Fréttablaðið - 22.04.2020, Page 44

Fréttablaðið - 22.04.2020, Page 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞETTA ER OPIÐ SAMFÉLAG, EN ÞAÐ ERU KLÁRLEGA HINDRANIR FYRIR AÐFLUTTA. AÐ TVINN- AST INN Í ÍSLENSKT SAMFÉLAG TEKUR MÖRG ÁR. Kristinn RITTER SPORT 100G 5 TEG 299 KR/STK 2990 KR/KG LION BAR WHITE 42 G 99 KR/STK 2357 KR/KG APPELSÍN SYKURLAUST 330 ML DÓS 129 KR/STK 391 KR/L CARABAO 330 ML 129 KR/STK 391 KR/L KRISTALL MEXICAN LIME 500 ML DÓS 129 KR/STK 258 KR/L NOCCO 330 ML 299 KR/STK 906 KR/L SPORT LUNCH 80G 249 KR/STK 3113 KR/KG MYLLAN HAFRAKÖKUR 100 G 249 KR/STK 2490 KR/KG Nú hefur verið sett á laggirnar sérstök heimasíða, Awe-some Reykjavík, en hún er ætluð t il að auðvelda aðfluttum að aðlagast lífinu hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þeir Jökull Sólberg og Kristinn Árni Lár átt- uðu sig á þörfinni og hafa nú opnað awesome-rvk.is, en þar getur fólk nálgast upplýsingar um það mikil- vægasta sem þarf að vita þegar maður er nýfluttur til borgarinnar og þekkir ekki nógu vel til, hvort sem það varðar tungumálið, menn- inguna eða almenna skriffinnsku. Mikilvægt að flýta aðlögun „Hugmyndin er að f lýta aðlögun þeirra sem f lytja til höfuðborgar- svæðisins með því að búa til leiðar- vísi á ensku. Íslenskt samfélag er enn þá frekar lokað. Þó að veitinga- staðir séu komnir með matseðla á ensku þá er ekki endilega auðvelt að átta sig á því hvort það sé hægt að stofna til viðskipta við símafélag án kennitölu. Og hvernig fær maður annars kennitölu? Við vildum svara svona spurningum og búa til hand- bók sem er uppfærð og viðhaldið af grasrótinni, bæði innfæddum og aðfluttum,“ segir Jökull. Jökull og Kristinn koma báðir úr sprotageiranum þar sem eru mjög blandaðir vinnustaðir með erlend- um sérfræðingum, að þeirra sögn. „Þar vorum við heppnir að sjá íslenskt samfélag í gegnum þeirra augu og það er svo margt sem er ekki hugsað út frá þeirra upplifun,“ segir Jökull. „Við erum ekki að skrifa alfræði- bók fyrir útlendinga heldur mjög litla síðu með nokkrum undirsíðum sem við vonum að stækki í gegnum fjölda viðbóta frá alls konar fólki. Þannig virkar „open source“ hug- búnaður. Við erum að byggja þetta á þeirri fyrirmynd,“ segir Kristinn Tungumálið mörgum torvelt Kristinn og Jökull kynntust þegar þeir störfuðu fyrir QuizUp. „Við áttuðum okkur kannski á þörfinni þegar við unnum þar enda var mikið af aðf luttum sérfræð- ingum. Við bjuggum til frábæra menningu innanhúss þar sem allt var á ensku. Þetta er opið samfélag, en það eru klárlega hindranir fyrir aðflutta. Að tvinnast inn í íslenskt samfélag tekur mörg ár. Það er gott ef það er hægt að stytta þetta tíma- bil, fækka skrefum og koma fólki dýpra inn í samfélagið og gefa því þennan aðgang,“ segir Kristinn. Nú þegar er hægt að nálgast margar nytsamlegar upplýsingar á borð við hvernig skuli sækja um kennitölu og rafræn skilríki á Íslandi. „Við þekkjum fólk sem hefur flutt til landsins og við byggjum eitthvað á þeirri reynslu. Fyrsta útgáfan er skrifuð af okkur. Svo fengum við reyndar David Blurton til liðs við okkur, hann kom öflugur inn,“ segir Jökull. Vilja þjónusta breiðan hóp Jökull segir David vera mikinn sér- fræðing í íslenskri tungu, en hann hefur búið á Íslandi í þónokkur ár. „Ég skil ekki alveg hvernig fólk lærir íslensku, þetta er örugglega flóknasta og skrýtnasta mál í heimi. En hann gerði það og hefur smíðað hugbúnaðarlausnir til að aðstoða þá sem eru að læra íslensku. David vann með mér hjá sprota sem ég stofnaði og þar kynnumst við. Ég bað hann að hjálpa til og hann brást vel við því. Hann á nokkrar greinar þarna inni og vonandi fleiri í fram- tíðinni,“ segir Jökull. „Tungumálið getur einmitt reynst mörgum f lókið. Við erum oft löt að tala íslensku við þá sem hafa tekið stóra skrefið og kosið að læra íslensku. Stjórnsýslan er oft nokkr- um skrefum eftir á með þýðingar. Svo eru bara litlir hlutir eins og að vita hvernig heilsugæslan virkar, hvernig maður bókar tíma og hvar maður kaupir notaðan bíl,“ segir Kristinn. „Það fyrsta sem við sjáum er þessi þrenning; kennitala, sími, bankareikningur. Maður er eigin- lega bara túristi þangað til maður er kominn með kennitölu. Svo eru ákveðin skattfríðindi fyrir erlenda sérfræðinga en það eru enn þá of fá fyrirtæki sem vita af þeim. Hér er tækifæri til að láta vita af svoleiðis hlutum. Svo er auðvitað sér kapítuli hvernig farið er með erlent verka- fólk. Við erum aular í þeim efnum. Við erum enn þá að reyna að átta okkur á því hvort þessi handbók nái til allra þessara hópa. Hafið þið dæmi um eitthvað sem getur reynst aðf luttum of f lókið? „Við erum ekki orðnir sérfræð- ingar enn þá. En ég get ímyndað mér að félagslífið geti verið áskor- un. Íslendingar vilja svolítið hanga með Íslendingum og búa til pláss fyrir aðra bara á tyllidögum,“ segir Kristinn. Hvernig gengur samstarfið ykkar á milli? „Ég þurfti að leiðrétta tvær inn- sláttarvillur í gær. Annars er Kiddi að standa sig vel,“ segir Jökull og hlær. steingerdur@frettabladid.is Vilja gera leiðarvísi að aðgengilegri borg Awesome Reykjavík er nýr leiðarvísir á netinu fyrir erlenda einstaklinga og fjölskyldur sem flytja til Reykjavíkur, en síðunni er ætlað að hraða aðlögun og koma fólki fljótar inn í samfélagið. Jökull og Kristinn Árni kynntust þegar þeir störfuðu saman á QuizUp fyrir nokkrum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.