Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 7

Bæjarbót - 01.02.1989, Síða 7
Febrúar 1989 Bæjarbót, óháð fréttablað 7 Fyrir ferminguna! Látum gylla á sálmabækur og prenta á servéttur. Bókabúð Grindavíkur Sími 68787 Svipmynd frá götulífi í Tokyo. versiao, pvi verð þessara tækja er svipað því sem tíðkast hér heima jafnvel nokkru hærra. Það skýrist að hluta af mikilli skattlagningu hins opinbera á innanlands neysl- una enda megin áherslan lögð á að flytja sem mest úr landi og skapa gjaldeyristekjur. Tísku- verslanir voru fáar og smáar, enda má segja að Japanir klæðist sérlega ófrumlegum fötum. Karl- menn eru allir í jakkafötum með bindi og konur í kjólum og pilsum. Allir eru snyrtilegir og vel til fara, en fjölbreytnin er hverf- andi. Verslunarferðin varð að skoð- unarferð, enda hagkvæmara að versla á verðbólgu íslandi - jafn- vel japanskar vörur komnar um hálfan hnöttinn! 30 milljónir á íslandi Það kom fram í samtölum okkar við heimamenn að þeir kannast flestir við ísland og hafa séð eitthvað frá landinu í fjölmiðlum. Það er greinilegt að af dvergríkjum heimsins er ísland líklega einna þekktast vítt um heiminn, enda oft komist í heimspressuna. Hinir japönsku vinir okkar spurðu grannt út í ýmsa siði og venjur hér heima. Höfðu til dæmis mikinn áhuga á að vita hvort við ættum ekki góðan fisk og hvernig við til- reiddum hann. Þeim kom veru- lega á óvart að við kynnum lítt að meta hráan fisk til neyslu! Þess má geta að Japanir eru miklir fisk og sjávarvöruneyt- endur og eru reyndar mesta fisk- veiði þjóð heimsins. Meðal rétta sem þeir buðu okkur upp á, í veislu sem haldin var á agnar- smáum veitingastað, má nefna smokkfisk, hráan og bakaðan, hrisgrjónamús með þangi, einhvers konar „krabba- stöppu“ (oktopussi), sem sumum flökraði reyndar við, smárækjur steiktar og snæddar með skel og haus. Einnig svína- kjöts og kjúklingarétti og fleira. Máltíðir Japana saman- standa gjarnan af mörgum réttum og hrísgrjónin eru aldrei langt undan. Undir borðhaldinu spurðu gestgjafar okkur um íbúafjölda á Islandi. Við báðum þá að giska. Einn sagði 30 milljónir, annar 8 milljónir. Sá þriðji sá að við brostum og skaut á eina milljón. Fannst líklega að engin þjóð gæti verið fámennari. Að við værum aðeins milljónar fjórðungur fannst þeim hreint ótrúlegt. Þess má geta að Japanir eru um 120 milljónir og fjölgar hratt! Gott að vera íslendingur Á erlendri grundu verður manni alltaf hugsað heim og í huganum kemur ávallt upp einhvers konar samanburður við ástand mála á íslandi. í Jap- an eru börn og unglingar látin ,,Eruð þið bara fjórðungur úr milljón“! lúta ströngum aga og þeim inn- rættar almennar kurteisisvenj- ur. Daglegt far fólks verður því kurteisislegra, en jafnframt þvingaðra en hér. Þar í landi virðist manni að farið sé eftir gildandi reglum, hvort sem þörf á því er ,,brýn“ eða ekki. Ef reglur eru samþykktar eða settar - þá gilda þær. Annars kom á óvart hve vestrænir Japanir eru orðnir. Heimurinn er greinilega að „skreppa saman“ þannig að andstæðurnar milli austurs og vesturs verða minni með hverri kynslóðinni. Engu að síður má vitaskuld finna ótalmargt í fari og daglegu lífi Asíubúans sem kemur skemmtilega á óvart og stórkostlegt er að fá að kynnast. En allt leiðir að sama brunni. Því meiri og marktækari sem samanburðurinn er - því betur kann maður að meta það að vera íslendingur. Slegið á létta strengi og snæddur Japanskur matur - með prjónum auðvitað. Japanir fara mikið út að borða og sitja þá gjarnan lengi við mat og drykk. Bókasafn Grindavíkur í Festi — Sími 68549 í vetur verður safnið opið sem hér segir: Mánudaga kl. 17-20 Þriðjudaga kl. 17-20 Miðvikudaga kl. 17-20 Fimmtudaga kl. 17-20 Föstudaga kl. 17-20 Laugardaga kl. 14-16 Vinsamlegast skilið bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma. Bókaverðir. Bifreiðaverkstæði Grindavíkur Bifreiðaeigendur! - er ekki betra að hafa bílinn í góðu lagi? Vélastillingar með tölvu • Bremsuviðgerðir • Kúplingsviðgerðir Rúðuskipti • Alhliða viðgerðir Er komin með þjónustu og viðgerðaumboð fyrir Bifreiðir og Landbúnaðarvélar Bifreiðaverkstæði Grindavíkur Víkurbraut 1 - Sími 68357

x

Bæjarbót

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.