Fréttablaðið - 22.04.2020, Side 8
Mótmælendur virða tveggja metra regluna
Um 2.000 ísraelskir mótmælendur mættu á Rabin torgið í borginni Tel Avív til að mótmæla spillingu stjórnvalda. Mótmælendurnir notuðu
farsímaljós til að vekja athygli á málstaðnum. Eins og sjá má á myndinni virtu f lestir tveggja metra regluna um samskiptafjarlægð. MYND/EPA
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti hyggst bjarga olíu- og
gasframleiðslurisum þar í landi í
kjölfar COVID-19 faraldursins. Í
tísti í gær lofaði hann að ráðherrar
orkumála og fjármála myndu setja
saman aðgerðapakka til að tryggja
fyrirtækjum iðnaðarins örugga
framtíð.
„Við munum aldrei bregðast
hinum frábæra olíu- og gasiðnaði
Bandaríkjanna,“ sagði Trump.
H a n n t í s t i f r e k a r u m
þjóðaröryggismál því fyrr um
daginn sagðist hann ætla að loka
landinu tímabundið fyrir innflytj-
endum. „Í ljósi árásar þessa ósýni-
lega óvinar og einnig vegna skyldu
okkar að vernda störf okkar frá-
bæru íbúa,“ sagði hann í tístinu
áður en hann lofaði að skrifa undir
forsetatilskipun þessa efnis.
Verð á bandarískri hráolíu
hrundi á mánudag og varð neikvætt
í fyrsta sinn í sögunni. COVID-19
faraldurinn hefur orðið til þess
að eftirspurn eftir olíu hefur nær
þurrkast upp á sama tíma og olíu-
tankar víða í Bandaríkjunum eru
óðum að fyllast. Markaðir tóku við
sér í gær en verðið var þá enn þá
sögulega lágt, einungis 12 dollarar á
hverja tunnu. Í byrjun árs var verðið
nær 60 dollurum. – así
Vill tryggja
olíuiðnaði
örugga framtíð
Donald
Trump, forseti
Bandaríkjanna
RÚSSLAND COVID-19 faraldurinn
breiðist hraðast um Rússland þessa
dagana miðað við uppgefnar tölur
um smit. Í gær komu upp 5.642
tilfelli í landinu en tæplega 53
þúsund tilfelli eru greind í heildina
og rúmlega 450 staðfest andlát.
Marga grunar þó að útbreiðslan sé
mun meiri og gagnrýni á Vladimir
Pútín, forseta landsins, eykst.
Rússland hefur ekki verið mikið
í faraldursdeiglunni fram að
þessu vegna fárra tilfella. Fyrstu
til fell in komu þó upp snemma í
faraldrinum, í lok janúar. Lang-
f lest tilfellin hafa komið upp í
höfuðborginni Moskvu og nágrenni
hennar, eða rúmlega 36 þúsund.
Aðeins 2 þúsund tilfelli hafa kom-
ið upp í Sankti Pétursborg, næsts-
tærstu borginni, en rúmlega 500
tilfelli hafa komið upp í hinu
mjög fámenna Komi héraði í
norðurhlutanum.
„Það er að verða nokkuð ljóst að
rússnesk yfirvöld vanmátu hættuna
af COVID-19. Viðbrögðin voru of
sein og þess vegna sjáum við nú mik-
inn fjölda nýrra tilfella,“ segir And-
rius Tursa, sérfræðingur um málefni
Austur-Evrópu, í samtali við CNBC.
„Raunveruleg útbreiðsla víðs vegar
um Rússland gæti verið umtalsvert
hærri en tölurnar segja til um, því að
efasemdir eru uppi um áreiðanleika
prófana og rússnesk yfirvöld eiga
langa sögu yfirhylmingar á stórum
atvikum.“ Nærtækast er vitaskuld
yfirhylmingin á kjarnorkuslysinu í
Chernobyl árið 1986.
Eins og víðs vegar um heim hafa
harðar takmarkanir og útgöngu-
bann verið sett á í Rússlandi. Pútín
sjálfur hefur þó reynt að halda
sig til hlés og látið ríkisstjóra
í einstökum héröðum um að
ákveða og boða aðgerðir, sem eru
síst líklegar til að af la vinsælda.
