Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 8

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 8
Bændamarkaður á Hofsósi Almenn ánægja með hvernig til tókst Síðasta sunnudag í september var haldinn Bændamarkaður á Hofsósi og var hann jafnframt síðasti markaður sumarsins. Bændamarkaðurinn var haldinn í samstarfi Matís og bænda og framleiðenda í Skagafirði og lagði Þjóðminjasafn Íslands til húsnæði undir markaðinn sem haldinn var í hinu 250 ára gamla Pakkhúsi á Hofsósi. Að sögn Rakelar Halldórs- dóttur, starfsmanns Matís og aðal hvatamanns að verkefninu, gekk markaðurinn vonum framar. Haldnir voru fimm markaðir þar sem 15 bændur, framleiðendur og handverks- fólk á svæðinu seldu afurðir sínar og handverk og fengu afar góðar viðtökur. Rakel segir að komið hafi í ljós að um sé að ræða vettvang sem skapi bændum og framleiðendum svæðisins raunverulega tekju- leið til viðbótar við aðrar hefðbundnar leiðir. „Þá hefur komið í ljós að um er að ræða vettvang sem er tilvalinn til vöruþróunar, þar sem fram- leiðendurnir geta metið við- tökur nýrra afurða og afurða í þróun. Tengja má bæði auknar tekjur og aukna vörunýsköpun framleiðenda svæðisins við viðhald og uppbyggingu byggðar, og má því færa rök fyrir því að um sé að ræða vettvang sem styður viðhald og uppbyggingu byggðar og mannlífs á svæðinu. Auk þess er um að ræða leið til lifandi miðlunar menningarsögu og -hefða svæðisins, sem matar- menning, hefðir og handverk er sannarlega mikilvægur hluti af, og félagslegan vettvang þar sem fólk kemur saman, myndar tengsl og upplifir afurðir náttúruauðlinda svæðisins og hagleikshandverk íbúa þess frá fyrstu hendi,“ segir Rakel. „Aðstandendur Bændamark- aðarins Hofsósi, Matís ohf., í samvinnu við bændur og aðra framleiðendur og handverks- fólk í Skagafirði, eru hæst- ánægðir með árangur af starfsemi markaðarins sumarið 2018,“ bætir hún við. Sigrún Indriðadóttir á Stórhóli í Skagafirði er ein þeirra sem buðu varning sinn til sölu á Bændamarkaðnum á Hofsósi. Sigrún segist vera ánægð með hvernig til tókst og að almenn ánægja sé hjá þeim sem seldu afurðir sínar á mark- aðnum. Hún segir markaðinn hafa verið vel kynntan og fengið góðar viðtökur. Við- skiptavinirnir hafi komið víða að og margir komið aftur og aftur. Hún segir að Bændamarkaðurinn sé kominn til að vera, gjarnan með fleiri bændum og viðrar þá hugmynd að hægt væri að hafa markaðinn færanlegan þannig að hann yrði haldinn á öðrum stöðum ef svo bæri undir. Næst er stefnt að jóla- markaði Bændamarkaðarins á Hofsósi í desember, auk þess sem skipulag markaðarins næsta sumar, sumarið 2019, er þegar hafið. Sigrún Indriðadóttir á Stórhóli hefur margt á boðstólum, meðal annars geitakjöt. UMFJÖLLUN Fríða Eyjólfsdóttir Marglitar sápur úr smiðju Ástu Búadóttur.Rakel Halldórsdóttir, starfsmaður Matís. MYNDIR: FE Það er blómlegt um að litast hjá Maríu Reykdal á Starrastöðum. viku. Ég keyri út mat fyrir Kaffi Krók til fyrirtækja í hádeginu. Ég kom með mat og einhver sagði. „Hva! Ert þú farinn að vinna við útkeyrslu?