Feykir


Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 22.08.2018, Blaðsíða 7
er búin að vera að selja í þessar verslanir í 20 ár og það gengur alltaf,“ segir Gréta. „Þetta hefur auðvitað þróast á öllum þessum árum, ég held þær séu svolítið fallegri í dag, bæði kindurnar og annað, heldur en þær voru fyrst,“ bætir hún hlæjandi við. Er stoltust af Afrópíunum og kindunum Til eru ýmsar tegundir af leirbrennslu en Gréta notar tvær aðferðir, svokallaða hábrennslu þar sem brennt er í rafmagnsofni við rúmlega 1200 gráður og rakubrennslu sem fer þannig fram að þegar búið er að hrábrenna hlutinn og glerja fer hún með hann í gasofn í öðru húsi. Þar er leirinn hitaður í rúmar 900 gráður og þarf að taka hlutinn úr ofninum meðan hann er svona heitur. Þá er hann settur í spæni sem kviknar í við hitann og eldurinn gerir það að verkum að sprunguáferð myndast á glerungnum sem er til þess gerður að þola þessa meðferð. Svo er hluturinn settur í vatn til þess að stoppa brennsluna og loks þarf að þrífa allt með stálull. „Þetta er mikil vinna en það er alltaf gaman að sjá hvað kemur út þegar maður er að pússa hlutinn upp úr öskunni, sjá hvernig sprungurnar koma út. Þetta er svona stærsti hlutinn af minni framleiðslu, þessi brennsla,“ segir Gréta en sem dæmi um muni sem hún framleiðir með þessari aðferð eru Afrópíurnar vinsælu sem margir kannast við. Hverjar af vörunum finnst þér skemmtilegast að vinna, geturðu gert upp á milli? „Það sem ég er eiginlega stoltust af í hönnun eru þessar Afrópíur og kindurnar, það er það sem ég er stoltust af að hafa hlotnast að skapa,“ segir Gréta eftir nokkra umhugsun. „Ég er líka mjög sátt við selshausinn. En það er yfirleitt gaman að vera með þetta í höndunum. Þegar ég er að gera þessar Afrópíur þá er kannski meira ófyrirséð hvernig þær enda, maður leikur það svoldið af fingrum fram. Selshausana steypi ég í mótinu en það er voða gaman að sjá hvernig þeir koma út úr brennslunni. En svo er eitt sem ég fór að gera fyrir svona tveimur árum, það eru þessar smjörkrúsir,“ segir Gréta og sýnir blaðamanni tvöfalda krús þar sem sú innri er götótt og áföst lokinu. „Maður setur bara með tímanum, t.d. hvar glerungurinn kemur fallegast út eftir því hvar í ofninum hann er. Það getur munað hvort þú ert með hann efst eða neðst í ofninum.“ En er mikið um afföll? Gréta hlær. „Það fer minnkandi, en þegar ég var að byrja þá var ansi oft sem hluturinn kom nú ekki vel út - en það var haldið áfram.“ Þú hefur verið alveg ákveðin í því að leggja þetta fyrir þig þegar þú fékkst bakteríuna. “Ég er stundum að hugsa um það í dag af hverju ég gafst ekki bara upp, því að stundum þegar maður opnaði ofninn, þá lá við að maður gæti grátið því útkoman var nú ekkert alveg eins og maður ætlaði.“ Aðspurð að því hvað þá hafi helst verið að segir Gréta að það hafi helst verið glerungurinn. „Maður þarf að sjá út hvað á að setja þunnt eða þykkt og hvort hann passar á hverja leirtýpu og það er svo margt svona sem maður lærir bara með því að horfa á það sem maður fær út úr ofninum. Það er málið eiginlega.“ Fórstu fljótlega að selja vöruna þína eftir að þú byrjaðir? „Já, ég held það hafi verið u.