Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað Febrúar 1989 Frá bœjarstjóra: Greinargerð um þróun dagvistarmála í bænum Steindór Sigurðsson -Vetraráætlun- Frá Keflavík: kl. 08:40 kl. 13:05 kl. 16:25 Frá Grindavík: kl. 07:40 kl. 09:00 kl. 13:30 kl. 16:55 Grindavík - Reykjavík - Grindavík — áætlunarferðir daglega — Sú þjónusta sveitarfélaga, sem lýtur að leikskólum og dagheim- ilum hefur víða verið í sviðsljós- inu og svo er einnig hér í bæ. Kostnaður við þessa þjónustu hefur vaxið verulega á liðnum árum og kostnaðarhlutdeild for- eldra orðið minni af þeim sökum. Reksturkostnaður leikskólans í Grindavík skiptist t.d. núna þannig milli foreldra og bæjar- félags, að foreldrar greiða 34% rekstrarkostnaðarins og bæjar- félagið 66%. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaðurinn skiptist til helminga. Telja ýmsir Athugasemd frá bæjarstjóra í grein Kristínar og Petrínu í síðasta tölublaði Bæjarbótar segir: „En auðvitað ætluðum við að fá borgað fyrir að bæta á okkur vinnu, það vilja allir. Bæjarstjóri virðist vera á öðru máli“. Að ósk Petrínu var forstöðu- starfinu skipt milli tveggja fóstra, því hvor um sig taldi hálft starf fullnægjandi álag. Við þetta jókst launakostnaður um nálega kr. 15.000 á mánuði og því var um það rætt og því trúað að samkomulag hefði orðið um, að umsjón með starf- semi í kirkjunni fylgdi breyttu starfsmannahaldi og þannig var málið kynnt fyrir bæjarráði. Eftirá kom í ljós að misskiln- ingur hafði orðið milli aðila. Eftir stendur kostnaðaraukinn og þar við situr. Skömmu síðar barst tilboð um að leysa verkefnið gegn greiðslu fyrir hálft starf í viðbót en því var hafnað. Ráðgjöf og vinna við skipulag í kirkjunni var greitt eftir reikningi. Jón Gunnar Stefánsson. að lækka megi kostnað við þessa þjónustu með útboði og sæmkvæmt síðustu fréttum íhuga stjórnvöld í Svíþjóð að fara þá leið. Útboðsleiðin hefur verið framkvæmd á íslandi með góðum árangri, eftir því sem best er vitað. Lög frá 1976 gera ráð fyrir greiðslu úr ríkissjóði til að standa undir allt að 50% stofn- kostnaði leikskóla og dagheim- ila, en greiðslan er háð fjárveit- ingum frá Alþingi með fjárlög- um. Þannig að framlag ríkis- sjóðs liggur ekki á lausu þótt lagaheimildin sé fyrir hendi. Til dæmis hefur ekki fengist fjár- framlag úr ríkissjóði vegna byggingar þess leikskóla, sem nú er starfræktur í bænum. Vonast er til að fyrirliggjandi fjárveiting að upphæð kr. 800 þúsund fáist greidd vegna stækkunar á leik- skólanum. Á fundi í félagsmálaráði 29. febrúar 1988 var því varpað fram „hvort ekki væri heppilegt að fá utanaðkomandi aðila til faglegrar ráðgjafar við skipulag dagvistar“. Var Dagvistarráð- gjöf sf. fengin til starfa og skil- aði hún gögnum 18. apríl, 14. júní og 13. október 1988. Hug- mynd um útboð á rekstri dag- heimilis var kynnt á fundi félagsmálaráðs 17. maí og 19. maí samþykkti bæjarráð að undirbúa útboð. Á miðju sumri bauðst bænum afnot af gömlu kirkjunni. Krist- ín og Petrína tóku að sér að meta aðstæður og í ágústmán- uði gerðu þær ásamt bæjar- tæknifræðingi tillögu um breyt- ingar á húsnæðinu fyrir starf- rækslu dagheimilis í húsinu. Eftir þeim var farið, þegar sókn- arnefndin hafði afhent bæjar- sjóði eignina og gefið afsal fyrir henni. Þegar framkvæmdir voru komnar vel á veg og út- boðsráðgjöfin fyrirliggjandi, var útboðið auglýst með um- sóknarfresti til 30. nóvember. í útboðinu voru tilgreindar kvað- ir, sem fylgdu verkefninu svo sem þær, að börn á aldrinum 4 mánaða til þriggja ára hefðu forgang, ráðstöfunarréttur bæj- arins á allt að sjö plássum og starfræksla í minnst 10 mánuði á ári. Einungis barst eitt tilboð, og var því tekið. Á vegum bæjar- sjóðs er umsjón með rekstrinum ásamt ráðgjöf fóstru með sama hætti og hjá öðrum, sem starf- rækja þjónustu fyrir börn í bænum. Grindavík 15. febrúar 1989. Bæjarstjóri. Frá Grindavík: Frá Reykjavík: kl. 13:00 alla daga kl. 18:30 alla daga kl. 21:00 sunnudaga kl. 22:00 sunnudaga Þingvallaleið Ingvar Sigurðsson Hlutur aldraðra greiddur Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi sínum 8. febrúar 1989, að greiða hlut aldraðra hjá starfandi sjúkraþjálfara í bæn- um. Um er að ræða hlut sjúklings, 40% á móti 60% kostnaðarhlutdeild sjúkrasam- lagsins. Miðað er við 67 ára og eldri, sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu. Grindavík 13. febrúar 1989. Bæjarstjóri

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.