Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 2
Veður
Hæg breytileg átt í dag og bjart
með köflum, en sunnan 5-10
m/s og smáskúrir um vestan-
vert landið. Hiti 5 til 15 stig að
deginum, hlýjast austanlands.
SJÁ SÍÐU 16
Losað úr lóninu
Með því að auglýsa í
Atvinnublaðinu nær
þitt fyrirtæki til 89%
lesenda dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu.
SMÁDÝR Árlega koma upp allnokk
ur tilvik þar sem flær valda usla á
heimilum fólks, yfirleitt í rúmum og
að nóttu til. „Flær lifa helst í grenj
um dýra eða hreiðrum enda halda
dýrin sig þar helst og heimsækja
þann stað aftur og aftur. Rúmið er
því rökréttur staður fyrir f lærnar ef
þær vilja komast í tæri við okkur,“
segir Karl Skírnisson, sníkjudýra
fræðingur hjá Háskóla Íslands.
Að sögn Karls skiptast f lær í tvo
flokka á Íslandi. Annars vegar spen
dýraflær sem finnast helst á haga
músum og brúnrottum og fugla
f lær sem, eins og nafnið gefur til
kynna, sækja helst í fugla. Alls eru
fimm tegundir spendýraf lóa hér
lendis og fimm tegundir fuglaflóa.
Algengust er svokölluð starafló eða
hænsnaf ló en einnig dúnf ló sem
flestir dúnbændur landsins þekkja
af illu einu.
Helst eru það flærnar sem sækja í
fugla sem angra okkur mannfólkið
„Ég hef aldrei greint spendýrafló á
heimili en árlega greini ég talsvert
af fuglaflóm. Ástæðan er líklega sú
að nagdýrin fá ekki að vera í friði í
nálægð við mannabústaði. Rott
urnar eru að mestu lokaðar niðri
í holræsum og mýs eru ekki beint
velkomnar á heimilum fólks,“ segir
Karl.
Fuglar verpa hins vegar oft nærri
mannabústöðum, sérst ak lega
nýlegir landnemar eins og starrinn.
Þessi nálægð getur orðið til þess að
flærnar leggist á menn.
Lífsferill fuglaflóa er á þá leið að
flóin heldur til í hreiðri fuglsins og
sýgur þar blóð úr stálpuðum fuglum
og ungum. Flóin verpir eggjum í
hreiður og örsmáar hvítar lirfur, eða
eins konar maðkar, líta dagsins ljós.
Þessar lirfur lifa á skít, í bókstaflegri
merkingu, og að endingu púpast
þær. Þegar fuglarnir yfirgefa hreiðr
ið hafa púpurnar hægt um sig þar til
einhver hreyfing kemst á hreiðrið að
ári. Þá klekjast púpurnar út sem flær
og sama hringrás hefst.
„Ef engin afskipti eru höfð af
hreiðrum þá gengur þessi hringrás
svona. Flóin fer bara á f lakk ef
hún kemst ekki lengur í blóðið í
fuglinum,“ segir Karl. Nefnir hann
sem dæmi að hreiður spörfugla eru
oft lokuð af þegar þeirra verður vart
við mannabústaði. „Þá skyndilega
svelta flærnar og leita sér að öðrum
valkostum. Flærnar eru mjög blóð
þyrst ar og smakka á öllu sem þær
komast í tæri við. Þá eiga þær til að
fara inn á heimili fólks og valda þar
yfirleitt usla,“ segir Karl.
Þá er einnig mjög algengt að
heim il is kettir komist í hreiður fugla
og beri þannig flærnar inn á heimili
fólks.