þ.b. ári eftir að ég fór á þetta leirnámskeið sem ég fór á fyrstu Hrafnagilshátíðina. Það var svo merkilegt að það seldist þetta dót, það er eiginlega alveg ótrúlegt,“ segir Gréta og skellihlær. „Upp frá því fór ég að selja í Bardúsa, fyrir 25 árum. Síðan hefur maður verið að basla við þetta, að reyna að finna upp eitthvað að búa til. Ég man nú alveg eftir því, fyrst þegar ég var með leirpokann í höndunum, að ég hugsaði bara „hvað á ég eiginlega að búa til?“ Hugmyndirnar voru ekki á hverju strái. En í dag held ég að ég fái miklu fleiri hugmyndir en ég nokkurn tíma reyni að búa til.“ Listmunir Grétu eru fjölbreytilegir, margs konar skrautmunir og plattar en einnig hannar hún ýmsa nytjahluti. En hvaðan skyldu hugmyndirnar koma, kvikna þær bara af sjálfu sér? „Ég veit það ekki, maður er náttúrulega alltaf að horfa í kringum sig, þetta bara einhvern veginn kviknar. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. T.d. Afrópíurnar mínar, leirinn rýrnar en það gerir járnið ekki, og það þenur sig í hitanum í ofninum, þetta kom ekkert alveg strax hjá mér og það voru mikil afföll en ég baslaðist áfram og þetta er útkoman, þessar Afrókellingar,“ segir Gréta en Afrópíurnar hennar eru búnar til, eins og ýmsir fleiri munir, úr leir og járni. „Svo fór ég að búa til fuglana og svo trén og jólasveina og eitt og annað. Það þarf að vera ákveðið rakastig í leirnum þegar maður setur járnið á þannig að þetta er svona svolítil kúnst. Svo hef ég verið að gera dálítið af því að setja járn á kertastjaka. Þetta sem ég er að selja í þessar ferðamannaverslanir það eru plattarnir, kindurnar, Afrópíurnar og fuglarnir og ég Gréta vinnur við selshaus. MYND ÚR EINKASAFNI Sýnishorn af vörunum hennar Grétu. smjörið í þessa innri með götunum, þjappar og setur vatn í krúsina og lokar og svo er smjörið alltaf passlegt til að smyrja með. Þessari hugmynd, sem er líklega aldagömul, var gaukað að mér, það var fólk sem hafði keypt sér svona erlendis sem sýndi mér sína. Svo fór ég í að búa til mína útfærslu, þróa og finna út hver stærðarmunurinn þyrfti að vera, það var þó nokkuð mál, en þetta er nú loksins orðið þannig að ég get lokað þeim. Leirinn er þannig að hann breytir sér stundum í hábrennslunni, þó hann eigi að vera hringur þá breytir hann kannski um lögun ef maður hefur eitthvað hreyft við honum eftir að hann kom úr mótinu þá vill hann breyta sér í brennslunni en ég er búin að ná því að búa mér til mót þannig að þetta tekst yfirleitt. Það er heljarvinna við þetta allt saman en ég er sátt við útkomuna á þeim.“ En skyldi Gréta grípa í eitthvert annað handverk á kvöldin þegar vinnudegi á leirverkstæðinu lýkur? „Nei, ég get nú eiginlega ekki sagt það. Oft á tíðum er ég kannski bara búin að ofbjóða puttunum í þessu þannig að það er varla hægt að bjóða þeim upp á að setjast niður og fara kannski að prjóna eða sauma. En ég hugsa með mér að það ætli ég að gera í ellinni, þegar ég verð orðin gömul, hvort sem það verður eða ekki, það kemur í ljós,“ segir leirlistakonan Gréta að lokum. Afrópíurnar og selirnir eru meðal þeirra muna sem Gréta er sérlega ánægð með. Kindurnar hafa alltaf notið vinsælda. Munirnir sem Gréta hannar eru fjölbreytilegir. 31/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.