðum er átt við
fulltrúa sem ekki sátu kjörtímabilið á
undan en í þeim hópi eru einhverjir
sem eru að koma inn í sveitarstjórnir
að nýju eftir hlé í eitt kjörtímabil eða
meira. /LAM
Sveitarstjórnarmál
Konur 47% kjörinna fulltrúa
á Norðurlandi vestra
Það brast á með þriggja daga blíðu í síðustu viku og krakkarnir á siglinganámskeiðinu í Sumar-TÍMinu á Króknum nýttu dagana vel. Námskeiðið er í umsjón
Siglingaklúbbsins Drangeyjar og á fimmtudaginn þegar fréttamaður Feykis var á ferð við höfnina voru óvenju margir krakkar á námskeiði að sögn leiðbeinandans enda
skein sólin í heiði. Reyndar var nokkur gola sem kom sér bara vel fyrir þá sem sigldu seglum þöndum á skútu og náðust ekki á mynd. MYND: FE
Sauðárkrókur
Lagt frá landi