Feykir


Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 21.11.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Knattspyrnudeild Tindastóls Yngvi Magnús þjálfar meistaraflokk karla Tindastóll hefur ráðið Yngva Magnús Borgþórs- son sem þjálfara meistaraflokks karla. Yngvi þjálfaði Skallagrím sl. sumar og kom liðinu upp úr 4. deildinni á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Áður hafði Yngvi þjálfað lið Einherja í 3. deild. Á heimasíðu Tindastóls segir að sem leikmaður hafi Yngvi spilað lengst með ÍBV og á meðal annars vel á sjöunda tug leikja í efstu deild. „En þess má reyndar geta að í heildina á hann um 260 leiki í meistaraflokki, nokkra tugi leikja í öllum deildum Íslandsmótsins. Óhætt er því að segja að Yngvi þekki íslenskan fótbolta frá öllum hliðum,“ segir á Tindastóll.is Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar og hefja þá formlega störf hjá Tindastól og bindur stjórn miklar vonir við störf hans hjá félaginu. „Við bjóðum Yngva innilega velkominn í Tindastól,“ segir í tilkynningunni. /PF Yngvi Magnús og Rúnar Rúnarsson (t.h.) formaður knattspyrnu- deildar Tindastóls handsala samninginn. MYND: TINDASTÓLL.IS Dominos-deildin : Stjarnan – Tindastóll 68-77 Veisla í Mathúsi Garðabæjar höllinni Tindastólsmenn buðu stuðningsmönnum sínum upp á létta veislu í Mathús Garðabæjar höllinni sl. föstu- dagskvöld. Þar mættust þau tvö lið sem spáð hafði verið tveimur efstu sætunum fyrir tímabilið, Stjarnan og Tindastóll, og er skemmst frá því að segja að Stólarnir höfðu yfirhöndina frá 13. sekúndu og voru heimamenn hreinlega aldrei nálægt því að valda Stólunum hugarangri. Lokatölur voru 68–77 fyrir Tindastól, sem situr nú í efsta sæti Dominos-deildarinnar ásamt Keflvíkingum og Njarðvíkingum. Brynjar Þór hóf leikinn á þristi og Danero bætti öðrum við og strax í upphafi voru Stólarnir að spila sem lið á báðum endum á meðan sóknarleikur Stjörnunnar var vandræðalegur. Stjörnumenn gerðu vel í því að taka Pétur út úr leiknum – hann klæddist finnskum frakka allan fyrri hálfleik – en Dino, Brynjar og Danero voru stöðug ógn fyrir utan og Urald King, sem þurfti að eiga við Hlyn Bærings, setti skotin sín utan úr teig niður og heimamenn þurftu því að leggja mikla vinnu í varnarleikinn til að stöðva sóknarvopn Stólanna. Staðan að loknum fyrsta leik- hluta var 10-22 en í öðrum leikhluta var leikurinn jafnari. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og staðan 27- 40 í hálfleik. Stólarnir náðu mest 19 stiga forystu í þriðja leikhluta og gátu leyft sér að taka fótinn af benzíngjöfinni í fjórða leikhluta án þess að Stjarnan næði að ógna forskotinu. Liðsheild Tindastóls var sterk í leiknum og virtust menn hafa mikla ánægju af því að spila saman sem lið og að spila af fullum krafti. Brynjar Þór og Dino áttu báðir mjög góðan leik. Brynjar setti niður fimm af átta 3ja stiga skotum sínum auk þess að tvívegis var brotið á honum fyrir utan línuna sem gaf sex vítaskot. Dino Batorac átti einn sinn besta leik með liði Tindastóls í vetur, gerði 14 stig og tók níu fráköst. Urald og Danero voru öflugir og þó bekkjarbræður gerðu ekki mörg stig þá voru allir á sömu línunni. Philip Alawoya, sem leysir nú Urald King af fram að áramótum, var í hópnum í fyrsta skipti og náði sér í tæpar níu mínútur. Hann er ólíkur King og þarf að sjálfsögðu einhvern tíma til að komast inn í