Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 5
Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Áður Fiskmat Grindavík, nú Fiskmarkaður Suðurnesja. Á innfelldu myndunum eru Ólafur Þór framkvœmdastjóri og Gunnlaugur Dan sölustjóri. Fiskmarkaður Suðurnesja: Fj arskiptamarkaður, tengdur fullkomnum gagnanetum erlendis — rætt við Ólaf Þór framkvæmdastjóra og Birgi Þór skrifstofustjóra. Gunnlaugur Dan ráðinn sölustjóri Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Fiskmarkaður Suðurnesja ráðið Ólaf Þór Jó- hannsson kennara og stýrimann í starf framkvæmdastjóra og Birgi Þór Runólfsson hagfræð- ing í starf skrifstofustjóra. Fisk- markaður Suðurnesja er fjar- skiptamarkaður, sem nánast þýðir að kaupendur kaupa afl- ann óséðan og styðjast alfarið við upplýsingar um tegundir, magn, veiðiaðferð, ferskleika o.fl. sem berast frá veiðiskipum á hafi úti, eða á landleið. Bæjar- bót spurði Ólaf Þór og Birgi nánar út í starfsemina. ,,Við gerum ráð fyrir að boðið verði upp samtímis í Grindavík og Njarðvík. í Grindavík í húsi Fiskmatsins og í Njarðvík að Fitjabraut 24 (áður trésm.verkstæði Arnars). Uppboð verða væntanlega dag- lega og allar upplýsingar, til dæmis um aflasamsetningu, magn, lágmarksverð o.fl. sem máli skiptir, geta menn lesið af sjónvarpsskjám á uppboðsstöð- unum og þær munu birtast sam- tímis, enda tölvukerfið allt sam- tengt. Reyndar er það líka tengt FISHNET - gagnabankanum breska og því geta menn skoðað í tölvunni verð á öllum helstu fiskmörkuðum erlendis líka! Um áramótin er ætlunin að tengjast öðru gagnaneti, FREEZENET sem miðlar á sama átt verðum á öllum frosn- um sjávarafurðum.“ Kemur það til með að valda Fiskmarkaði Suðurnesja erfið- leikum hve margir útgerðar- menn eru jafnframt með eigin verkun? ,,Það mun líklega taka nokk- urn tíma að þróa markað sem þennan. Eins og nú standa sakir lætur nærri að fiskverkendur eigi um 90% af bátaflotanum hér og því aðeins um 10% bát- anna ,,laus“ í þessum skilningi. Margir þeirra hafa síðan gert ýmsa samninga við aðila í landi. Til dæmis um afla á föstum verðum, með álagi, gegn veiðar- færahlunnindum o.s.frv. Samt sem áður eigum við von á að fyrst um sinn komi þeir meira inn á markaðinn en bátar fisk- verkendanna. Útgerðaraðilar eru ekki skyldugir til að láta sinn fisk fara um markaðinn, en við erum sannfærðir um að þeir munu a.m.k. nota hann sem ,,jöfnunartæki“ til að byrja með og síðan í vaxandi mæli. Útgerðarmenn verða að selja aflann þar sem verðin eru best, annað munu sjómennirnir ekki sætta sig við.“ Þeir félagar sögðu að nokkurs misskilnings hefði gætt varð- andi starfsemina. T.d. hefðu margir álitið að fiskurinn kæmi í húsakynni markaðarins, en svo væri alls ekki. Kaupendur tækju hann við skipshlið, rétt eins og verið hefur. Aukin samkeppni: Tveir bankar í stað eins áður — fögnum samkeppninni segir Hall- grímur Bogason Blaðið hafði samband við Hallgrím Bogason hjá Lands- banka íslands og spurði hann hvort Landsbankaútibúið hér hefði fundið til þess að hér væri kominn annar banki. ,,Nei, við höfum frekar lítið fundið fyrir því. Reyndar fögn- um við samkeppninni. Við vilj- um frjálsa samkeppni á jafnrétt- isgrundvelli og miðað við þau kjör sem Landsbankinn býður sínum viðskiptavinum þurfum við alls ekki að óttast samkeppn- ina. Við bjóðum Sparisjóðinn sem sagt hjartanlega velkominn til samkeppni og þá bæði með hagsmuni einstaklinga og at- vinnulífsins að leiðarljósi. Eignamiðlun Suðurnesja símar 11700 og 13868 Húseignir í Grindavík Hugguleg 140 ferm. sérhæð við Hellubraut. Laus fljót- lega. Góð kjör. Verð: 1.750.000,- Falleg 4ra herb. sérhæð við Víkurbraut. Mikið endur- nýjuð. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 2.200.000,- Huggulegt 130 ferm. einbýlishús við Hvassahraun. Góð kjör. Verð: 3.000.000,- Gott viðlagasjóðshús við Staðarvör, ásamt bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 2,6 - 2,7 milljónir Gott 125 ferm. raðhús við Heiðarhraun, ásamt bílskúr. Verð: 3.200.000,- Skemmtilegt 120 ferm. einbýlishús við Mánagötu ásamt bílskúr. Mikið endurnýjað. Verð: 3.400.000.- Gott eldra einbýlishús við Víkurbraut. Allt meira og minna endurnýjað. Skipti á minni eign möguleg. Verð: 2.600.000,- Staða stöðvarstjóra við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er laus til umsóknar Starfið er fólgið í stjórnun og umsjón með rekstri og viðhaldi í sorpeyðingarstöðinni við Hafnaveg. Leitað er að manni sem er vanur stjórnunarstörfum og með þekkingu á tækjum og vélbúnaði. Skriflegar umsóknir óskast sendar Sorpeyðingar- stöð Suðurnesja, Vesturbraut lOa, Keflavík á um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út 20. september n.k. og æskilegt er að um- sækjandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur núverandi stöðvarstjóri, Jens Sævar Guðbergsson, í sorpeyð- ingarstöðinni við Hafnaveg. F ramk v æmdastj óri Mjög góðar Smábátatryggingar Leitið upplýsinga FLAKKARINN SIMI 68060 SJÓMANNA STOFA Sími 68570 Við bjóðum: # Heita grillrétti # Heitan mat # Matreitt hér - tekið heim # Útselt gos á báðaverði # Fljóta þjónustu

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.