Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 5

Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 5
Febrúar 1989 Bæjarbót, óháð fréttablað 5 Þorsteinn Jónsson, nýráðinn framkvæmdastjóri í Festi. Húseignir til sölu í Grindavík Stórt einbýlishns við Leynisbraul. Ca 225 ferm. Litið áhvílandi. Austurvegur 48. Utið einbýlishús. Hagstætt verð. 110 ferm rúmgóð efri hæð við Víkurbraut. 126 fermetra neðri hæð við Víkurbraut. Mánagerði 2. Glæsilegt einbýlishús á góðum stað. Möguleiki á íbúð í kjallara. Túngata 2. Eldra einbýlishús, kjallari hæð og ris. Mikið endumýjað Hólavellir 1. 137 ferm. einbýlishús ásamt 42 ferm. bilskúr. Góðar innrétt- ingar. Heiðarhraun 39. 117 ferm. raðhús, ásamt 27 ferm. bílskúr. Efstahraun 10. Ca. 135 ferm. raðhús, ásamt 27 ferm. bílskúr. Austurvegur 14. Fullgerð eign í sérlega góðu ástandi 4 herb. og stofa. Túngata 3. Mjög góð 144 ferm. íbúð, ásamt stórum bílskur (ca 40 ferm). Heiðarhraun 47 125 ferm. raðhús, ásamt bílskúr. Þorsteinn Jónsson framkvœmdastjóri í Festi: Viðræður við ferðaskrifstofur og leigutaka Bláa Lónsins um samstarf — ,,tilvalið að bjóða ferðamönnum upp á saltfisk og grjónagraut“ Hvassahraun 3. Gott einbýlishús, ásamt 70 ferm. bílskúr. FASTEIGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA Hafnargötu 31 - Keflavík - Símar 13722 - 15722 Elías Guðmundsson, sölustjóri Ásbjörn Jónsson, lögfræöingur Eignamiðlun Suðurnesja Það vekur alltaf nokkra eftir- tekt þegar starf framkvæmda- stjóra í Festi er auglýst laust. Ávallt berast margar umsóknir. Nú fyrir skömmu réð bærinn Þorstein Jónsson framleiðslu- mann í framkvæmdastjórastöð- una. Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Sandgerði, sonur Jóns Axelssonar kaupmanns og Bergþóru Þorbergsdóttur úr Garðinum. Hann lærði sitt fag samhliða vinnu á Glóðinni hjá Axel bróður sínum. Auk þess hefur hann m.a. unnið á Hótel Geysi í Biskupstungum og á Flughóteli i Keflavík. Kona Þorsteins er Kristín Sumarliða- dóttir og mun hún starfa að rekstrinum af fullum krafti með Þorsteini. Blaðið átti stutt spjall við Þorstein fyrir stuttu. Fylgja miklar breytingar á rekstri hússins í kjölfar komu þinnar? ,, Rekstrargrundvellinum er alveg gjörbreytt, þar sem ég er leigutaki og fyrra rekstrarform þar með úr sögunni! Ég er með ýmsar hugmyndir um nýjungar og get nefnt nokkrar hér. Ég er núna að vinna í því að fá ferða- skrifstofurnar til að koma með hópa hingað í kaffi og mat og þá væri alveg tilvalið að bjóða upp á saltfisk og grjónagraut! Eftir matinn væri ekki úr vegi að fá fiskverkendur til að opna hús sín og sýna ferðafólki hina raun- verulegu fiskvinnslu. Bláa lónið gefur okkur mikla möguleika til að byggja upp góða þjónustu. Hugmynd um pakka, þ.e. bað í lóninu og mat í Festi er nú í at- hugun. Eg mun svo í vaxandi mæli reyna að fá félagasamtök á svæðinu til að nýta sér Festi betur til fundahalda og skemmt- ana en verið hefur til þessa. Ég stefni að því að hér verði líflegt og nóg að gera“. Verður dansleikjahald snar þáttur í rekstrinum? „Auðvitað verða hér dans- leikir, en ekki þess konar sam- komur sem lagt hafa húsið í rúst. Það verður alveg lagt af. Ég fékk mína eldvígslu þegar kviknaði í rútunni hér á planinu á mínum fyrsta dansleik! Þá voru menn frá Fjáreigendafélagi Hafnarfjarðar að skemmta sér, alveg eldklárir! Slíkir hópar, sem ganga vel um húsið, verða hér áfram, en ónafngreindir skólahópar fá ekki hér inni fyrir dansleiki“. Hvað um bjórsölu og vín- veitingar almennt? „Húsið hefur ekki vínveit- ingaleyfi, en einstök félög geta Hér er allt fullt af sumarferða- bæklingum fyrir Þig! Líttu við! Flakkarinn fengið leyfi til að hafa opinn bar á dansleikjum. Ég hef ekki áhuga á bjórnum, en gæti þó neyðst til að sækja um leyfi, ef mikil pressa skapast, t.d. frá ferðafólki sem hingað kemur í mat. í þessu húsi, eins og mörg- um öðrum í smáum bæjum hef- ur skapast sú hefð að fólki er hleypt inn með vín, þótt opinn sé bar. Þetta hefur reynst erfitt að stöðva, en ég mun beita mér fyrir því að þessu verði hætt“. Hvernig líst þér svo á þetta starf, eftir þann stutta tíma sem liðinn er? „Mjög vel og ég er bjartsýnn á að þetta gangi vel. Hér er mjög gott starfsfólk, húsið er gott og gefur mikla möguleika. Mig langar í lokin að koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem sýndu mér það traust að fela mér reksturinn hér. Ég mun gera mitt besta til að leysa það starf vel af hendi“ sagði Þorsteinn að lokum. Húseignir í Grindavík Gott 3ja herb. raðhús við Heiðarhraun. Verð:3.100.000.- 120 ferm. einbýlishús við Túngötu, ásamt 60 ferm. bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 3.400.000.- 140 ferm. íbúð við Hellubraut, ásamt hlutdeild i bílskúr. Skipti á stærri eign möguleg. Verð: 3.200.000.- Vandað 130 ferm. steinsteypt einbýlishús við Hvassahraun, ásamt 70 ferm. bílskúr. Verð: 5.000.000,- Glæsileg einbýlishús í smíðum við Ásvelli. Skil- ast fuilgerð að utan og fokheld að innan. Verktaki er Grindin sf. Nánari uppl. á skrifstofunni. Eígnamiðlun Suðurnesja cr Hljómplötur! ■o *C3 _ *a r r —| ^ Erum með gott úrval af plötum, -a gl nyjum sem gomlum. *a g; — Tónlist er lifandi og langlíf! — *a g; — Hún fæst í Braut! — *§ cr - cr *cn crczrcTCTcrcTc-------_--------- * BRAUT SSma Þú getur gengið að úrvalsmyndbandaefni hjá okkur! Góð skemmtun ! — Á vægu verði ! # Gos # Léttöl # Samlokur # Snakk # Sælgæti # Dagblöð

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.