Fréttablaðið - 22.04.2020, Page 37

Fréttablaðið - 22.04.2020, Page 37
ÞAR ER AÐ FINNA ALLT FRÁ ROKKTÓN- LEIKUM OG RITHÖFUNDA- SPJALLI TIL UMFJÖLLUNAR UM ÁHRIF VEIRUNNAR Á ANDRÚMS- LOFTIÐ. Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 22. APRÍL 2020 Hvað? Kúltúr klukkan 13 Hvenær? 13.00 Hvar? Vefútsending frá Salnum á stundin.is og Facebook-síðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi Félagarnir í Hot Eskimos. Menningarhúsin í Kópavogi eru m e ð ó h e f ð -bundna dagskrá sem standa mun til 1. maí en frá 4. maí verða Menningarhúsin opin með takmörkuðu aðgengi. Menn- ingarhúsin í Kópavogi eru: Salur- inn, Gerðarsafn, Bókasafnið, Nátt- úrufræðistofa og Héraðsskjalasafn. Soffía Karlsdóttir er forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar. „Við erum full tilhlökkunar að opna menningarhúsin aftur 4. maí og taka á móti okkar góðu gestum. Að sjálfsögðu með þeim fyrirvörum sem almannavarnir hafa sett okkur,“ segir Soffía. „Hér fer fram gríðarlega mikil menningarstar fsemi en við stöndum að jafnaði fyrir um 1.100 viðburðum á ári og f lestir þeirra eru ókeypis. Húsin eru opin nánast alla daga ársins þannig að þetta hafa verið skrítnir en um leið áhugaverðir tímar fyrir okkur. Starfsfólk menningarhúsanna er skapandi og frjótt fólk og það var ekki inni í myndinni að leggja árar í bát þegar samkomubannið gekk í gildi, heldur gerðum við það sem við gerum best, að hugsa út fyrir rammann, meta tækifærin sem sam komubannið bauð upp á, og mæta þeim áskorunum sem við stóðum frammi fyrir. Til að bregðast við því að lista- menn sem við höfðum gert sam- komulag við, sem og aðrir lista- menn, eru að verða af miklum tekjum vegna samkomubannsins, ákváðum við að skapa þeim nýjan vettvang, enda eru þeir okkar helsta auðlind. Við lögðumst öll á eitt og úr varð viðburðaröð Menningar- húsanna Kúltúr klukkan 13 sem send er út frá Menningarhúsunum alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Við renndum algjör- lega blint í sjóinn, höfðum aldrei gert neitt viðlíka áður og útkoman fór vægast sagt fram úr björtustu vonum. Eftir ellefu þætti tókum við stöð- una og vorum með áhorfstölur sem sýndu að þættirnir hafa fengið 165 þúsund áhorf. Þannig hafa stakir þættir fengið allt frá fjögur þúsund áhorfum upp í 57 þúsund áhorf. Sem þýðir að meðaltalsáhorf hefur verið um 15.000. Til samanburðar má geta þess að heildargestafjöldi Menning- arhúsanna er um 220 þúsund á ári. Þetta er nýr veruleiki sem við stönd- um frammi fyrir og kallar vissulega á endurmat og býður upp á nýjar áskoranir fyrir okkur við að miðla listum og menningu á fjölbreyttan hátt. Þessi nýja miðlun gefur okkur tækifæri til að rýna í áhorfsmæling- ar og bregðast við þeim.“ Brennidepill samtímans Allir sem koma fram í Kúltúr klukkan 13 fá greitt fyrir vinnu sína. Fyrirhugaðir eru 18 þættir, sá síðasti föstudaginn 1. maí. „Viðfangsefni þeirra endurspegla kjarnastarf- semi húsanna og málefni sem eru í brennidepli samtímans. Þar er að finna allt frá rokktónleikum og rit- höfundaspjalli til umfjöllunar um áhrif veirunnar á andrúmsloftið,“ segir Soffía. Viðburðum er streymt á Facebook-síðum Menningar- húsanna og á vef Stundarinnar. Spurð hvort samkomubannið hafi haft mikil áhrif á starfsemi húsanna segir Soffía: „Það hefur haft ólík áhrif á starfsemi þeirra. Þann- ig hefur Gerðarsafn þurft að fresta sýningaropnunum og Salurinn hefur þurft að færa til tónleika og í sumum tilfellum fella þá niður, með talsverðu tekjutapi. Þeir sem starfa innan skapandi greina bregðast ávallt við mótlæti og andstreymi með því að finna nýjan farveg fyrir sköpunargleði sína. Sumt gerist í hita leiksins, rétt eins og við hér í Kópavogi erum að bregð- ast við og fleiri menningarstofnanir, en kannski er besta dæmið hið stór- kostlega tónleikastreymi Helga Björns sem meirihluti landsmanna fylgist nú með hvert laugardags- kvöld. Langtímaáhrifin birtast svo síðar í því hvernig og hvort lista- menn og menningarstofnanir vinna með þessar miðlunarleiðir í framtíð- inni. Það verður spennandi að sjá.“ Óhefðbundið snið á dagskránni Soffía segir að Barnamenningar- hátíð og 17. júní hátíðarhöldin hafi verið endurhugsuð. „Barnamenn- ingarhátíð breytist í karnivalhátíð Menningarhúsanna í september og dagskrá þjóðhátíðardagsins, sem um árabil hefur farið fram á Rúts- túni, verður með óhefðbundnu sniði. Menningarhúsin skipuleggja fjölbreytta dagskrá þennan dag og á teikniborðinu erum við með nokkrar sviðsmyndir fyrir hátíðar- höldin á sautjándanum svo að allir bæjarbúar fái hans notið með þeim skilyrðum sem yfirvöld setja okkur og eiga enn eftir að koma í ljós.“ Nýr farvegur fyrir sköpunargleði Menningarhúsin í Kópavogi eru með öfluga dagskrá á tímum samkomubanns. Húsin verða opnuð 4. maí. Soffía Karls- dóttir er forstöðumaður menningarmála. Þetta hafa verið skrítnir en um leið áhugaverðir tímar fyrir okkur, segir Soffía. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Stillanlegt og þægilegt Þráðlaus fjarstýring með 2 minnisstillingum VERÐDÆMI: 2 x 90 x 200 cm stillanlegt C&J Silver rúm með Nature’s Rest Luxury heilsudýnum: Fullt verð: 337.800 kr. Aðeins 283.140 kr. C&J SILVER stillanlegt rúm C&J Silver er með sterkum stálbotni og kraftmiklum en hljóðlátum mótor. Rúminu fylgir þráðlaus fjarstýring með tveimur minnum og ljósi. Botn rúmsins dregst að vegg þannig að þú ert í eðlilegri fjarlægð frá náttborði og lampa. Sérstakur takki á fjarstýringunni kemur rúminu í upphaflega stöðu. 15% AFSLÁTTUR af C&J Silver og 20% af Rest Luxury dýnum HEIMA ER BEST TILBOÐ Breyttur afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 12–18 Laugardaga kl. 12–18 www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar á do rm a.i s Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt KLIKKAÐU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS HEIMA ER BEST tilboðin Heima er best verslaðu á dorma.is og við sendum þér það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R RÚM 2–13 | Mjúkvara og d únn 14–17 | Stólar 18–19 | S ófar 20–29 | Hillur, borð o g skápar 30–33 | Affari og smávara 34-42 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.