Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 9

Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 9
Febrúar 1989 Bæjarbót, óháð fréttablað 9 r Umsókn Arna um vínveitingaleyfi: Bæjarstjórnin frestaði ákvarðanatöku til hausts r — bréf Afengisvarnarráðs lítillækkar Grindvíkinga Öllum á óvart hafnaði bæjar- stjórn Grindavíkur umsókn Árna Björns Björnssonar um vínveitingaleyfi á ölstofu þeirri sem hann er að útbúa í Báruhús- inu. Fjórir bæjarfulltrúar vildu fresta ákvarðanatöku í málinu til hausts og það verður að túlka sem neitun, á.m.k. þar til annað verður ákveðið. Fulltrúar meiri- hlutans, þeir Eðvarð Júlíusso.i, Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Andrésson og Halldór Ingvason stóðu að þessari af- greiðslu, en Jón Gröndal, Magnús Ólafsson og Kjartan Kristófersson mæltu með leyfis- veitingu. Þessi niðurstaða kom veru- lega á óvart, þar sem ýmsir töldu sig hafa heyrt aðra afstöðu frá bæjarfulltrúunum, auk þess sem meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnuninni var hlynntur opnun ölstofu. Af þeim 888 bæjarbúum með at- kvæðisrétt sem tóku afstöðu sögðu 475 já (53,49%), en 413 sögðu nei (46,51%). Þennan meirihluta vilja kaus meirihlut- inn að virða að vettugi. Sú skoðun hefur komið fram að með afgreiðslu bæjarstjórnar hafi hún í raun tekið ákvörðun um að taka ekki ákvörðun og þar með sé ákvörðunarvaldið úr Hvað skyldi vera í tunnunum! Innlánsviðskipti: Sparisjóðirnir breyta innlánsreikningum Sparisjóðirnir hafa breytt tveimur innlánsreikningum sínum. Trompreikningur heitir framvegis Trompbók og 12 og 18 mánaða bundnar sparibækur heita framvegis Öryggisbækur. Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að auka þjón- ustu við viðskiptavini, og bjóða þeim betri og einfald- ari innlánsreikninga. Enn- fremur geta þeir notfært sér 46 afgreiðslustaði sparisjóð- anna um land allt. Trompbókin er að grunni til óverðtryggð og sem fyrr alltaf laus og ekkert úttektar- gjald. Trompbókin ber 15% vexti, sem leggjast við höfuð- stól tvisvar á ári og þá er jafnframt gerður saman- burður við verðtryggð kjör og 3.5% vexti og sú ávöxtun látin ráða, sem hagstæðari er hverju sinni. Um áramót er reiknaður 1 % vaxtaauki á þá innistæðu Trompbókar sem staðið hefur óhreyfð í ár. Þeir sem eru 67 ára og eldri njóta sérstakra kjara því þeir fá um áramót 1.5% vaxta- auka á óhreyfða innistæðu ársins. Öryggisbók er 12 mánaða bundinn reikningur. Að binditíma loknum er upp- hæðin laus í einn mánuð en bindst þá að nýju í sex mán- uði í senn. Vextir eru lagðir við höfuðstól einu sinni á ári og eru lausir í eitt ár. Saman- burður við verðtryggð kjör og vexti er gerður tvisvar á ári. Vextir Öryggisbókar eru 17.5% og fara stighækkandi eftir því sem innistæðan hækkar. (Fréttatilkynning) hennar höndum og dómsmála- ráðherra geti nú tekið ákvörð- un, sem byggi á anda hinnar nýju löggjafar um bjórsölu og vilja meirihluta bæjarbúa. Samkvæmt heimildum blaðs- ins eru enn nokkrar líkur á því að ölstofan geti fengið svokallað léttvínsleyfi, sem þá heimilaði bjórsölu, en fordæmi eru fyrir veitingu slíks leyfis hér í bæn- um. Áfengisvarnarnefnd Grinda- víkur lagðist gegn leyfisveiting- unni eins og reyndar búist hafði verið við. Studdist hún m.a. við bréf frá Áfengisvarnarráði ís- lands, sem birtist með þessari grein. Þetta bréf, undirritað af Ólafi Hauki Árnasyni, er með ólíkindum hrokafullt og sær- andi í garð þeirra sem vilja fá ölstofu í bæinn. Svona tilskrif eru höfundum sínum til skamm- ar. AfengisvarnarAð ElRlKSCÖTU 5 Kcykjavlk, 2. febrúar 1989. Úrslit liggja nú fyrir i könnun á áfengisvenjura Grindvikinga og afstöáu þeirra til opnunar bjórkrar, þeirri er Afengisvarnanefnd Grinöavikur gekkst fyrir. Varðandi afstöðu til opnunar bjórkrár varð niðurstaðan þessi: Hlynnt(uir) opnun: Andvig(ur) opnun: Hlutleysi(auðir og óg): 475 - 50,5% 413 - 44,0% 52 - 5,5% 940 -100% Pátttaka i könnuninni var allgóð. Afeng'isvarnaráð vekur athygli á eð mjög orkar tvimælis hvort rétt sé að veita leyfi til bjórsolu i þar eð augljóst er að um það bil helmingur ibua Grindavikur hefur ekki áhuga á sliku. j>á er og liklegt aó i hópi þeirra sein jáyrói guldu við opnun bjórstofu séu ýmsir óábyrcir einstakling- ar og einnig þeir sem fyrir ýmissa hluta sakir eru óliklegir til að sjá fótum sinum forráð. Við teljun. æskilegt að leita sérstaklega álits vinnuveitenda og fólks sem á heima i nágren.ni fynr- Lhugaðrar bjórstofu. lieð bestu kveðjum og óskum, ' Afengisvarnanefnd Grindavikur Siguróur Agústsson formaóur Heióarhrauni 8 240 Grindavik. Það er TRÉ-X ánægja að ^ uppfylla kröfur viðskiptavinanna! Parket gerir íbúðina fallegri og hlýlegri og íbúana ánægðari! • Spónparket (11 mm) kr. 1.195.- ferm. • Langmoen-beykiparket (natur) kr. 2.677.- ferm. • Langmoen-eikarparket kr. 2417.- ferm. —' Glæsilegt útlit! Nýtt þiljuefni í tískulitum, einnig til spónlagt. — Einstaklega áferðarfallegt efni csa Við bjóðum góð kjör á góðum vörum! V/SA Vantar þig innihurðir fyrir fermingarnar! Við eigum yfir 20 tegundir! Verð frá: Kr. 8.800.- MASSiFAR FURU-FUlNiNCA- HURÐIR FRÁ 1 í\ í: T ; TRÉ-X OC CÆÐIN ERU TRYGGÐ AfgreiSum af lager Miðg góðir greiðslusWmálar. sem allir ráða við íslensk framleiðsla BYGGINGAVÚRUR Iðavöllum 7 - Keflavík Sími 14700 1 I í TRÉ • W

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.