Feykir


Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 10.10.2018, Blaðsíða 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS:: Gríma. Feykir spyr... Hvernig spáir þú gengi meistaraflokka Tindastóls í körfunni? Spurt á Facabook UMSJÓN palli@feykir.is „Fyrsta sætið hjá körlunum og neðri hluti deildarinnar hjá konunum þar sem við erum með nýtt lið þar.“ Unnur Rún Sigurpálsdóttir „Hef fulla trú að þetta verði árið okkar í karla körfunni og við löndum þeim stóra í vor. Kvenna liðið er að fara að berjast um 3-4 sætið.“ Elvar Örn Birgisson „Ég spái þeim massa góðu gengi. Þá er sérstaklega gaman að sjá þá valta yfir KR, þó ég búi nú í Vesturbænum.“ Margrét Gísladóttir „Meistarar loksins! Axel Kára, drullaðu þér á næstu æfingu.“ Auðunn Blöndal KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Við verðum að kenna börnum okkar að leysa ágreiningsefni sín með orðum, ekki vopnum. – Bill Clinton Su do ku EFTIRRÉTTUR Eplakaka með marengs Botn: 150 g smjör 3½ dl hveiti 1 msk vatn Aðferð: Hnoðið létt saman. Þrýstið í eldfast mót og upp með hliðunum. Pikkið botninn með gaffli og bakið í 10 mínútur við 200°C. Fylling: 4 stór epli, afhýdd og steinhreinsuð og skorin í bita 2 dl sykur 2 tsk kanill Aðferð: Sjóðið allt saman í u.þ.b. 8 til 10 mínútur. Setjið allt saman yfir deigið í bakkanum. Marengs: 3 eggjahvítur 1½ dl sykur Aðferð: Stífþeytið hvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt út í. Þekið eplin með marengsinum og bakið í 150° heitum ofni í 25 mínútur. Best með vanilluís eða rjóma. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Lindu Björk Ævarsdóttur og Kristján Steinar Kristjánsson að koma með upp- skriftir næst. Matgæðingar þessarar viku heita Ósk Jóhannesdóttir og Guðmann Valdimarsson sem hafa verið búsett á Blönduósi sl. þrjú ár en Guðmann er Blönduósingur að upplagi og Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Guðmann vinnur hjá Rafmagsverkstæðinu Átak en Ósk er heimavinnandi ásamt því að vinna með fötluðum. Þau eiga tvö börn, Valdimar Loga, 8 ára, og Stefaníu Björgu, 9 ára. Ósk og Guðmann ætla að gefa lesendum uppskrift að kúrekapottrétti sem þau segja að sé mjög vinsæll hjá börnunum á heimilinu og oft pantaður. Uppskriftina að réttinum segist Ósk hafa fengið hjá systur sinni ásamt eftirréttinum sem þau bjóða upp á. „Það er eplakaka með marengs sem smakkast guðdómlega og að sjálfsögðu þarf að vera ís með honum,“ segir Ósk. AÐALRÉTTUR Kúrekapottréttur (Chili con carne) u.þ.b. 500 g folaldagúllas 2 laukar, saxaðir ½ -1 hvítlaukur, saxaður 1 dós tómatpúrra, 170 g 1-2 nautateningar chilipipar svartur pipar, grófmalaður smávegis af salti u.þ.b. 2 msk paprikuduft u.þ.b. ½ l vatn 1 dós bakaðar baunir (mega vera 2 dósir ef þið viljið) 100-200 g beikon, skorið í bita Aðferð: Gúllas og beikon brúnað. Tekið af pönnunni og geymt meðan grænmetið er glærað í smá smjöri og olíu. Þá er gúllasinu hrært út í og kryddað með paprikuduftinu, teningum og chiliduftinu. Mallað í u.þ.b. ½ -1 mínútu. Þá er vatni og púrru hrært út í og látið malla, allt upp í þrjár klukkustundir en að minnsta kosti eina, þannig að mesta vatnið hafi gufað upp og bara þykk sósa eftir. Smakkið til með salti og pipar. Í lokin, rétt áður en borið er fram þá er bökuðu baununum bætt út í og bara látið hitna en ekki sjóða. Flott með hrísgrjónum og góðu brauði með smjöri. Vinsæll kúrekapottréttur og eplakaka með marengs ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Guðmann og Ósk á Blönduósi matreiða Guðmann og Ósk. MYND ÚR EINKASAFNI 38/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Fólk sem stundar BDSM kynlíf gæti verið heilbrigðara en fólk sem stundar hefðbundnara kynlíf, samkvæmt rannsókn sem birt var í tímaritinu „The journal of sexual medicine“. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni fundu út að fólk sem stundar BDSM kynlíf – bindingar, sadisma, dómínerandi og masókisma – komu betur út á sálfræðiprófi en þeir sem stunduðu ekki afbrigðilegt kynlíf. Ótrúlegt, en kannski satt, þá slasa sig um 11.000 Bandaríkjamenn á ári við að stunda óhefðbundið kynlíf. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Ég er þjófi búningsbót. Bók um þjóðleg fræði. Fágætt nafn á fríðri snót. Færi kyrrð og næði. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.