Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 1

Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 1
Óháð flokkadrætti 6. árgangur — September 1987 — 7. tölublað Göngum í Kaupfélagið og vinnum saman, því Samvinnuhreyfingin sýnir mátt hinna mörgu. Kaupfélag Suðurnesja Hvar vilja bœjarbúar byggja Heilsugœslustöð?: Heilsugæslimefnd Grindavíkur vill sérhannaða stöð á jarðhæð — telur hlut- deild Grindvíkinga í 20 milljóna stöð aðeins vera 450 þúsund krónur Verður Heilsugœslustöð byggð hér á 2. hœð eða verður reist sérhannað hús frá grunni? Eitt stærsta mál Grindvíkinga um þessar mundir er væntanleg bygging heilsugæslustöðvar. Tvö sjón- armið eru einkum uppi. Að byggja á 2. hæð Versl- unarmiðstöðvarinnar og að byggja sér hannaða stöð frá grunni á jarðhæð. I síðasta tbl. Bæjarbótar var- aði Kristmundur Herbertsson við fyrri kostinum og taldi hann fráleitan. Blaðinu er kunnugt um að þar mælti hann fyrir munn margra bæjarbúa. Heilsu- gæslunefnd Grindavíkur hefur að sjálfsögðu tekið málið til umfjöllunar og hér á eftir birtist greinar- gerð hennar. Nefndin hafnar fyrri kostinum og vill byggja frá grunni. Undir það álit taka heilsugæslu- læknir og hjúkrunarforstjóri hér í Grindavík. Nefndarálit Heilsugæslunefndar Grindavíkur varðandi nýbyggingu heilsugæslustöðvar í Grindavík Nefndinni hefur nú borist til- laga um nýbyggingu heilsu- gæslustöðvar á annari hæð að Víkurbraut 62. Nefndin hefur fjallað ítarlega um tillögu þessa. Einnig hefur hún kannað aðra möguleika á byggingu heilsu- gæslustöðvar. Nefndin telur að um tvo val- kosti sé að ræða. A. Bygging heilsugæslustöðvar frá grunni á jarðhæð. B. Bygging heilsugæslustöðvar á annari hæð að Víkurbraut 62. Nefndin er þeirrar skoðunar að ítarleg umræða þurfi að fara fram í bæjarstjórn um báða þessa valkosti, þar sem kostir og gallar beggja séu ræddir. Einnig að bæjarstjórn kynni málið ítar- lega fyrir bæjarbúum. Niðurstaða nefndarinnar er sú eftir ítarlega umfjöllun að fyrri valkosturinn henti Grind- víkingum betur og byggð verði heilsugæslustöð, í aðalatriðum eftir svokölluðum Vopnafjarð- arteikninum. Heilsugæslunefnd Grindavík- ur lítur svo á að hlutverk hennar sé að gera tillögur til bæjar- stjórnar um framtíðarskipan heilsugæslumála í Grindavík. Því harmar nefndin að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir samráði og samvinnu bygg- ingarnefndar H.S. í Grindavík og Heilsugæslunefndar Grinda- víkur. Um rökstuðning nefndar- innar vísast til meðfylgjandi greinargerðar. Greinargerð: Eftir að Heilsugæslustöð Grindavíkur hóf störf kynnti hún sér rekstur og aðstöðu heilsugæslustöðva í Hveragerði, Þorlákshöfn, Hellu og Hvols- velli. í viðtölum við lækna og starfsfólk þessara stöðva kom í ljós að þar sem heilsugæslustöð hafði verið byggð í húsnæði þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir slíkri starfsemi í upphafi, varð aðstaða óhentug og hús- næðið mun dýrara en ella, vegna mikilla breytinga sem gera þarf á slíku húsnæði. Á Hvolsvelli var nýtt húsnæði sem byggt var sérstaklega sem heilsu- gæslustöð á jarðhæð og var það eina húsnæðið sem féll vel að starfsemi heilsugæslustöðva. Nefndin átti ítarlegar viðræð- ur við lækni og starfsfólk Heilsugæslustöðvar Þorláks- hafnar. Heilsugæslustöð Þor- lákshafnar fluttist í nýtt bráða- birgða húsnæði á annari hæð. Það var samdóma álit læknis og starfsfólks þar að húsnæði á annari hæð væri afar óhentugt fyrir starfsemi heilsugæslu- stöðva. Einnig kom fram í við- ræðum við formann Heilsu- gæslunefndar Þorlákshafnar að ákveðið væri að byggja nýja heilsugæslustöð á jarðhæð, eftir svo nefndri Vopnafjarðarteikn- ingu. Hann kvað menn frá þeim hafa farið skoðunarferð um landið og kynnt sér rekstur og byggingar heilsugæslustöðva. Hann kvað niðurstöðu þeirrar ferðar hafa verið að bygging heilsugæslustöðvar eftir Vopna- fjarðarteikningunni væri hag- kvæmust þar sem bygging þessi væri ódýrust í byggingu og mjög hagkvæm að öllu innra skipu- lagi fyrir starfsemi heilsugæslu- stöðva. Nefndin hefur skoðað þann valkost að byggja heilsugæslu- stöð á annari hæð að Víkur- braut 62. Nefndin er sammála um að valkostur þessi sé frekar óheppilegur. A. Þar sem húsnæði þetta er ekki teiknað sérstaklega sem heilsugæslustöð má gera ráð fyrir að það verði mun dýrara í byggingu en húsnæði sem hannað er sérstaklega sem heilsugæslustöð og byggt frá grunni á jarðhæð. C. Nefndin hefur fengið þær upplýsingar hjá iðnaðarmönn- um, sem skoðað hafa teikningar af húsnæðinu að Víkurbraut 62, að umtalsverðra breytinga sé þörf á skolp og vatnslögnum hússins ef heilsugæsla á að rísa þar. Og reikna megi með að slík- ar breytingar séu mjög kostnað- arsamar. Sem dæmi nefna menn þessir að reikna megi með að rífa þurfi niður úr nær öllum loftum neðri hæðar hússins þar sem heilsugæslan á að vera. D. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur um fyrirhugað húsnæði að Vík- urbraut 62 verður það ein helsta þjónustumiðstöð bæjarins. Þar sem þar verða verslanir og banki á neðri hæð og heilsugæsla, bæjarskrifstofur og bókasafn á efri.hæð. Við slíka, þjónustu- miðstöð verður væntanlega mikil umferð bifreiða og gang- andi fólks. Reikna má því með að erfitt verði að koma sjúkra- bifreiðaakstri að slíkri þjónustu- miðstöð án þess að af því hljót- ist ekki stór hætta fyrir vegfar- endur. Sjá framhald á blaðsíðu 2. Heitur pottur • bls. 2 Knattspyrna • bls. 3 Heilsugæslu- bygging • bls. 4 Fjarskipta- markaður • bls. 5 20% sóknar- minnkun • bls. 6 „Góð byrjun“ • bls. 7 Bæjarbót í Glasgow • bls. $ Sumarvinna barna • bls. 9 Bæjarmálin • bls. 10 Allt í ólestri? • bls. 11 Ekkert verð- jöfnunargjald! • bls. 12 Sjö milljóna hækkun • bls. 13 Matarhornið • bls. 14 Frá Penistone • bls. 15

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.