Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 01.09.1987, Blaðsíða 11
Bæjarbót, óháð fréttablað 11 íi^l^arverkstjój-a Framkvœmdir bæjarins: Eru þær í ólestri í raun? — álita leitað í framhaldi af gagnrýni Jóns Gröndal bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins I síðasta tbl. Bæjarbótar skrifaði Jón Gröndal bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins hvassa grein sem hann kallaði „Fram- kvæmdir á vegum bæjarins í ólestri.“ Greinin vakti mikla at- hygli og umræður um fram- kvæmdir bæjarfélagsins og ekki síst þær sem snúa að umhverfis- málum. Bæjarbót snéri sér til þeirra sem bæjarfulltrúinn skaut föstum skotum að og leit- aði eftir þeirra áliti. Jón Gunnar Stefánsson bæj- arstjóri sagði að ekki færi hjá því að ýmis sannleikskorn væru í grein Jóns. Hins vegar færi hann svo líka með staðlausa stafi: Sem dæmi nefndi hann að tjaldstæðamálið hefði strax verið sett í hendur Guðjóns Sig- urðssonar forstöðumanns íþróttamannvirkjanna og ekki kannaðist bæjarstjórinn við að hafa gleymt að koma „minni háttar“ verkum á framfæri við bæjarverkstjóra og bæjartækni- fræðing. Jón Gunnar sagðist fagna áhuga bæjarfulltrúans á málefnum bæjarins ,,en sem bæjarfulltrúi hefur hann aðgang að miklu haldbetri upplýsing- um, en hann kýs að nota í grein- um sínum.“ Að lokum sagðist Jón Gunnar vera sammála þeirri skoðun að fjölga þyrfti mönn- um í áhaldahúsi bæjarins og efla starfsemi þess. Jón Sigurðsson bæjartækni- fræðingur sagðist helst lítið vilja tjá sig um greinina. Hún væri um margt rétt, en að öðru leyti væri rangt með farið. Jón nefndi tvö dæmi, sem að honum snéru. Bæjarfulltrúinn teldi hann hafa gleymt. ,,Mér hefur aldrei verið falið að vinna að tjaldstæðamálinu og þaðan af síður var mér falið að finna 400 trjáplöntum knattspyrnudeild- arinnar stað í bæjarlandinu. Jón Gröndal fer þarna rangt með og ætti reyndar að taka þessi mál upp í heild í bæjarstjórn, frekar Hvernig væri að skella sér í Helgarferð til Reykjavíkur eða út á land?| FLA KKA RINN! Jón G. Stefánsson. en að hlaupa alltaf í blöðin.“ Jón sagðist telja að í áhaldahúsi þyrftu að vera 4-5 menn undir rökksamri verkstjórn. Hann sagði að hann, bæjarstjóri og bæjarverkstjórinn hefðu haldið nokkra samráðsfundi í sumar, farið yfir verkefni sem biðu úr- Jón Sigurðsson. lausnar, en flöskuhálsinn væri m.a. mannfæð í áhaldahúsi. Blaðinu tókst ekki að ná í Kristján R. Sigurðsson bæjar- verkstjóra, en hann hefur verið í sumarleyfi. TIL SOLU Sólbaðsstofan Sólin Upplýsingar á staðnum eða í símum: 68645, 68790 Jón Gröndal skrífar: Framkvaemdir á veg. u™ kejarms í ólestri Trunaðarhrpef..^ , . 11 Lögtaks- úrskurður Að beiðni bæjarstjórans í Grindavík úrskurðast að lögtök fyrir gjaldföllnu útsvari og aðstöðugjaldi árs- ins 1987 til bæjarsjóðs Grindavíkur, ásamt hækkun- um, dráttarvöxtum og kostnaði, geta farið fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Keflavík, 17. ágúst 1987. Bœjarfógetinn í Grindavík rramkvæmdir orðið milli (*,; Bæjarverksijöri tekur vfö' skipunum frá .V1® beint. ' bæjarstjóra 3. Ba^i Fjölbrautaskóli Suðurnesja Keflavík - Sími 13100 UTVEGSMENN Við vinnum að uppbyggingu vélstjórnarbrautar og vantar ýmsa vélahluti til kennslu. Ef þú átt hluti sem gætu komið okkur að gagni, vinsamlega hafðu sam- band við skrifstofuna í síma 1-31-00. Skólameistari. Meiriháttar fatnaður á skóla- börnin! Aldrei betri verð! Bókasafn Grindavíkur í Festi - Sími 68549 Frá og með 1. september verður bókasafnið opið alla virka daga frá 17-20. Vinsamlegast skilið nú þegar öllum bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma. Bókaverðir

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.