Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 1

Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 4 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 Boost í skál ... Það má alveg! Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu annan pakka aðgerða til þess að sporna við efnahagslegum skakkaföllum af völdum COVID-19 faraldursins, í Safnahúsinu við Hverfisgötu síðdegis í gær. Enn f leiri aðgerðir verða boðaðar í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Breska fjártæknifyrir­ tækið Rapyd, sem hefur keypt Korta, áformar að fjárfesta háum fjárhæðum í uppbyggingu á starf­ semi íslenska fyrirtækisins. „Eitt af því fyrsta sem við hyggj­ umst gera er að ráðast í verulega fjárfestingu á íslenska markaðin­ um og við munum líklega tvöfalda starfsmannafjölda Korta,“ segir Arik Shtilman, forstjóri Rapyd, en í dag starfa 40 manns hjá Korta. Ráða á sérhæft starfsfólk þannig að Korta verði miðstöð vöruþróunar Rapyd í Evrópu. – þfh / sjá Markaðinn Tvöfalda fjölda starfsmanna Arik Shtilman, forstjóri Rapyd STJÓRNMÁL Formenn stjórnar­ andstöðuf lokkanna munu styðja aðgerðir  í öðrum aðgerða pakka ríkisstjórnarinnar vegna COVID­ 19 faraldursins en telja að ekki sé nóg að gert. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir aðgerðirn­ ar í heild sinni allt of smáar og stórir hópar verði út undan. „Það virðist sáralítið vera gert fyrir heimilin, sem einnig verða fyrir tekjufalli,“ segir Logi og nefnir hækkun atvinnuleysisbóta og frystingu lána sem leiðir. „Sveitarfélögin, sem eru risastór eining, virðast líka gleymast. Þess er krafist að þau auki kostnað án þess að geta aflað tekna á móti. Þetta gengur ekki upp.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún hafi búist við meiru í ljósi þess að mánuður sé liðinn frá síðasta aðgerðapakka. „Við töldum að ríkisstjórnin ætlaði að hafa skref in stór og afgerandi eins og ráðherrar hafa ítrekað boðað. Annað hefur komið á daginn. Það  eru ákveðin von­ brigði,“ segir Þorgerður Katrín. „Mér finnst ríkisstjórnin vera svo­ lítið föst í því að ýta skaf linum á undan sér í stað þess að ráðast í að moka hann.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, formaður Miðf lokksins, tekur í sama streng. Þörf sé á umfangs­ meiri aðgerðum fyrir ferðaþjón­ ustuna. „Ég velti því fyrir mér hvort þær verði þess eðlis að vakúm­ pakka þessi fyrirtæki og þau sett í frost til að hægt sé að taka þau upp fersk aftur þegar markaðurinn opnast.“ Hann setur stórt spurningar­ merki við útfærsluna á 350 millj­ óna króna styrk til einkarekinna fjölmiðla. „Það er ekki vanþörf á. Svo fylgir sögunni að ráðherrann fái heimild til að setja reglugerð um hvernig ráðherrann skiptir peningunum á milli fjölmiðlanna, það finnst mér ótrúlegt,“ segir Sig­ mundur. „Ég ætlaði varla að trúa þessu og ég held að við hljótum að taka þetta upp í þinginu.“ – khg, ab / sjá síðu 6 Telja ekki nóg að gert Formenn stjórnarandstöðuflokkanna munu styðja þær aðgerðir sem boðaðar voru í gær en telja þær of smáar í sniðum og að margir hópar verði útundan.VIÐSKIPTI Fimm íslenskir lífeyris­sjóðir, sem fara með meirihluta í Bakkastakka, félagi sem heldur utan um milljarða króna f jár­ festingu þeirra í kísilverinu PCC á Bakka, hafa lækkað mat sitt á virði hlutafjár sjóðanna í kísilverinu um á bilinu 75 til 100 prósent. Þá hefur Íslandsbanki, næst­ stærsti hluthaf i Bakkastakks, sömuleiðis fært eign sína „töluvert niður“ en í svari til Markaðarins segist bankinn ekki vilja gefa upp um hversu mikið. Niðurfærslan kemur til vegna mikillar óvissu í rekstri PCC. Samtals hafa lífeyrissjóðirnir, ásamt Íslandsbanka, fært niður hlutafé sitt í PCC um liðlega tvo milljarða en þeir lögðu kísilverinu upphaflega til nærri 2,5 milljarða í hlutafé 2015. – hae / sjá Markaðinn  Færa niður virði hlutafjár í PCC um milljarða 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.