Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 3
Eldur í Húnaþingi
byrjar í dag
Húnaþing vestra
Listahátíðin Eldur í
Húnaþingi hefst í dag
með opnunarhátíð kl.
18:00 við Félagsheimilið
á Hvammstanga og á
Bangsatúni. Boðið verður
upp á súpu til að næra
líkamann og eitthvað
verður við að vera fyrir
alla fjölskylduna. Hinn
árvissi atburður þar sem
heimamenn koma fram,
Mello Musika, er á sínum
stað annað kvöld kl. 20:30 í
Félagsheimilinu.
Dagskráin er mjög vegleg
en m.a. koma fram Moses
Hightower, Paparnir, Ylja, og
hinir margverðlaunuðu búk-
sláttarmenn Body Rhythm
Factory ásamt leikverkinu
Tatterdamalion – báðir þessir
erlendu atburðir eru fjöl-
skylduvænir. Sverrir Berg-
mann og Halldór Gunnar
spila í Borgarvirki á föstu-
dagskvöldi. Boðið er upp á
kvikmyndasmiðju námskeið,
heimsmeistaramótið í klepp-
ara fer fram, sameiginlegt lið
Kormáks/Hvatar tekur á móti
Kríu á Hvammstangavelli á
laugardaginn og á sunnu-
dagsmorgun verður strand-
hreinsun og kaffimorgunn í
samstarfi við Ocean Con-
servancy.
Ásgeir Trausti lokar svo
hátíðinni með tónleikum í
Ásbyrgi á Laugabakka á
sunnudagskvöldið kl. 21:00.
Ítarlegri dagskrá má finna á
vef hátíðarinnar www.
eldurihun.is. /LAM
Enn aukum við
gæðin & þjónustuna
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Nú höfum við tekið í gagnið nýja stafræna prentvél, Canon imagePRESS C700, sem skilar
frábærum gæðum og gerir okkur kleift að auka enn við þjónustuna. Nú getum við rennt í
gegn allt að 300g þykkum pappír, vélin getur prentað á allt að 70 blöð á mínútu og skilar
frábærum myndgæðum.
Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Með tilkomu Canon ImagePRESS C700 getum við boðið
viðskiptavinum okkar upp á hagstæðari, fjölbreyttari og
skilvirkari þjónustu. Stafræn prentun hentar sérstaklega vel
fyrir þá sem eru ekki að leita eftir miklu upplagi í prentun.
Leitaðu ekki langt yfir skammt
– kíktu í Nýprent!
BÆKLINGAR ÁRSSKÝRSLUR BOÐSKORT PLAGGÖT EINBLÖÐUNGAR NAFNSPJÖLD MATSEÐLAR MARKPÓSTUR
ný
pr
en
t e
hf
/
0
32
01
8
Norðurland vestra
Hundakostur lögreglunnar
til lögreglustjórans á NV
Morgunblaðið greindi frá því
í síðustu viku að lögreglu-
stjóranum á Norðurlandi
vestra hafi verið falin umsjón
með hundakosti lögreglunnar
hér á landi.
Morgunblaðið hefur undan-
farið fjallað um aðgerðaleysi í
málefnum fíkniefnahunda á
landinu en í samtali við Sigríði
Á. Andersen, dómsmálaráð-
herra, kemur fram að nú muni
verða breyting á málaflokknum
og tekið á málum af festu.
Sigríður segir að öll lög-
regluembættin á landinu verði
framvegis í samstarfi við lög-
reglustjórann á Norðurlandi
vestra hvað hundakost varðar.
„Aðstæður eru þannig að hann
getur tekið við þessu og þannig
verður þessu háttað. Hjá
honum verður lögreglumaður
sem mun taka þetta verkefni að
sér og verður í raun þessi yfir-
hundaþjálfari sem eitt sinn
starfaði hjá ríkislögreglustjóra.“
Umræddur lögreglumaður
mun vera Steinar Gunnarsson á
Sauðárkróki. /FE
Norðurland vestra
Kirkjugarður finnst í Utanverðunesi
Í sumar hefur verið unnið
að rannsóknum á vegum
Skagfirsku kirkju- og byggða-
sögurannsóknanna í Hegra-
nesi fjórða árið í röð en það er
samstarfsverkefni Byggða-
safns Skagfirðinga og forn-
leifarannsóknastöðvarinnar
Fiske Center í UMass Boston.
Rannsóknirnar hafa þann
tilgang að skoða aldur og
dreifingu elstu byggðar í Hegra-
nesi og tengsl byggðaþróunar
við kirkjusögu svæðisins.
Á heimasíðu Byggðasafns
Skagfirðinga segir að við rann-
sóknina í sumar hafi m.a. fundist
forn kirkjugarður í landi Utan-
verðuness en í fyrra sýndu
ratsjármælingar vísbendingar
um mögulegan kirkjugarð rétt
sunnan við garðinn kringum
íbúðarhúsið. Vísbendingar um
að þar hafi verið kirkja finnast í
bréfi frá 14. öld þar sem segir að
presturinn á Sjávarborg fái greitt
fyrir að syngja messu í Keflavík,
Utanverðunesi og á Hellulandi.
Eru það einu ritheimildirnar
sem fundist hafa en áður var
upphækkun sem kallaðist
Kirkjuhóll í túni sunnan bæjar-
ins og voru sögusagnir um
kirkjugarð tengdar hólnum.
„Könnunarskurður var tek-
inn í sléttuðu túni rétt sunnan
við meinta kirkju samkvæmt
jarðsjármyndinni. Í ljós komu
mögulegar leifar veggjar sem
hlaðinn hefur verið eftir 1104 og
gætu verið leifar bænhússins frá
14. öld. Neðan 1104 gjóskunnar
komu svo í ljós samskonar
uppfyllingar torflög og fundist
hafa í öðrum samtíða
kirkjugörðum. Þessi lög hafa
verið sett í garðana til að slétta úr
misfellum í landslagi og til að
auðvelda greftrun í þeim. Í
uppfyllingarlaginu sáust svo
útlínur einnar grafar. Á um 60
sm dýpi fundust svo leifar kistu
og í henni beinagrind. Það er því
ljóst að þarna hefur verið
kirkjugarður á 11. öld sem hefur
verið aflagður snemma þótt
þarna stæði áfram bænhús
a.m.k. fram á 14. öld,“ segir á
heimasíðu Byggðasafns-ins. /FE
Á myndinni má sjá staðsetningu könnunarskurðsins sem grafinn var á túni
Utanverðuness. MYND: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Mynd tekin í gæðaúttekt á lögregluhundum sumarið 2016. Steinar Gunnarsson þriðji
frá hægri. MYND: HÖSKULDUR B. ERLINGSSON
29/2018 3