Bændablaðið - 15.12.2016, Side 4

Bændablaðið - 15.12.2016, Side 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Fréttir Bændafundir í byrjun árs Bændasamtök Íslands halda bændafundi víða um land dag- ana 9.–11. janúar. Fundarefnið er tvíþætt: Annars vegar á að ræða breytingar sem verða um áramótin vegna niður fellingar búnaðargjalds og upptöku félagsgjalda. Hins vegar verður rætt um nýjar reglugerðir sem tengjast nýgerðum búvöru samningum. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og ræða sín hagsmunamál við forystufólk samtakanna. Nánari upplýsingar um staði og tímasetningar er að finna í auglýsingu á bls. 65 og á nýjum vef Bændasamtakanna, bondi.is. /BÍ Fólk er fastheldið á jólahefðir sínar eins og sjá mátti síðasta sunnudag á jólamarkaðnum á Elliðavatni. Þrátt fyrir að vot- viðrasamt væri og vindar hafi blásið framan af degi, lét fólk það ekkert á sig fá og sótti þangað jólaandann eins og áður. Markaðurinn var opnaður laugar- daginn 26. nóvember og verður opinn um næstu helgi báða daga frá 11 til 16.30. Nostalgía og rómantík Tinna Ottesen er jólamarkaðsstýra fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur. „Jólin og aðventan er tími nostalgíu, rómantíkur og samveru með þínu fólki. Eins og undanfarin ár reynum við að skapa aðstæður svo að fólk njóti alls þessa hér í Heiðmörk á jóla- markaðnum – og í jólaskóginum á Hólmsheiði. Við reynum að breyta ekki of miklu á milli ára, svo að fólk geti komist í sömu jólastemninguna ár eftir ár. Við leggjum mikið upp úr því að eiga samtal við gesti okkar, um skóginn, jólatré, grenitré og starfsemi skógræktarfélagsins, þegar við finn- um að áhugi er til staðar. Jólamarkaðurinn á Elliðavatni, inni í og við Elliðavatnsbæinn, er allt í senn handverks-, hönnunar- og matarmarkaður, auk þess sem höggv- in jólatré eru þar til sölu. Þar er hægt að fá fullkomin jólatré, einstök jólatré og svokölluð tröpputré. Við erum líka með kaffistofu þar sem er hægt að setjast niður og fá sér heitt kakó og með því, hlusta á upplestra eða tón- listaratriði. Við höfum líka nýtt okkur rjóður sem er rétt við bæinn, til að halda barnastundir. Þá kveikjum við upp í varðeldi og fáum ýmist barna- bókahöfunda eða leikskólakennara til að sjá um svolitla dagskrá, þar sem börn og fullorðnir geta notið þess að vera saman í skóginum,“ segir Tinna. Dagskrá næstu helgar má nálgast á vefnum heidmork.is/jolaskogur, en Jólamarkaðurinn Elliðavatni er líka með Facebook-síðu. Jólaskógur á Hólmsheiði „Í Jólaskóginn á Hólmsheiði kemur fólk og heggur sitt eigið jólatré, getur keypt heitt kakó og smákökur, ornað sér við varðeld og hitt á jólasveininn. Við erum helst með stafafuru, blá- greni, rauðgreni og sitkagreni til sölu hjá okkur – og einstaka fjallaþin,“ segir Tinna. Með því að kaupa íslensk jólatré í stað innfluttra er stutt við vistvæna íslenska skógrækt og kolefnissporið minnkað. Íslensk jólatré eru ræktuð án eiturefna og í staðinn fyrir hvert tré sem höggvið er og selt í jólaskóg- inum, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur að minnsta kosti önnur þrjátíu. /smh Aðventan á Elliðavatni: Fólk sækir ár eftir ár í jólastemninguna Fallegt tveggja metra hátt rauðgreni. - Mynd / Auðunn Níelsson Ársfundur og bændahátíð haldin á Akureyri Bændasamtökin standa fyrir bændahátíð föstudaginn 3. mars næstkomandi í Hofi á Akureyri. Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna en hann saman stendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum og ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. Búnaðarþing er nú haldið á tveggja ára fresti en hefðbundinn aðalfundur Bændasamtakanna þess á milli. Efni ársfundarins verður kynnt þegar nær dregur og sömuleiðis bændahátíðardagskráin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti. Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá bústörfum og gleðjast með öðrum bændum. Pantið gistingu í tíma Nægt hótel- og gistirými er á Akureyri en bændur eru hvattir til þess að panta herbergi í tíma. Meðal þeirra aðila sem bjóða bændum góð kjör eru Icelandair Hotels, Hótel Natur, Sæluhúsin á Akureyri og Hótel Norðurland. Fjöldi annarra gististaða er í boði en upplýsingar um þá má finna á vefnum www. visitakureyri.is. /TB Verðskrá Bændablaðsins tekur lítilsháttar breytingum um ára- mót. Áskriftargjald hækkar úr 9.900 krónum í 10.200 krónur á ári. Verð á dálksentímetra í auglýs- ingum hækkar um 3,4%, fer úr 1.450 krónum í 1.500 krónur án virðisaukaskatts. Ástæður verð- hækkunar á gjaldskrá eru almennar verðlags breytingar, launaþróun og aukinn dreifingarkostnaður. /TB Bændablaðið: Verðbreytingar um áramót Áskrift 10.200 kr. Áskrift, eldri borgara 5.100 kr. Smá með mynd 5.400 kr. Smáauglýsingar 2.200 kr. Smáaugl. á netinu 990 kr. Dálksentimetri (án vsk.) 1.500 kr. Dálksentimetri, síða 3 og baksíða (án vsk.) 1.700 kr. Dálksentimetri á fréttasíðum (án vsk.) 2.400 kr. Dálks. svarthvítt (án vsk.) 1.200 kr. Uppsetning auglýsinga, tímagjald (án vsk.) 8.200 kr. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 12. janúar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.