“ Ég sagði að ég væri eins og Sumarliði, ég vissi allt og gæti allt og svo gæti ég vel verið fullur líka. En það er bara gaman af þessu. Þetta er klukkutíma törn, maður fer inn í fyrirtækin og skutlar mat inn og tekur bakkana frá deginum áður. Jú, það er alltaf nóg að gera,“ segir hann með áherslu Þar sem Björn er hafsjór af sögum og ekki síst fróðleik gæti manni dottið í hug að hann nýtti frítíma sinn til að skrifa bók eða bækur. Hann segist ekki getað neitað því alveg og því fylgir að sjálfsögðu saga. „Fyrir nærri 20 árum kom Hjalti Páls til mín með þykka bók og sagði: -Ég ætla að gefa þér bók. -Þakka þér fyrir, það er fallega gert af þér. Og um hvað er hún? -Ja, ég veit það ekki, segir Hjalti. -Nú, það er skrítið. -Já, þú átt eiginlega að sjá um það sjálfur, segir hann. Þá voru þeir að byrja að binda Byggðasöguna og ákveða útlitið á henni og bjuggu til þykkar bækur í misstóru broti til prufu. Hjalti gaf mér eina bók og ég átti að skrifa inn í þetta sögur og vísur og allt sem mér dytti í hug. Og ég get ekkert neitað því að ég er búinn að mylgra í þessa bók ýmsu í gegnum tíðina, sumu sönnu og sumu mis-sönnu sem maður hefur heyrt, sögum og vísum, bæði sem ég hef gert sjálfur og eftir aðra. Ég er kominn vel aftur fyrir miðja bók,“ segir Björn en neitar því að hún eigi eftir að verða gefin út sem slík. „En hún verður bara til, enda er þetta handskrifuð bók,“ segir hann. Björn hefur til margra ára verið fréttaritari Moggans og er það kannski að hluta til enn. Hann segist gera það sem hann sé beðinn um að gera. „Annað geri ég ekki!“ Þau hjón Birna og Björn héldu upp á 75 ára tímamótin um síðustu helgi, buðu til veislu í sal Oddfellow reglunnar á Króknum. Þar mættu fjölskyldur þeirra, vinir og samstarfsmenn og áttu góða kvöldstund saman. Margar voru sögurnar sem sagðar voru af Birni og hann sjálfur bætti á binginn og gaman að rifja eina upp sem gerðist í skólanum á Hofsósi og lýsir hrekkjalómnum, Birni, vel og kannski starfsandanum sem fylgdi honum. Björn notaði neftóbak og var iðulega með dósina með sér. Einhverju sinni liggur hún á glámbekk og samstarfsfélaga dettur í hug að hrekkja Björn örlítið. Tekur tóbakið úr dósinni og geymir í kaffifílterspoka á meðan hrekkurinn næði hámarki. Svo kemur að því að Björn ætlar að fá sér tóbak en verður var við að eitthvað hafi verið átt við dósina og grunar strax húsvörðinn um græsku og finnur hvar tóbakið var geymt. Lætur hann á engu bera en áður en hann fer heim setur hann filterinn með tóbakinu á kaffikönnuna því hann vissi að sá sem hrekkinn gerði myndi hella upp á seinna um kvöldið þegar fundur yrði haldinn í einu foreldrafélaginu. Var ekki að sökum að spyrja að undarleg og ógeðfelld lykt fyllti fundarherbergið þegar heitt vatnið flæddi í gegnum tóbakið og úr varð drykkur sem enginn kærir sig um að drekka. En hvað er framundan? „Ég held að það verði bara áfram skemmtilegir tímar og meðan maður getur gert eitthvað sem annað hvort er til gagns eða gamans þá er þetta bara fínt,“ segir Björn og við verðum sammála um að það séu bara fín lokaorð. Ingibergur og Sigrún Kjartansbörn og móðir þeirra, Sigurlaug Eymundsdóttir, seldu ýmsar fiskafurðir. 8 38/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.