Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 27
Maður vill reyndar
alltaf hafa fleiri
klukkustundir í sólar-
hringnum en það er erfitt
nema að fara að stunda það
að fljúga á milli tímabelta.
B
irt m
eð fyrirvara um
m
ynd- og textabrengl
Þetta flytur sig ekki sjálft!
Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn
ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti
Kynntu þér kosti langtímaleigu á
sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband
við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222
eða á vidskiptastjori@sixt.is.
(Nýir atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina)
Innifalið í langtímaleigu:
Verð frá:
63.900 kr. á mán án vsk.
Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði.
Pantaðu bílinn á sixtlangtimaleiga.is.
Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hugbú naða r f y r irtækisins Main Mana ger, segir að á fyrsta ársf jórð ung i haf i
COVID19 ekki haft nei kvæð áhrif
á reksturinn. Hún vonar að áhrifin
verði sem minnst.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég elska vatn í öllu formi. Fer í sjó
sund á sumrin en sundlaugarnar á
veturna. Síðustu tvö ár hef ég siglt á
kajak og allra nýjasta áhugamálið er
gönguskíði. Er að byrja í því sporti
en hef hingað til verið á svigskíðum.
Þannig að annað hvort er ég ofan í
vatni eða ofan á vatni í föstu eða
fljótandi formi. Mér þykir líka alltaf
gott að lesa góða bók.
Nærðu að halda jafnvægi milli
vinnu og fjölskyldulífs?
Hjá MainManager er boðið upp
á sveigjanlegan vinnutíma og fjar
vinnu sem auðveldar að sameina
vinnu og fjölskyldulíf. Stundum
getur þetta verið strembið en á
heild ina litið gengur þetta bara
ljómandi vel. Við hjónin erum
heldur ekki lengur með ung börn
en þau eru komin á unglingsaldur.
Maður vill reyndar alltaf hafa fleiri
klukkustundir í sólarhringnum en
það er erfitt nema að fara að stunda
það að fljúga á milli tímabelta.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Hún er ekki f lókin. Skelli mér
í sturtu, þarf stundum að ýta við
krökkunum en að mestu sjá þau
um sig sjálf núorðið. Fæ mér alltaf
góðan morgunmat, morgunkorn
og tilheyrandi. Ekki má gleyma
lýsinu sem maðurinn minn kallar
hjátrú Íslendinga. Er síðan komin í
vinnuna upp úr klukkan 8.30.
Hverjar verða helstu áherslurnar í
rekstrinum á næstu misserum?
MainManager hugbúnaðurinn
heldur utan um viðhald og rekstur
mannvirkja hérlendis og erlendis.
Við leggjum nú alla áherslu á að
ljúka við nýju MainManagerFM
lausnina okkar sem mun umbylta
því hvernig þrívíddarlíkön (BIM),
2D teikningar og GISkort eru notuð
í rekstri.
Hugbúnaðarþróun lýkur aldrei.
Aukin áhersla verður á gervigreind
og IoTskynjara í okkar hugbúnaði.
Markmið okkar er að nýta þessa
tækni og hjálpa þannig fyrirtækjum
að ná umhverfismarkmiðum sínum
sem hefur bæði jákvæð áhrif á rekst
ur inn og umhverfið. Þetta eru geysi
lega spennandi tímar hjá okkur og
við sjáum fram á mörg tækifæri .
Hvaða tækifæri sjáið þið fram
undan í rekstri MainManager?
Við erum með öfluga viðskipta
vini bæði innanlands og erlendis.
Okkar aðalmarkaður erlendis hefur
verið Norðurlöndin og Ísland þar á
meðal. Við erum nýbúin að ljúka við
innleiðingu í Danmörku hjá Árós
um og erum í miðri innleiðingu
hjá Ǻlesund í Noregi. Við sjáum
áfram haldandi tækifæri á þessum
mörkuðum og ný tækifæri í verk
efni í Singapúr þar sem við erum í
spenn andi verkefni í samstarfi við
sam starfs aðila í Englandi og Kajima
í Japan. Þannig að við sjáum fram
á spennandi tíma á núverandi og
nýjum mörkuðum.
Hefur COVID -19 haft áhrif á
rekstur eða áætlanir fyrirtækisins?
COVID19 hefur á fyrsta fjórðungi
ársins rekstrarlega séð ekki haft
neikvæð áhrif og vonum við að þau
verði sem minnst.
Við erum heppin með að allir
starfsmenn okkar geta unnið heim
an frá og margir af okkar viðskipta
vinum einnig. Við erum vön að
vinna með fjarfundarbúnað innan
Main Manager en núna hefur notk
un fjarfunda með viðskiptavinum
auk ist og það gengur bara ljómandi
vel. Við verðum samt að vera við
búin því að vari ástandið lengi geti
það haft áhrif á reksturinn.
Ný tækifæri skapast í Singapúr
Svipmynd
Guðrún Rós Jónsdóttir
„Ég elska vatn í öllu formi,” segir Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri MainManager. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Nám: M.Sc.-gráða í viðskipta- og
markaðsfræði frá Viðskipta-
háskóla Árósa, með áherslu á
viðskipti milli fyrirtækja (B2B-við-
skipti). B.Sc.-gráða í rekstrarhag-
fræði frá Háskólanum á Akureyri.
Störf: Framkvæmdastjóri Spakur
Finance sf.
Fjölskylduhagir: Í sambandi með
Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra,
móðir Viktors (21 árs) og Freyju
(18 ára).
11M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 MARKAÐURINN