leik Tindastóls. Vonandi verður hann fljótur að ná áttum. Næsti leikur Tindastóls verður í Síkinu annað kvöld, 22. nóvember, þegar lið ÍR kemur í heimsókn. /ÓAB Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand býr á Sauðárkróki af árgangi 2004 og hélt upp á 14 ára afmæli sitt í síðustu viku. Sandra, sem leikur með Tindastól, er mikil fótboltastelpa og fyrir skömmu var hún valin í úrtaksæfingar fyrir U15 í fótbolta sem fram fóru í Boganum á Akureyri. Sandra er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Hverra manna ertu? -Pabbi er Hrannar Freyr Gíslason (Gísli Kristjáns á trésmiðjunni Borg og Svana í Hlíðarkaup eru hans foreldrar) húsasmíðameistari og mamma er Sigrún Heiða Seastrand sem er í fæðingarorlofi en hún var lengi dagmamma. Hún er Vestur-Húnvetningur. Íþróttagrein: -Fótbolti Íþróttafélag/félög: -Tindastóll Helstu íþróttaafrek: -Spila með Pressuliðinu á Símamótinu og vera í úrtöku fyrir U15 í fótbolta. Skemmtilegasta augnablikið: -Að sjá systkini mín í fyrsta sinn. Neyðarlegasta atvikið: -Hef sem betur fer ekki lent í neinu. Einhver sérviska eða hjátrú? -Ég hef hárið alltaf í tagli, það er kannski ekki hjátrú en hefur virkað vel. Uppáhalds íþróttamaður? -Sara Björk landsliðskona í fótbolta. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Hannes Þór Halldórsson, markvörður, myndi vilja taka víta- spyrnukeppni við hann. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Hann myndi gera sitt besta og ég líka. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Ég veit ekki hvað ég get sagt. Pass! Lífsmottó: -Aldrei gefast upp! Helsta fyrirmynd í lífinu: -Sara Björk, landsliðskona, er flott stelpa sem hefur komist langt og ég lít upp til hennar. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Læra, æfa og vinna. Hvað er framundan? -Ég verð betri og betri og svo mun èg komast í landsliðið, til þess er bara að halda áfram og gera mitt besta. Sandra Björk Hrannarsdóttir Seastrand Aldrei gefast upp! ( ÍÞRÓTTAGARPURINN ) palli@feykir.is 1. deild kvenna : Þór Akureyri – Tindastóll 72-65 Þórsarar með grobbréttinn á Norðurlandi Kvennalið Tindastóls og Þórs mættust í Síðuskóla á Akureyri sl. þriðjudag í 1. deildinni í körfubolta og var leikurinn byggður upp sem baráttan um Norðurlandið. Lokatölur reyndust 72-65 fyrir Þórsstúlkur og þær geta því grobbast á kostnað Stólanna fram að næsta leik í það minnsta. Um 200 manns mættu til að hvetja liðin til dáða. Þórsstúlkur ku vera ánægðar með að vera komnar með nágranna sína úr Tess stendur í ströngu. MYND: TINDASTÓLL.IS Skagafirðinum til leiks á ný í körfunni, enda skemmtileg stemning og metingur á milli grannanna. Leikurinn var ansi sveiflukenndur. Þórsarar byrj- uðu betur en lið Tindastóls náði síðan yfirhöndinni í öðrum leikhluta og var yfir í hálfleik 29- 39. Þórsarar voru fljótir að jafna í síðari hálfleik en síðustu þrjár mínútur þriðja leikhluta fóru illa með Stólastúlkur sem fengu á sig 16 stig en gerðu aðeins þrjú á móti. Lið Þórs hélt forystunni í fjórða leikhluta en lið Tindastóls gerði engu að síður harða atlögu að forystu heimastúlkna. Aðeins þremur stigum munaði þegar tvær og hálf mínúta voru eftir en eftir mikinn barning voru það Þórsarar sem gerðu síðustu stigin og sigruðu 72-65. Næsti leikur er hér heima gegn Fjölni 24. nóv. kl. 16:30. /ÓAB 44/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.