Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.02.1989, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað Febrúar 1989 Jón Gröndal skrifar: Af vettvangi bœjarstjórnar Sólarlampi keyptur í íþrótta- húsið Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að heimila kaup á sól- arlampa til notkunar í íþróttahúsinu. Er þetta gert í ljósi þess að sólbaðstofa er hætt starfsemi í Grindavík og þessi kaup bæta úr brýnni þörf. Ellilífeyris- þegar fá ókeypis nudd Bæjarstjórn hefur ákveðið að bærinn greiði framvegis hluta sjúklings í kostnaði við þjónustu Monicu van Osten sjúkraþjálfara, fyrir þá Grindvíkinga sem eru 67 ára og eldri. Nú ættu aldraðir að geta farið óhræddir á stúfana og fengið sér heilsubætandi sjúkranudd reglulega án þess að þurfa að hafa áhyggjur af kostnaði. Skíðaskáli í Bláfjöllum? Bæjarstjórn samþykkti að taka þátt í byggingu skíða- skála í Bláfjöllum með öðr- sveitarfélögum á Suðurnesj- um. Skálinn yrði þá til ráð- stöfunar fyrir ungmenni á Suðurnesjum, skíðaferðir skóla o.s.fr.v. Hlutur Grindvík- inga verður tæpar 17 milljónir Yfirlit um skiptingu kostn- aðar á sveitarfélögin vegna fjárhagsáætlana sameigin- lega rekinna stofnana árið 1989 liggur nú fyrir. Keflavík ber rúman helming, eða 52,39%, en Grindvík ber 9,91% sem verða tæpar 17 milljónir. Þannig lækkar hlutur Grindvíkinga úr 14,02% í fyrra. Ný heilsugæsla - nýjar bæjarskrif- stofur Félags- heimilið Festi leigt út Þann 1. febrúar lét Bjarni Ólason framkv. st. Festar af störfum að eigin ósk. Þá voru gerðar miklar breyting- ar á rekstrarfyrirkomulagi hússins. Ákveðið var að leigja húsið út líka, ekki aðeins reksturinn svo sem verið hafði. Tekjur bæjarins af rekstri hússins voru um 1100 þúsund árið 1987. Mán- aðarleg útgjöld bæjarins voru um 40.000 fyrir rafmagn og hita og 30.000 kr. til framkvæmdastjóra fyrir húsvörslu. Samtals um 70.000 kr. Nú hefur verið gerður samningur við Þorstein Jónsson framreiðslumann um að hann taki húsið og reksturinn og borgi fyrir það 60.000 kr. á mánuði. Alls hagnast bær- inn því um 120 þúsund á mánuði á þessum skiptum. Samningurinn gildir til ársins 1994 og er uppsegjanlegur á því tímabili eftir ákveðnum reglum. Leigan hækkar með byggingavísitölu og einnig er gert ráð fyrir því að hún hækki ef starfsemi eykst í húsinu. Bærinn brunatryggir húsið og sér um meiriháttar viðhald en annað ekki. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ákvæði um búsetu Þorsteins í Grindavík var tek- ið inn í samninginn. Er því auglýst eftir húsi fyrir mann- inn og á móti möguleikar á húsi í Keflavík! Nú um mánaðarmótin er gert ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa um bygg- ingu efri hæðar verslunar- miðstöðvarinnar á Víkur- braut 62. Heilsugæslan verð- ur í norður hluta byggingar- innar og fyrir næsta bæjar- stjórnarfundi liggur tillaga um að bærinn flytji skrifstof- ur sínar í suðurhlutann. Þar yrði auk þess bókasafnið í u.þ.b. 200 ferm. og fundar- salur sem nýttist bæjar- stjórn, Bókasafni og heilsu- gæslu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir í 1. hluta kosti bæinn um 25 milljónir. Meiri- hlutinn frestar ákvörðun Á fundi bæjarstjórnar í febrúar lagði meirihluti bæj- arstjórnar fram tillögu um að fresta að taka ákvörðun um veitingu vínveitingaleyfis fyrir ,,bjór“ stofu þá sem Árni Björn Björnsson hyggst opna í mars. Ekki verður tek- in afstaða til leyfisveitingar fyrr en í september n.k. Til- lagan var samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Mikið var rætt um álit Áfengisvarnarnefnd- ar Grindavíkur og bréf frá Ólafi Hauki áfengisvarna- ráöunaut. Þótti mönnum sem þar væri ómaklega veist að bæjarbúum sem sam- þykktu bjórkrá og sjómönn- um og fiskvinnslufólki sér- staklega. Sjá annarstaðar í blaðinu. Nýjasta nýtt: Árni Björn hefur sent bæjarráði ósk um að honum verði aðeins veitt léttvínsleyfi en ekki fullt leyfi til sölu sterkra drykkja. Verður málið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í mars. reikningaflóðinu! Láttu orku- reikninginn alltaf hafa forgang. Hitaveita Suðurnesja Innheimtudeild nymynD Hafnargötu 90 Sími 11016

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.