Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 21

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Þriðjudagur 22. mars 2016 Það er víða pottur brotinn í framleiðslu matvæla í heimin- um. Greinilega er full þörf á að neytendur fylgist vel með hvernig framleiðslan fer fram. Ill meðferð dýra, óhófleg lyfja- notkun sem og ómæld notkun eit- urefna eru allt óafsakanlegir þættir. Þá greindi breskur fjölmiðill frá því fyrir nokkru að þrælahald og ill meðferð væri á starfsfólki við framleiðslu kjúklinga í Asíu fyrir Evrópumarkað. Taíland er eitt af stærstu útflutn- ingslöndum heims á kjúklinga- kjöti. Um 41% af útflutningnum fer til Evrópu, þar sem kjúklingn- um er dreift vítt og breitt þvert á landamæri Evrópusambandslanda og pakkað í neytendaumbúðir. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að kjúklingur sem fluttur hefur verið til Íslands og seldur hér sem dönsk vara sé að hluta taílenskur kjúklingur. Engar sönnur hefur þó tekist að leggja á það. Í breska dagblaðinu The Guardian er umfjöllun um taílensku kjúklingaframleiðsluna. Þar segir að nú hrikti í þeirri framleiðslu vegna ásakana um illa meðferð á fuglum, falsaða pappíra og illa meðferð á illa launuðu starfsfólki. Það vinni jafnvel á 22 tíma vöktum og þurfi að láta sig hafa það að sofa á gólfinu innan um þúsundir alifugla. Nefnt er dæmi af kjúklingabúinu Thammakaset Farm 2 sem framleiði kjúkling fyrir Betagro, sem er einn af fimm stærstu kjúklingaútflytj- endum ásamt Charoen Pokphand Foods (CP Foods), Cargill, GFPT og Leamthong. Saman standi þessi fyrirtæki fyrir um 70–75% af öllum kjúklingaútflutningi Taílands. Segir í frétt The Guardian að erfitt sé að meta nákvæmlega hversu mikið af taílenskum kjúklingi endi á markaði í Bretlandi. Hins vegar sýni opinberar skýrslur að 40% af öllum unnum kjúklingi sem fluttur er til Bretlands komi beint frá Taílandi. Hlutfallið sé þó mjög líklega mun hærra þar sem mikið sé flutt inn af tilbúnum kjúklingamáltíðum, sem og gæludýrafóðri úr kjúklinga- kjöti sem fullunnið er í öðrum Evrópusambandslöndum. Uppruni framleiðslunnar er því sagður frá ESB-löndum, eins og reyndar er líka sagt um danska kjúklinginn sem hér hefur fengist í verslunum. Í frétt Guardian er rætt við fimmt- ugan starfsmann Thammakaset Farm 2, Myint að nafni. Hann seg- ist hafa unnið á kjúklingabúinu í fjögur og hálft ár og allan tímann á 22 tíma vöktum. Þar hafi hann og samstarfsmenn hans sofið á gólfinu innan um 28 þúsund fugla. Ef fuglarnir hafi veikst hafi starfsmönnum verið kennt um. Þá hafi þeirra laun, sem voru langt undir lágmarkslaunum í Taílandi, verið haldið af vinnu- veitanda. Ef þeir hafi viljað hætta hafi það ekki verið hægt þar sem vegabréfin höfðu verið tekin af þeim. Einu sinni í viku hafi þeim verið leyft að fara í matvöruverslun í fylgd eft- irlitsmanna. Það hafi verið þeirra eina tækifæri til að sjá eitt- hvað af veröldinni utan búsins. „Það var farið með okkur eins og þræla,“ sagði Nayoto, yngri samstarfsmaður Myint, eftir að hann komst í athvarfið NGO. Þar var hann ásamt 14 öðrum starfsmönnum frá Mynamar sem höfðu flúið og biðu eftir að fá ein- hverjar úrbætur á sínum málum. Þar er það Migrant Workers Rights Network (MWRN) sem fer með þeirra mál. Segjast starfsmennirnir hafa verið hlunnfarnir um 11.000 dollara hver um sig. Samkvæmt frétt ABS News um sama mál segir að 1,4 millj- ónir erlendra verkamanna starfi í Taílandi. Þeir séu aðallega frá Myanmar og Kambódíu. Þar fyrir utan er áætlað að 4 milljónir manna séu í svartri vinnu í Taílandi. Það er þó ekki bara slæmur aðbúnaður og meðferð starfs- manna í kjúklingabúum sem til umræðu er. Um árabil hefur að sögn ABC verið rætt um óþverra- skap gagnvart starfsmönnum í fiskirækt og sjávarútvegi þar í landi. Er þar talað um starfs- menn sem hafa verið fórnarlömb mansals. Allt er þetta þó gert undir því „göfuga“ yfirskini að verið sé að framleiða ódýrari matvæli fyrir íbúa Vesturlanda, Á Íslandi heit- ir það að bera hag neytenda fyrir brjósti. /HKr. Breska dagblaðið The Guardian og ABC News í Ástralíu: Segja þrælahald iðkað við framleiðslu á kjúklingi í Asíu fyrir Evrópumarkað Varahlutir í flestar tegundir dráttarvéla New Holland - Fiat - Ford - Case - Steyr - Zetor - Fendt Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Eigum fyrirliggjandi síur í flestar gerðir þessara véla og mikið úrval varahluta. Einnig sérpantanir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.