Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Um þessar mundir er kertaframleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftir- spurn, en kertin eru landsþekkt fyrir gæði og langan brennslutíma. PBI er einn af vinnustöðum Akureyrarbæjar og þar starfa tæplega 60 manns með skerta starfsgetu auk leiðbeinenda og starfsfólks. Jón M. Jónsson kertagerðamaður yfir kerta- framleiðslunni, segir að alls séu framleidd um 25 þúsund útikerti hjá PBI auk handdýfðra innikerta, m.a. um 80 þúsund gæða veislukerti að ótöldum svonefndum kirkjukertum, kert- um sem sérhönnuð eru til notkunar í kirkjum landsins. Í útikertin eru notaðir vaxafgangar og kerti sem ekki eru söluhæf, svonefnt úrgangsvax. „Við notum um 20 tonn af vaxi í útikertin á hverju ári og í veislu- og hátíðarkerti fara um 10 tonn,“ segir hann. Afleit staða í þessum málaflokki Landsmenn eru ekki ýkja duglegir að skila inn kertaafgöngum, slíkt er þó í boði víða, m.a. á öllum grenndarstöðvum á Akureyri, hjá Endurvinnslunni við Furuvelli og að Réttarhvammi. Jón segir að einungis um það bil 6,5 til 7 tonnum sé skilað inn á hverju ári, sem er afskaplega lítið magn miðað við það sem fer til urðunar. Akureyringar og nærsveitamenn skila árlega um það bil 1,8 tonnum, en um 4 tonn af afgangsvaxi kemur af höfuðborgar- svæðinu, þar sem þessi úrgangur er þó ekki flokkaður sérstaklega líkt og norðan heiða. „Því miður er staðan í þessum málaflokki afleit, við urðum allt of mikið, eða um 150 tonn á ári, þetta er unnin hörð olía sem er mjög lengi að eyðast í náttúrunni,eða um það bil 80 ár,“ segir Jón og vill fyrir alla muni að landsmenn taki sig saman í andlitinu og geri verulega bragarbót á. Ekki nægilega vakandi Hann bendir á að olíubíll hafi oltið fyrir skömmu í Skagafirði með þeim afleiðingum að nokkur tonn af olíu runnu út í jarðveginn. „Það fór allt á hliðina og menn hrópuðu upp yfir sig; stórslys og mengun. Heilbrigðiseftirlit var kallað á vettvang en það heyrist hvorki hósti né stuna þegar við urðum um 150 tonn af kertavaxi á hverju ári, sem er ekkert annað en hrein olía. Magnið verður svo gríðarlegt þegar horft er yfir lengri tíma,“ segir Jón. Hann telur að almennt sé hvorki almenn- ingur né stjórnvöld nægilega vakandi fyrir því að kertavax er olía, rétt eins og t.d. matar- eða dísilolía, sem innihaldi heilmikið magn af parafíni sem þykknar í kulda og veldur vandræðum. „Ég vona svo sannarlega að landsmenn taki á þessum málum og því fyrr því betra. Það er heldur ekki úr vegi að fyrirtæki sem flytja inn kerti hafi okkur í huga t.d. með þau kerti sem verða fyrir skemmdum og þarf að farga. Það er upplagt að benda á að við tökum á móti slíkum sendingum og getum sparað fyrirtækjum urðunargjöld á móti. Við teljum okkur ekki í samkeppni við þessi fyrirtæki og því ætti samstarf af slíku tagi að vera hagstætt fyrir alla,“ segir Jón. Almenningur getur einnig komið við hjá PBI að Furuvöllum 1 á Akureyri, en þar er tekið á móti kertastubbum og vaxafgöngum til endurnýtingar. Jafnframt er tekið á móti slitnum rúmfötum, handklæðum og bolum, en efnin eru nýtt til framleiðslu á tuskuböggum. /MÞÞ Um 25 þúsund útikerti framleidd hjá PBI á Akureyri Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM S íðasti vísnaþáttur var allur helgaður vísum Sigurðar Þórarinssonar jarð-fræðings.