Bæjarbót - 18.12.1987, Side 21

Bæjarbót - 18.12.1987, Side 21
Bæjarbót, óháð fréttablað 21 Liverpool F.C. er í raun og veru mjög stórt fyrirtæki. Her sjást nokkrir þeirra muna sem fást í minja- gripaversluninni á Anfield Road. mætt. Svo sem stjórnir félag- anna, Joe Fagan fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool og margir fleiri sem of langt yrði upp að telja. Þó vil ég geta Alex Fergussons framkvæmdastjóra Man. Utd. en hann kom þarna í blaðamannastúkuna og virtist nokkuð glaðbeittur og lék á alls oddi. í blaðamannastúkunni Ég var meðal fyrstu manna í stúkuna og tyllti mér niður við hliðina á blaðamanni þeim sem mér leist best á af þeim sem komnir voru. Við tókum tal saman og kom þá í ljós að hann var íþróttafréttamaður frá BBC sjónvarpsstöðinni og lýsti hann leiknum beint í sjónvarpinu. Þar með fékk ég leikinn „beint í æð“ ef svo má segja. Ekki hafði ég lengi setið er annar og öllu frægari maður kom og settist hjá mér. Var þar kominn Ian St. John fyrrum leikmaður Liver- pool og Englands og nú blaða- maður Shoot. Þegar hann vissi að ég var frá íslandi hafði hann margs að spyrja. Hann kom nefnilega hingað með Liverpool árið 1964 er Liverpool og K.R. léku sína fyrstu Evrópuleiki. Vildi hann vita allt um K.R. og íslenska knattspyrnu yfirleitt. Hann var mjög ánægður þegar ég sagði honum að Ian Ross, fyrrum þjálfari Vals, tæki nú við K.R., en þeir léku samtímis með Liverpool. Sagði hann að þar færi góður maður og þá ættu K.R.-ingarnir að geta farið að spjara sig betur en undanfar- ið! Var þetta sem happdrættis- vinningur fyrir mig að hitta þessa menn svo gaman hafði ég af spjallinu við þá. Fleiri fræga garpa hitti ég þennan dag og má þar nefna Gary Gillespie og John Aldridge leikmenn Liver- pool. Góðir vinir og svarnir fjendur Ekki ætla ég að fara að lýsa leiknum því bæði hafa þeir sem áhuga hafa lesið um hann í blöð- unum og séð hann í sjónvarp- inu, heldur ætla ég aðeins að reyna að lýsa stemmningunni sem var á Anfield þennan frá- bæra sunnudag. Þarna voru mættir 44.760 áhorfendur eða eins og hægt var að troða þarna inn. Langflestir voru að sjálf- sögðu á bandi Liverpool en Everton hafði fengið 15.000 miða fyrir sína aðdáendur. Hávaðinn og lætin í fólkinu var með eindæmum. Tryggustu stuðningsmenn liðanna eiga sér stæði fyrir aftan sitt hvort markið. Þaðan steyttu menn hnefa hvorir á móti öðrum og létu alls konar óprenthæfa orða- leppa fylgja með. í fyrstu voru þeir Everton menn öllu boru- brattari því Everton hafði lánast að vinna síðasta innbyrðis leik félaganna, sem reyndar var í vikunni áður. En það átti allt eftir að breytast og að lokum voru það Liverpool áhangendur sem yfirgnæfðu ,,andskota“ sína sem létu lítið fyrir sér fara þegar staðan var orðin 2-0 Liverpool í vil. Þannig lauk reyndar leiknum. Eftir leik datt mér ekki annað í hug en hverfið logaði í götuóeirðum slík var heiftin í mönnum. En það fór á aðra leið því um leið og leiknum lauk voru allt í einu allir orðnir bestu vinir og gengu á braut arm í arm heim á leið eða á næstu krá og ræddu gang leiksins. Þannig eru stuðningsmenn Liverpool og Everton, svarnir fjendur meðan á leik stendur en vinir fótboltans og borgarinnar sinnar eftir leik. Það er sem ævintýri líkast að koma á Anfield og allt öðru vísi en að koma á aðra enska knatt- spyrnuvelli. Það ættu menn að sannreyna sjálfir. Gary Gillespie gefur eiginhandaráritanir. I heimsókn á Bítlaslóðum Daginn eftir dvöldum við áfram í Liverpool og skoðuðum sögustaði Bítlanna. Þá er farið með ,,mini-bus“ og æskuheimili þeirra skoðuð, skólar og aðrir staðir sem fjórmenningarnir voru tengdir. Var það hin skemmtilegasta ferð og svaraði fararstjórinn skemmtilega öllum spurningum sem baunað var á hann og voru mjög svo mismerkilegar. Það sem kom mest á óvart í þessari ferð var að sjá við hverskonar fátækt Ringo, Paul og George bjuggu. þegar maður hafði séð það finnst manni ekki skrýtið þó unglingar sem búa við slíka fátækt breytist örlítið þegar þeir verða síðan milljónerar í pund- um talið á einni nóttu. Ég gæti sjálfsagt haldið áfram til vors, að skrifa um þessa ferð en það ætla ég ekki að gera. Ég vil leyfa mér að hvetja alla knattspyrnu- og Bítlaaðdáendur Styttan heimsfræga, „Elenor Rigby“. til að heimsækja Liverpool. Ég get næstum lofað að slík ferð er ógleymanleg. Að lokum vil ég þakka Flakk- aranum og Bæjarbót fyrir skipulagningu á þessari ferð, en það var á blaðamannapassa frá Bótinni sem ég komst inn á leik- inn. Guðni Ölversson. GOTT A GOLFIÐ! Eiginkona höfundar, Inga Erlingsdóttir fyrir framan æskuheimili John Lennon. DUKAR fra kr. 650,- ferm. Ný mynstur og litir, og parketlíki frá TARKETT. Armstrong-dúkurinn — sem þarf ekki að líma. Er til í 2ja, 3ja og 4ra metra breiddum. EEÍSAR nýkomnar í miklu úrvah. ATH: Utvegum vana teppa- og dúklagningamenn fljótt og vel Kaupfélagið Grindavík Víkurbraut 44 - Sími 68462 TEPPl 2 frá kr. 590,- term. Troðfutt teppadettd af teppum á verði við Berber teppin vinsaelu. pýsku Globus ullarteppiu. Stigateppi- Reuuiugar og Járn & Skip v/Víkurbraut dreglar. Sími 11505

x

Bæjarbót

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.