Bæjarbót - 18.12.1987, Qupperneq 22

Bæjarbót - 18.12.1987, Qupperneq 22
22 Bæjarbót, óháð fréttablað Eldey hf: Opið bréf til Suðurnesj amanna Kæru samherjar! Útgerðarfélagið ELDEY HF. hefur verið stofnað. Með stofn- un þessa almenningshlutafélags hefur verið stigið skref sem við vonum að marki tímamót og verði til heilla og farsældar fyrir okkur, íbúa hér á Suðurnesjum. Það skiptir okkur öll máli hvernig vegnar í sjávarútvegi á hverjum tíma. Gróska og vel- gengni í sjávarútvegi eru grund- vallaratriði fyrir þróttmikið at- hafnalíf og uppbyggingu á sem flestum sviðum. Þegar hallar undan fæti verð- ur fólk að taka höndum saman og sýna frumkvæði með aðgerð- um til úrbóta. Samstaða er það sem gildir, samstaða um aðgerð- ir með krafti fjöldans. í dag er mikil þörf fyrir þessa samstöðu. Nú hafa um það bil 400 einstaklingar og fyrirtæki sýnt skilning sinn í verki með því að gerast hluthafar í ELDEY HF. Samstaða þarf að verða miklu víðtækari. Það er auðvelt að gerast hluthafi í ELDEY HF. Við mætum alls staðar skiln- ingi og hvatningu, en það eitt sér nægir ekki, aðgerðir þurfa að fylgja góðum orðum. Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu aðila sem hafa liðsinnt okkur á margvíslegan hátt. Við þiggjum öll góð heilræði og vonumst til að sjá samstöð- una aukast til muna. Bestu kveðjur til ykkar allra, með von um betri framtíð! f.h. stjórnar Eldeyjar hf.. Jón Norðfjörð, stjórnarformaður. P.S. Utanáskriftin til okkar er: Útgerðarfélagið Eldey hf. Pósthólf 174, 230 Keflavík. Samkeppni 9 ára barna: Jólamyndir

x

Bæjarbót

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.