Ögn af efni stóð þó útaf sem viðeigandi er að gera hér skil. − Haust hvert voru farnar skemmtiferðir inn í Jökulheima. Í einni slíkri hafði Sigurður ungan ítalskan jarðfræðing með í för. Sá var sjarmur mikill og meyjum öllum því mjög hugleikinn. Árni Stefánsson bifvélavirki var meðal ferða- manna, og öfundaðist ákaflega þá athygli sem stúlkur sýndu Ítalanum áfengisdauðum. Sigurður orti þá: Okkar kvenna art er slík; Árni veit hvað hann syngur, að betur þeim ítalskt líkar lík en lifandi Íslendingur. Jökulheimaferðir samanstóðu jafnan af báðum kynjum. Í húsreglum Jökulheima var, að tiltal mætti veita og jafnvel fjársektir, yrði vergirni vart í ferðum Jöklarannsóknarfélagsins. Slíkt athæfi var nefnt „hugrenningasyndir“. Magnús Jóhannsson, útvarpsvirki og kvik- myndagerðarmaður, var í einni slíkri Jökulheimaferð, og þótti dómara siðgæðis einsýnt að Magnús hefði gerst brotlegur við húsreglur, og var sektaður um hundraðkall. Af því tilefni orti Sigurður: Magnús heitir maður snjall, mjög að svönnum kyndir. Hefur drýgt fyrir hundraðkall hugrenningasyndir. Meðan landsmenn súpa „síðustu dreggj- ar þessa árs“ þá situr sá ágæti hagyrðing- ur, Ingólfur Ómar Ármannsson, suður í Reykjavík, og barmar sér nokkuð: Fátækt er mér fjandi dýr, flest vill gæðin skerða. Fjárhagurinn fremur rýr og flaskan tóm að verða. En þar sem hátíð fer í hönd með öllu því umstangi sem fylgir þessum árstíma, þá hægist hugur skáldsins og jafnvel örlar á „hugrenningasyndum“: Hátíð nálgast helg og skær, hefst þá frí í skólum. Fengitíminn færist nær fylgir bústang jólum. Lesendur hafa um langt bil verið lausir við „andlegar afurðir“ Einars Kolbeinssonar, bónda í Bólstaðarhlíð. Sama verður ekki sagt um símann minn. Við Einar höfum í haust sótt sjóveiðar á báti mínum sem Balli heitir. Mestanpart til svartfuglsveiða. Þessar drápsferðir hafa veitt Einari mikla fró: Ekki skortir í mig dug, anda flíka skæðum. Vakandi með veiðihug og villimennsku í æðum. Ef að Balli færi á flot svo fáist gleði meiri, keypti ég hundrað haglaskot hér á Akureyri. Meira að segja reisti Einar til Þýskalands í haust til svölunar drápseðli sínu. Sími minn fékk að fylgjast með: Kominn er í heljar ham og hendist milli landa, enda er ég í Amsterdam eins og sakir standa. Framandi mér ferðin er og fjarri verkum brýnum. Halda mun til Hannover, held ég að slátra svínum. Ekki sat Einar með öllu heima á nýliðinni rjúpnavertíð. Í samtali okkar sagðist hann hafa rekist á 17 fugla. Í næsta ljóðformi, sem álíka þekkt skáld og Einar hafa brúkað, er fólgin viss talnaleikur: Fimmtán upp til fjalla flugu um í gær, á morgun verða varla vakandi aðrar tvær, því núna höfði halla hér í skjóli nær. 168 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Hjá PBI eru framleidd um 25 þúsund útikerti á ári. Hér er verið að ganga frá þeim og pakka. Myndir / MÞÞ Stundum hendir fólk kertunum sínum beint í ruslið, líkt og eigandi þessa kertis sem Jón M. heldur hér á, búið að nota um það bil 5%. PBI tekur á móti kertastubbum og vaxafgöngum og endurnýtir. Um þessar mundir er kertaframleiðsla í hámarki hjá Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi og leggjast allir á eitt um að anna eftirspurn. Hér er Kristín Hreiðarsdóttir að líma miða á kertin. Það eru mörg handtökin við kertagerðina. Verið að ganga frá kertum fyrir álímingu og pökkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.