Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 9

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 9
Frumsýning á leikritinu Ævintýrabókin hjá Leikfélagi Sauðárkróks Þegar ævintýra- persónurnar sýna attitúd Frumsýning er alltaf sérstök hátíð í hjörtum leikhúsfólks. Hvort heldur sem þú ert leikari í sýningunni eða leikhúsgestur á frumsýningu, þá er alltaf viss spenningur sem fyllir hjartað og tilhlökkunin gífurleg, og þá sérstaklega þegar um er að ræða barnaleikrit. Þannig leið mér þegar ég settist í sætið mitt á frumsýningu Ævintýrabókarinnar. Leikritið byrjar á því að Dóra, leikin af Birgittu Pétursdóttur, les fyrir okkur ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn, en eitthvað eru sögupersónur ævintýrsins ósáttar við eigin örlög og að upplifa þau aftur og aftur, og segja upp starfi sínu. Það kemur í hlutverk Dóru litlu að reyna að koma skikki á ævintýrin aftur og er söguþráðurinn vægast sagt hin frábærasta skemmtun! Nokkrir af góðkunningjum Leikfélags Sauðárkróks svífa um sviðið og gefa leikritinu kunnuglegan sjarma, aðrir eru að koma fram í annað eða þriðja sinn en tók ég eftir því að nokkrir eru að stíga á stokk í fyrsta skipti og stóðu þau sig öll með glæsibrag. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit á sviðinu og ég sé ekki betur en að framtíð Leikfélags Sauðár- króks sé björt með þessa krakka á fjölunum. Þó að allir hafi staðið sig með sóma þá eru þó alltaf einhverjir sem fanga hug manns. Haukur Skúlason sem úlfurinn í Rauðhettu er nátt- úrulega bara gangandi meist- arastykki og stígur ekki feilspor hér frekar en fyrri daginn. Ingi Sigþór Gunnars- son var í hlutverki stígvélaða kattarins og var einstaklega sannfærandi, skemmtilegur og lifandi á sviðinu. Róbert Smári Gunnarsson var í hlutverki gleymna vinnu- mannsins og lék hann svo skemmtilega að manni var eiginlega orðið sama um það úr hvaða ævintýri hann var, svo lengi sem hann væri áfram á sviðinu. Prins öskubusku var leikinn af Ásbirni Waage. Þetta er lítið hlutverk og er Ásbjörn ekki lengi á sviðinu sem er algjör synd því þarna er á ferðinni mjög flottur leikari. Hann átti alla athygli um leið og hann steig á sviðið með fagmannlegri og flottri sviðsframkomu sinni, og hélt hann athygli minni þangað til hann gekk út. Óskar Marteinn Helgason og Inga Dóra Ingi- marsdóttir léku skógarhöggs- manninn og konu hans, og eru þau án efa kómískasta par sýn- ingarinnar. Óskar Marteinn var frábær og stórfyndinn sem hinn taugaveiklaði og undir- gefni eiginmaður og átti Inga Dóra stjörnuleik sem hin stjórnsama húsmóðir. Dverg- ana sjö finnst mér ég verða að nefna, en þeir voru algjörlega frábærir allir sem einn en var þó þar fremstur í flokki Hlífar Óli Dagsson. Hlífar lék dverginn Kát og stóð hann algjörlega undir nafni og kætti okkur úti í sal í leiðinni. Það sem mér fannst mjög sjarmerandi við þessa sýningu er það að í sviðsmyndinni eru engir leikmunir að undan- skildu rúminu sem er vinstra megin á sviðinu allan tímann. Þetta finnst mér brilliant ákvörðun hjá leikstjóranum, Ingrid Jónsdóttur, enda eru svona minimalískar sviðs- myndir alltaf í miklu uppá- haldi hjá mér. Mér fannst það skína í gegn alla sýninguna að Ingrid er mikill húmoristi, og er leikritið svo uppfullt af fyndnum smáatriðum að maður þyrfti eiginlega að sjá leikritið tvisvar til að ná þeim öllum. Það getur verið vanda- samt að leikstýra svona stórum leikarahóp en Ingrid valdi augljóslega í hlutverkin af kostgæfni með styrkleika hvers leikara í huga. Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki hennar seinasta uppfærsla með Leikfélagi Sauðárkróks. Leikritið Ævintýrabókin er stórkostleg skemmtun! Ævin- týrin í verkinu eru sögur sem allir kunna, stórir og smáir, og þó svo að þetta sé flokkað sem barnaleikrit þá er þetta verk fyrir alla. Ég tók dóttur mína og systurdóttur með mér og ég er ekki viss hver af okkur skemmti sér best, ég verð allavega með strengi í magan- um eitthvað fram í miðja viku af hlátri. Í verkinu er eitthvað fyrir alla og því er það full- komin skemmtun fyrir alla fjölskylduna á þessum fallegu haustdögum. Ég mæli svo innilega með því að allir kíki á þessa sýningu a.m.k. einu sinni, ég allavega mun reyna að kíkja aftur á sýningu áður en þeim lýkur. KÍKT Í LEIKHÚS Hrafnhildur Viðarsdóttir Stelpurnar í meistaraflokki Tindastóls voru í miklum ham í 2.deildinni í fótbolta sumar, unnu ellefu leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Endaði liðið með 34 stig, jafnmörg og Augnablik sem stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar með betra markahlutfall. Vigdís Edda Friðriksdóttir stimplaði sig rækilega inn í liðið með góðum leik og mikilli hörku, skoraði tíu mörk í 14 leikjum og krækti í fjögur gul spjöld. Árangur hennar vakti athygli víðar en á Króknum því hún var valin í lið ársins hjá Fótbolta.net þar sem þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni völdu á listann. Vigdís Edda býr á Sauðárkróki er af árgangi 1999 og er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Hvar ólst þú upp? - Ég er alin upp á Sauðárkróki, en þegar ég var sex ára flutti ég til Noregs og bjó þar í tvö ár. Þar byrjaði ég að æfa fótbolta með Koll í Osló, sama liði og Katrín Jónsdóttir fyrrum landsliðsfyrirliði æfði með. Hverra manna ertu? -Foreldrar mínir eru Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur, og Friðrik Þór Ólafsson, smiður. Íþróttagrein: -Fótbolti Íþróttafélag/félög: -Tindastóll, Sauðárkróki og Koll, Osló. Helstu íþróttaafrek: -Að koma liðinu aftur upp um deild, það gerðist í sumar og munum við spila í Inkasso deildinni á næsta ári. Fékk einnig þann heiður að vera valin í lið ársins í 2. deild af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. Skemmtilegasta augnablikið: -Það mun vera þegar við lentum 2-5 undir á móti Gróttu fyrr í sumar og kláruðum leikinn með sigri 6-5 og komum okkur í virkilega góða stöðu í deildinni. Neyðarlegasta atvikið: -Held að það hafi verið á Reycup 2014 þar sem ég tók miðju, sendi boltann fram og missteig mig á fyrstu mínútu leiksins. Kom svo í ljós að ég var með rifið liðband í ökklanum og var meidd í einhverja mánuði. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei, engin þannig en spila alltaf með vettlinga. Uppáhalds íþróttamaður? -Auð- vitað Frank Lampard. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Veit það ekki … keppa við Önnu Margréti í glímu, myndi pottþétt vinna... Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Ég er með mikið keppnisskap, sniðglíma á lofti yrði mitt leynivopn og það myndi gera útaf við Önnu. Þótt hún vinni reyndar flest alla slagi. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Kláraði framhaldskólann í vor. Lífsmottó: -Að hafa trú á sjálfum sér. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Ég lít mikið upp til ömmu minnar Eddu Lúðvíksdóttur sem var sjálf mikil íþróttakona. Hún hefur alltaf haft mikla trú á mér og þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Hef eytt miklum tíma með henni í gegnum tíðina og lært mikið af henni. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Það er komið stutt frí í boltanum, þannig að það er bara verið að taka því rólega. Ég klára- ði framhaldskólann í vor, svo nú er ég að vinna. Hvað er framundan? -Halda áfram að æfa vel og verða betri leikmaður, en sumarið er alveg óljóst og framtíðin öll. Vigdís Edda Friðriksdóttir Valin í lið ársins í 2. deild ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is Vigdís Edda á fullri ferð gegn leikmanni Völsungs í sumar. MYND: ÓAB 38/2018 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.