Stjórnmálaskýrendur segja að
þó að þessi aðferð forsetans virki
að einhverju leyti, þá glati hann
samt þeirri stöðu að sýnast sterkur
leiðtogi á krísutímum.
Í Rússlandi óttast margir að heil-
brigðiskerfið muni ekki ráða við
faraldurinn, ef hann nær sömu hæð-
um og gerðist á Spáni og Ítalíu, og er
nú að gerast í Banda ríkjunum. Rúss-
neska heil brigð is kerfið sé þegar
mjög undir fjár magn að og helmingi
færri spítalar nú en þegar Pútín
tók við árið 2000. Birgðaskortur
er mikill á rúss neskum spítölum
og búnaður gamall og úreltur. Það
var ekki fyrr en 15. apríl sem Pútín
veitti héröðum aukafjármagn til
að takast á við útbreiðsluna og í lok
mars var hafist handa við að byggja
16 sérstaka bráðabirgðaspítala.
Pútín sjálfur er hins vegar ekki
aðeins gagnrýndur fyrir sein við-
brögð við faraldrinum sjálfum held-
ur einnig efnahagslegum af leið-
ing um. Áður en faraldurinn skall
á voru Rússar þegar í erfiðri stöðu
vegna olíuverðstríðs við Sádi-Araba
og tekjur ríkisins því minni. Opin-
berlega hafa deiluaðilar nú slíðrað
sverðin en bak við tjöldin beita
þeir rýtingunum. Verðið á olíu er
í frjálsu falli og rúblan hefur fallið
um 30 prósent á þessu ári.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Forsetinn heldur sig til hlés
Rússland er það land þar sem COVID-19 faraldurinn er í mestum vexti. Vladimir Pútín forseti heldur sig
til hlés og lætur héraðsstjóra um óvinsælar ákvarðanir en er þó harðlega gagnrýndur fyrir sein viðbrögð.
Spítölum hefur fækkað mikið og þeir úrelst í 20 ára valdatíð Pútíns. MYND/EPA
Efasemdir eru uppi
um áreiðanleika
prófana og rússnesk yfir-
völd eiga langa sögu
yfirhylmingar á stórum
atvikum.
Andrius Tursa, sérfræðingur um
málefni Austur-Evrópu
FRAKKLAND Netsölurisinn Amazon
á nú í deilum við frönsku verkalýðs-
hreyfinguna um starfsemi fyrir-
tækisins á tímum COVID-19. Verka-
lýðshreyfingin sakar Amazon um að
gera ekki nóg til að vernda starfsfólk
gegn kórónaveirunni.
Í gær fór fram málf lutningur
fyrir áfrýjunardómstóli í Versölum.
Þar reyndi Amazon að fá hnekkt
úrskurði lægra dómstigs frá síðustu
viku sem takmarkar starfsemi fyrir-
tækisins. Samkvæmt úrskurðinum
má Amazon aðeins flytja matvörur
og aðrar nauðsynjar.
Af þeim sökum neyddist Ama-
zon til að loka sex vöruhúsum í
Frakklandi þar sem um tíu þúsund
manns starfa. Einn lögmanna Ama-
zon sagði fyrir dómstólnum í gær
að fólk hefði líka þörf fyrir ýmsar
tæknivörur, síma, vörur fyrir börn
og líkamsræktartæki.
Lögmaðurinn sagði markmið
verkalýðshreyfingarinnar að loka
á starfsemina myndi koma sér illa
fyrir lítil fyrirtæki sem seldu vörur
sínar hjá Amazon. Fyrirtækið
gæti þurft að draga úr starfsemi í
landinu.
Lögmaður verkalýðsfélaganna
segir starfsmenn reiðubúna til við-
ræðna um öryggismál og bendir
á að af koma Amazon undanfarið
jafnist á við jólavertíð. Ekki sé við-
eigandi að kvarta undan ósann-
girni. Búist er við niðurstöðu í lok
vikunnar. – sar
Amazon
í deilum í
Frakklandi
Netrisinn lokaði sex vöruhúsum.
2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð