Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 2

Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Febrúar 1989 Ársyfirlit lögreglumála 1988: r Utköllum fækkaði verulega — umferðarlagabrotum fækkaði um 103! Útköllum hefur fækkað hjá Bjarna Bjarnasyni og félögum hans í lögreglunni. í ársyfirliti um starfsemi lög- reglunnar í Grindavík má sjá nokkrar áhugaverðar tölur. Mesta athygli vekur að útköllum fækkar frá árinu 1987. Þá voru þau 1215, en í fyrra urðu þau 1051. Skráð umferðarslys og óhöpp í umferðinni urðu 59, sem er veruleg fækkun frá fyrra ári. 192 ökumenn lentu á ólöglegum hraða í radargeisla lögrelgunnar og 26 voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Innbrot urðu 28, flest í versl- anir eða atvinnuhúsnæði eða 15. Skráð skemmdarverk urðu 45 og skjalafals og svik (mest fals- aðar ávísanir) varð einn fárra þátta lögreglumálanna þar sem aukning varð, úr 2 í 21 mál. 53 fengu vistun í fangaklefum og 11 sinnum varð að grípa til handjárnanna. Það sem einkennir ársyfirlitið er mikil fækkun mála sem koma til kasta lögreglunnar. Sam- kvæmt því fer virðing Grindvík- inga og þeirra sem bæinn gista fyrir lögum og rétti vaxandi. Penistonefarar sumarið 1988 athugið Nú líður að því að gestgjafar frá því í fyrra sumar komi til Grindavíkur. Þau eru vænt- anleg 30. maí og fara 10. júní. Þau ungmenni sem fóru til Penistone og for- eldrar þeirra komi á fund í skólanum kl. 20.30 mánudaginn 6. mars. Fyrir hönd nefndarinnar, Jón Gröndal Umferðarslys 1988: Mikil fjölgun slasaðra í Reykjaneskjördæmi 938 manns slösuðust og létust í umferðarslysum hér á landi árið 1988. Þeir voru 40 færri en árið á undan. Látnum í umferðarslysum fjölgaði úr 24 í 29, en slysatilvikin voru tveimur fleiri en 1987. Sé litið á aldursflokkana kemur í ljós að mest fækkun er meðal barna á aldrinum 7 til 14 ára. 80 slösuðust á þeim aldri 1988 en 108 árið á und- an. Það er 25% fækkun. Sé litið á aldurshópinn fjórtán ára og yngri er fækkunin um 17%. Af þeim sem urðu fyrir meiðslum reyndust 299 hafa orðið fyrir miklum meiðsl- um, en voru 380 árið 1987. Þar er um að ræða 21% fækkun. Þeim sem urðu fyrir litlum meiðslum fjölgaði hins vegar um 6%. Meðal fólks á aldrinum 21 til 24 ára varð einnig umtals- verð fækkun úr 126 í 103. Mest fjölgun varð meðal fólks 65 ára og eldra úr 75 í 95. Áberandi er að fjölgun slasaðra er eingöngu í tveim- ur kjördæmum landsins Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. í höfuðborginni fjölg- ar slösuðum úr 239 í 318, en í Reykjaneskjördæmi úr 240 í 280. Um eða yfir 50% fækk- un er hins vegar í þeim tveim- ur kjördæmum sem fjærst eru höfuðborginni. Þá er einnig umtalsverð fækkun í Vesturlands og Vestfjarða- kjördæmum. Sé hugað að kyni þeirra sem slasast kemur í ljós að þar eru karlar í meirihluta, en hlutur kvenna fer vaxandi. Þannig slösuðust 533 karlar 1988, en voru 74 færri 1987, en konum fjölgaði hins vegar um 34, en 407 konur slösuð- ust 1988. Á árinu 1988 létust 29 manns í umferðarslysum á íslandi. ttt 12 Okumenn 7 FARKGAR i FRAMSÆTI 3 FARMGAR i AFTURSÆTI 6 GANGANDI VEGFARENDUR IHJÖLREHJAMAflUR 29 SAMTALS Umferöarráð vottar þeim sem eiga um sárt aö binda vegna umferðarslysa dýpstu samúö. 1989 DDDtt1 ■t1 J-t1 rtt = ti íti r tt Þaö er sorgleg staðreynd aö á síöustu árum hafa aö meðaltali 24 látist á ári hér á landi í umferðarslysum. Umferöarráö heitir á alla íslendinga að leggja sitt af mörkum til þess aö stuðla aö slysalausri umferö. UUMFEROAR RÁO Sé hins vegar hugað að kyni ökumanna sem aðild eiga að slysum kemur í ljós að þar eru karlar í afgerandi meirihluta eða 723 á móti 280 konum. Slysum fjölgaði í þéttbýli úr 430 1987 í 459 á síðasta ári. í dreifbýli fækkaði slys- um hins vegar úr 243 í 187 sem er um 23 prósenta fækk- un. Hárgreiðslustofa Sigrúnar Staðarvör 5 Fyrir Þigog þínal Lokað verður 6. mars- 22. mars vegna námskeiða erlendis. .9-11. Voúað- Tímapantanir í síma 68734 — Ath. Lokað í hádeginu — Frá íþróttahúsi Grindavíkur: LJÓSA- LAMPI Höfun tekið í notkun nýjan fullkominn Ijósalampa (með 36 speglaperum) og andlitsljósi. Seljum út sérstaka tíma eða kort með afslætti. Uppl. og tímapantanir í síma 68244. íþróttahús Grindavíkur

x

Bæjarbót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.