Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað Febrúar 1989 Fyrstu kynni sín af Japan fengu Evrópumenn af ferðalýsingum hins ítalska Marco Polo á 13. öldinni. Síðan er Bðinn langur tími og hefur hann vafalaust verið meiri breytingatími í Japan, en næstu aldir þar á undan. Samskiptí vestrænna þjóða og Japana hófust ekki fyrr en eftir að bandaríski Uðsforinginn Perry fór til Japan árið 1853. Japanir voru nauðugir viljugir neyddir til að taka upp meiri samskiptí við vestrænt fólk. Erfittt er að dæma um hvort sú breyting hefur orðið þjóðinni til góðs eða ills. Víst er að frá þeim tíma hefur allt atvinnulíf, ekki síst iðnaður á vestræna visu, tekið ótrúlegum framförum eftír að stöðnun hafði rikt um aldir, samfara einangrun ríkisins frá öðrum þjóðum. Mér aukinni velsæld ætluðu Japanir sér um of. Þeir börðust tíl landvinninga við Kínverja, Rússa, Kóreumenn og tóku Formósu. Þeir voru sigursæUr á vígvöllunum og urðu óumdeildalega mesta stórveldi í Asíu. Enn sáu þeir sér leik á borði þegar síðari heimsstyrjöld braust út og hugðust auka veldi sitt. Réðust reyndar á Kína nokkru fyrr, eða árið 1937. Það var ekki fyrr en árið 1942 að haUa tók undan fætí hjá hinum sigursælu hersveitum þeirra og hemám bandaríkjmanna á landi þeirra hófst svo 1945. Þetta em sögulegar staðreyndir sem hinir stoltu synir sólarinnar verða að kyngja. Það hafa þeir gert og nú hefur hemaðar- og útþenslustefnan vildð fyrir viðskiptunum, sem Japanir reka um allan heim með ágætum árangri. Sú dulúð sem hvflir yfir fortíð Japana og hröð þróun þeirra á þessari öld gerir heimsókn til lands þeirra einstaklega forvitnilega. Svipmynd frá göngugötu í Tokyo. Allt yfirbragð er snyrtilegt og fágað. Mikil sölustarfsemi er þarna, enda Búddamusteri við enda götunnar. Verð á minjagripum er hátt, eins og reyndar verðlag yfir- leitt í landinu. Keflavík - London - Anchorage - Tokyo Það er ekki hægt að „skjótast til“ Japan á nokkrum klukku- tímum. Ferð þangað er meiri- háttar mál. Það fékk fjórtán manna hópur á vegum Flugleiða að reyna á dögunum. Fyrst var flogið til London. Nokkur bið eftir Boing 747 þotu Japan Air Lines. Næst flogið til Anchorage í Alaska. Það tók 9 klukkutíma. Þaðan til Tokyo. Það tók rúmar 7 stundir! Reyndar er hægt að fljúga beint, frá London til Tokyo, austur yfir Sovétríkin. Það flug tekur ,,aðeins“ um tólf klukkutíma! Svona ferðadagar eru ótrúlega erfiðir, en frábær þjónusta um borð hjá Japan Air Lines verður til þess að tíminn líður ótrúlega hratt. Það var þó nokkuð ferða- lúinn, en mjög ánægður hópur sem kom sér fyrir á glæsilegu Takanawa hótelinu í Tokyo eftir rúmlega sólarhrings ferðalag frá einni sögueyju til annarar. Úr norðri til austurs. Iðandi mannhaf og umferð Auðvitað ber margt fyrir augu í Tokyo sem teljast verður framandi, en iðandi manngrú- inn og geysileg umferð á götunum er það sem ferða- langurinn rekur fyrst augun í. Það þarf ekki að koma á óvart, því borgina byggja um 12 milljónir manna, auk þess sem í næsta nágrenni eru tugir milljóna. Umferð bæði gangandi og akandi er slík að fólki hrýs hugur við að ganga langar leiðir, eða aka með leigu- bílum, sem komast lítið áleiðis á meðan gjaldmælirinn skrúfar upp kostnaðinn, sem er rosa- Synir sólarinnar heimsóttir: Útþenslustefna Japana af hernaðarsviðinu yfir á viðsldptasviðið — Japanir austræn þjóð með vestrænu yfirbragði Hér er hópur íslendinga staddur rétt innan við inngönguhliðið að stærsta Búddamusteri í Japan. legur. Verðlag í Tokyo er sagt það hæsta í víðri veröld. Fyrir tilstilli okkar ágæta leiðsögu- manns, Masahiro Asano, fórum við allra okkar ferða í neðan- jarðarbrautum borgarinnar gegn vægu gjaldi. Manngrúinn á brautarpöllunum var slíkur að þótt lestarnar færu með tveggja mínútna millibili, fullsetnar af fólki, sá aldrei högg á vatni. Hið mikla auglýsingaflóð nútímans hefur ekki skilið Japana útund- an. Segja má að í Tokyo sé allt útbíað í auglýsingum. Sjónvarp- ið (og sjálfsagt útvarpið líka!), lestarnar, blöðin og það sem mesta athygli vekur eru risastór ljósaskilti um alla borg, tindr- andi og blikkandi í öllum regn- bogans litum. Auk þess eru hús gjarnan með ámáluðum auglýs- ingum. Allt yfirbragðið ber með sér að viðskipti blómstra í borg- inni - þrátt fyrir verðlag sem jafnvel íslendingum blöskrar - og er þá nokkuð langt til jafnað! Engin trúarbrögð alls ráðandi Ef skoðaðar eru tölur um játendur trúarbragða í Japan verður niðurstaðan nokkuð skopleg. Samanlagt eru þeir all- miklu fleiri en íbúar landsins! Skýringin er sú að flestir hinna fullorðnu játast undir tvenn eða fleiri trúarbrögð. Buddhadóm ber hæst í landinu, en einnig eru Sjintótrú og Kongfútseisminn útbreidd trúarbrögð. Það má með sanni segja að átrúnaður- inn hvílir ekki þungt á þjóðinni. Reyndar er orðið átrúnaður varla viðeigandi, því vaxandi áhugaleysi á trúmálum almennt er kunn staðreynd í landinu. Miklu nær væri að tala um sið- fræði og helgisiði, en beinan átrúnað eða dýrkun. Japanir eru fastheldnir á gamla siði og tengjast þeir gjarnan ýmsum hátíðum og mannfagnaði sem þeir hafa yndi af. Þegar allt kemur til alls sýna þeir öllum trúarbrögðum umburðarlyndi - en dýrka allir Mammon á laun! Verslunarferð, en lítið keypt Það tíðkast alltaf hjá land- anum að fara að versla þegar komið er í erlendar stórborgir. Ýmsir í hópnum voru með hug- myndir um að nú væri tilvalið að gera góð kaup í japönskum vörum, myndavélum, myndupp- tökuvélum og þvíumlíku. Leið- sögumaðurinn fór með okkur á gríðarmikla verslunargötu, sem lokað hafði verið fyrir akandi umferð og þar var margt um manninn, enda var sunnudagur og flestir áttu frí. Langmest bar á verslunum með ,,tæknilegar“ vörur, alls kyns raftæki og hljóm- flutningssamstæður og hávaðinn var mikil, því allir vildu sýna og sanna gæði sinnar vöru. Lítið var Texti: Björn Birgisson Masahiro Asano Myndir: Björn Birgisson

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.