Að sögn Karls er besta leiðin í
baráttu við flær að fjarlægja hreið
ur nálægt húsum eftir að fuglarnir
hafa yfirgefið það. Flær lifa bara í
nokkrar vikur og því ólíklegt að þær
sem eru í fullu fjöri þetta vorið eða
sumarið muni leita annað eftir að
fuglarnir hverfa á braut. Það er kyn
slóð næsta árs sem fólk þarf að hafa
áhyggjur af. bjornth@frettabladid.is
Fuglaflær farnar að
valda usla á heimilum
Nú er sá tími ársins runninn upp að flær geta gert vart við sig í híbýlum fólks.
Að sögn sníkjudýrafræðings koma árlega upp nokkur slík tilvik hérlendis.
Helst eru það fuglaflær sem herja á fólk og kunna þær best við sig í rúmum.
Fuglaflóin, Ceratophyllus gallinae, er bráðhuggulegt dýr með mikinn stökkkraft.
Flærnar eru mjög
blóðþyrstar og
smakka á öllu sem þær
komast í tæri
við.
Karl Skirnisson,
sníkjudýrafræð-
ingur
Á hverju vori er lón Árbæjarstíflu tæmt, en tilgangurinn með því er að tryggja fiskgengd í gegnum stífluna yfir sumarmánuðina. Rennsli um Elliðaárnar
mun því aukast nokkuð á meðan lónið tæmist. Svæðið er hættulegt vegna vatnsstraumsins og þá sérstaklega á meðan lónið tæmist. MYND/ANTON BRINK
K JARAMÁL Atkvæðagreiðsla um
verkfall félagsmanna Ef lingar
sem starfa hjá Kópavogsbæ, Sel
tjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hvera
gerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi
hefst klukkan 13 í dag. Mun rafræn
atkvæðagreiðsla standa fram á
mánudag.
Greidd verða atkvæði um tillögu
samninganefndar Eflingar gagnvart
Sambandi íslenskra sveitarfélaga
um ótímabundið verkfall sem tæki
gildi á hádegi þriðjudaginn 5. maí.
Fyrri verkfallsaðgerðum félags
manna Ef lingar hjá umræddum
sveitarfélögum var frestað 25. mars
síðastliðinn vegna COVID19 far
aldursins. Boðun þess verkfalls sem
hófst 9. mars var samþykkt með 87
prósentum atkvæða.
Kjarasamningur aðila rann út 31.
mars 2019. Síðasti samningafundur
hjá Ríkissáttasemjara í deilunni var
haldinn 24. mars síðastliðinn. – sar
Verkfall gæti
hafist að nýju 5.
maí hjá Eflingu
SAMFÉLAG Fjölskylduhjálp Íslands
mun úthluta matvælum til þeirra
sem á þurfa að halda á morgun,
föstudag og á laugardag.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, for
maður Fjölskylduhjálpar, segir að
einungis verði tekið við umsóknum
frá íbúum í póstnúmerum 101116
fyrst um sinn vegna takmarkaðs
f jármagns. Fólk getur sótt um
úthlutun á heimasíðu Fjölskyldu
hjálpar.
Ásgerður seg ir g r íðarlegan
fjölda fólks vera í mikilli neyð og
að margir séu komnir á ystu nöf.
„Við höfum fengið fjöldann allan
af tölvupóstum og skilaboðum frá
fólki sem veit ekki sitt rjúkandi ráð,
grætur jafnvel í símtölum til okkar,“
segir hún. „En fólk getur sótt um
hjá okkur og svo sótt til okkar mat.
Við munum fylgja öllum reglum og
gæta allra varúðarráðstafana, hér
verða tveir metrar á milli manna og
engin snerting á milli fólks.“
Þeir sem hljóta matarúthlutun fá
tölvupóst eða sms um það hvenær
þeir geta nálgast sína úthlutun. „Þá
verðum við búin að gera allt tilbúið
fyrir viðkomandi sem þarf ekki
að gera annað en að sækja,“ segir
Ásgerður. – bdj
Margir komnir
í mikla neyð
Ásgerður Jóna segir marga í neyð.
Einungis er tekið við
umsóknum frá fólki í
póstnúmerum 101 til 116
vegna fjárskorts.
2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð