Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 4
2. deild karla : Tindastóll - Kári Kári hirti öll stigin á föstudaginn Strákarnir í meistaraflokki Tindastóls þurftu að láta í minni pokann fyrir liði Kára frá Akranesi sl. föstudagskvöld er liðin áttust við í 2. deildinni í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli. Staða Stólanna er ansi þung þar sem þeir sitja í næstneðsta sæti deildarinnar og því í fallsæti. Það voru Káramenn sem skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra Alexander Már Þorláksson á 31. mínútu og Andri Júlíusson á þeirri 42. og því 2-0 í hálfleik fyrir gestina. Það var svo Jónas Aron Ólafsson sem minnkaði muninn fyrir heimamenn á 50. mínútu og þar við sat allt til enda leiks. Dómari leiksins var gjafmildur á gula spjaldið en alls lyfti hann því sjö sinnum, tvisvar til Káramanna en fimm sinnum til Stóladrengja. Eins og áður segir er Tindastóll í fallsæti, situr í 11. og næst neðsta sætinu með 11 stig en baráttan er hvergi nærri búin þar sem sex leikir eru eftir til að laga stöðuna. Höttur er sæti ofar með 14 stig og Víðir og Leiknir Fjarðabyggð eru í 8. og 9. sætinu, bæði með 16 stig en Þróttur úr Vogunum virðist hafa náð að hrista falldrauginn af sér og er með 23 stig. Þau skemmtilegu tímamót urðu hjá reynsluboltanum og varnarjaxlinum Bjarka Árnasyni að hann spilaði sinn 200. leik með Tindastól og ástæða til að óska honum til hamingju með þann merka áfanga. Stólarnir léku gegn Hetti í gær en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. /PF Bjarki Árna náði þeim áfanga að spila sinn 200. leik fyrir Tindastól. Vel gert! MYND: ÓAB Margt á döfinni í skólasamfélaginu í Skagafirði Fræðsludagur skólanna í Skagafirði Um 200 starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði voru saman- komnir í Miðgarði á miðvikudag í síðustu viku þegar Fræðsludagur skól- anna í Skagafirði var hald- inn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og segir Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, að ekki hafi verið annað að merkja en starfsmenn skólanna væru ánægðir með daginn og þættu erindin sem flutt voru áhugaverð og gott veganesti inn í nýtt skólaár. Meðal þess sem á dagskránni var má nefna umfjöllun Sunnu Bjarkar Atladóttur, lögmanns hjá PACTA og persónuverndar- fulltrúa Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, og Helgu Harðardóttur, kennsluráðgjafa hjá Fræðslu- þjónustu Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, um nýju persónuverndar- löggjöfina, erindi frá Blátt áfram um heimilisofbeldi og erindi Ingva Hrannars Ómarssonar, kennsluráðgjafa og verkefna- stjóra hjá Sveitarfélaginu Skaga- firði sem nefndist Sáttmáli um skjánotkun. Aðalfyrirlesari dagsins var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, sem fjallaði um menntun og uppeldi. Það er óhætt að segja að erindi Kára hafi vakið óskipta athygli þeirra sem á hlýddu enda er Kári ekki þekktur fyrir að lúra á skoðunum sínum. Þessa dagana eru skólarnir að hefja göngu sína að loknu sumarleyfi. Að sögn Herdísar Á. Sæmundardóttur er nemenda- fjöldi grunnskólanna í Skagafirði svipaður og í fyrra eða rétt um 500 nemendur. Rúmlega 200 nemendur eru í leikskólum fjarðarins en skráningu í tónlistarnám er enn ekki lokið. Heildarfjöldi starfsmanna í grunn-, leik- og tónlistarskólum eru rúmlega 200 manns í u.þ.b. 190 stöðugildum. Herdís segir að sem betur fer sé starfsmannaveltan ekki mjög mikil hjá í skólasamfélaginu í Skagafirði sem eigi því láni að fagna að hafa á að skipa stóran hóp starfsmanna með mikla reynslu og þekkingu þó alltaf sé eitthvað um breytingar og nýráðningar í svo stórum hópi starfsmanna. Skóli snýst um að hlúa að þörfum barnanna Aðspurð að því hvort eitthvað nýtt sé á döfinni í skólamálum í héraðinu segir Herdís: „Það er mjög margt á döfinni í skólasamfélaginu í Skagafirði. Á næsta skólaári verður unnið með svokallað ytra mat á skólastarfi en lög um leik- og grunnskóla gera ráð fyrir að gæðamat á skólastarfi sé þríþætt, þ.e. innra mat eða sjálfsmat, ytra mat sveitarfélagsins og síðan ytra mat á landsvísu. Það sjálfsmatskerfi sem við notum er að skoskri fyrirmynd og við höfum notað það í áraraðir og erum afar ánægð með það. Á undanförnum misserum höfum við svo verið að þróa ytra mat sveitarfélagsins, einnig að skoskri fyrirmynd, sem við munum fara af stað með í vetur. Umræðan um skaðleg áhrif mikillar skjánotkunar hefur verið mikil í samfélaginu og eins og kunnugt er hafa skólar í Skagafirði tekið upplýsinga- tæknina kröftuglega í sína þágu. Eins og allt sem nýtt er þarf að skoða allar hliðar vel og við viljum bregðast við vangaveltum og áhyggjum af mikilli skjánotkun með gerð svokallaðs sáttmála um skjánotkun á milli barna, foreldra og skóla. Árið 2008 var samþykkt skólastefna fyrir Sveitar- félagið Skagafjörð. Sú stefna var vel unnin og hefur staðist tímast tönn að mjög mörgu leyti. Það er þó kominn tími til að taka hana til endurskoðunar m.a. með tilliti til breyttra viðhorfa í samfélaginu sem og breyttra kennsluhátta. Næsta skólaár munum við hefjast handa við endurskoðun stefnunnar og við vonumst til að allt skólasamfélagið, og raunar íbúar allir, leggi okkur lið í þeirri vinnu. Stefnan, sem mun heita Menntastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2018-2033, verður sem sagt unnin í víðtæku samráði. Við vonumst til að geta kynnt fyrstu drög að stefnunni á fræðsludegi 2019 en verkefnið er stórt og viðamikið og mun taka tíma,“ segir Herdís. „Það er alltaf gaman á þessum tíma þegar skólarnir eru að hefja starf aftur eftir gott sumarleyfi og fræðslu- dagurinn er gott upphaf á vetrarstarfinu. Skóli snýst um að hlúa að þörfum barnanna í samfélaginu okkar, menntun þeirra, þroska og líðan. Okkar hlutverk er að hjálpa þeim áfram veginn og því er afar mikilvægt að íbúar allir, ekki síst þeir sem starfa í skólunum og skólaþjónust- unni snúi bökum saman og rækti jákvæðan skólabrag þar sem nemandinn og velferð hans er í fyrirrúmi,“ segir Herdís Á. Sæmundar- dóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- sviðs Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar. /FE Kári Stefánsson flutti erindi um menntun og uppeldi. MYNDIR FE Um 200 starfsmenn skóla voru samankomnir í Miðgarði. 4 31/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.