Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 30

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Í Svartdal í Þelamörk í Noregi stofnaði frumkvöðullinn Bjørg Minnesjord Solheim, litlu spuna- verksmiðuna sína, Telespinn, fyrir átta árum. Sjálf átti hún þá og á enn mohair-geitur og langaði til að geta fullunnið ullina á hlaðinu hjá sér. Enginn aðili í Norður-Evrópu gat unnið úr mohair-þráðunum svo úr varð að Bjørg fann kanadíska fram- leiðendur, Belfast Mini Mills, sem höfðu vélarnar sem hún þurfti til að geta unnið úr ullinni. Í dag er Telespinn hlutafélag þar sem hluthafar eru að mestu mohair- bændur og aðrir sem eru uppteknir af menningarlandslagi. Nú eru þrír starfsmenn sem hafa atvinnu af spunaverksmiðjunni. „Þetta byrjaði eingöngu með geitaull en síðan fór fólk að hringja með alls kyns fyrirspurnir, sauðfjár- bændur og alpakka-bændur urðu fljótt áhugasamir um starfsemina. Nú er það þannig að bændur víðs vegar í Noregi eru í viðskiptum við okkur og það kom í raun fljótt í ljós að það er sannarlega grund- völlur fyrir því starfi sem við erum að gera,“ útskýrir Bjørg sem segir jafnframt að fleiri litlar spunaverk- smiðjur hafi verið settar upp í Noregi eftir að hún byrjaði með Telespinn. Flétta saman við menningarlandslagið Fram til haustsins 2011 var vélbún- aður og spunastarfsemin staðsett í geitafjósinu hjá Bjørg en árið 2012 var opnuð ný og nútímaleg spuna- verksmiðja á bænum. „Þetta varð bylting fyrir okkur að komast í nýtt húsnæði. Hér áður fyrr, áður en ég stofnaði Telespinn, þurfti ég að senda ullina mína til Danmerkur sem þaðan var send til Suður-Afríku í hreinsun svo þegar garnið kom til baka til mín var það ekki beinlínis umhverfisvænt. Þess vegna snýst þetta mikið til um hjá mér að vinna þráðinn eins og við hugsum um menningarlandslagið hér í Svartdal, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Með því að opna verk- smiðjuna í nýju húsnæði gátum við aukið framleiðsluna og opnað eigin garnbúð í sama húsnæði og geiturnar fengu til baka fjósið sitt að fullu!“ segir Bjørg og hlær við en hún flutti á sveitabæinn í Svartdal árið 2002 frá Osló. „Þetta var ansi harður skóli til að byrja með en ég fékk einungis einn dag í kennslustund á tækin í Kanada áður en ákvörðunin var tekin um að kaupa þau en síðan dvöldu aðilar frá verksmiðjunni hér í eina viku til að kenna mér enn frekar. Nú spinnum við allt sem hægt er að spinna, til dæmis angóru-, moskus- og hunda- hársþræði.“ Ullarþræðir og kvennasagan Sjálf er Bjørg með 26 mohair-geitur á bænum hjá sér og klippir þær tvisvar sinnum á ári. Hráefnið sem úr því kemur getur verið mismunandi, allt frá tvö og upp í sex kíló af ull á hverja geit. „Ég myndi segja að þessi starf- semi eigi einkar vel við úti á landi því rafmagnskostnaðurinn er ekki mikill við framleiðsluna. Hér í Noregi hefur verið mikil umræða undanfarin ár um norska ull og með- höndlun á henni. Öll norsk ull hefur verið send í gegnum England og er ekki eins mjúk og alpakka og merino en er að verða vinsælli aftur. Litið var á ull gamla norska stofnsins, norsk spelsau, nánast sem úrgang hér áður fyrr, en það er eitt af því sem við höfum mikla ánægju af að vinna með hér á bænum, það er, þessir gömlu stofnar, sem verður að viðhalda og Bjørg Minnesjord Solheim stofnaði spunaverksmiðjuna Telespinn árið 2008 sem hefur vaxið jafnt og þétt frá opnun. Myndir / Erla Hjördís Gunnarsdóttir Þegar blaðamann Bændablaðsins bar að garði komu viðskiptavinir til Telespinn með ull af alpakka-fé og höfðu keyrt langa leið til spunaverksmiðjunnar. Spunnið er alla virka daga í verksmiðjunni á bilinu 3-5 þúsund kíló af alls kyns ull árlega. Sýnishorn innan úr garnversluninni í spunaverksmiðjunni þar sem litaúrvalið er skemmtilega fjölbreytt. Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Sýnishorn innan úr verksmiðjunni en tækjabúnaðurinn kemur frá Kanada. Hér bíður lituð ull í pokum eftir að komast í spunavélarnar. frá Osló í sveitina fyrir hartnær 15 árum þar sem starf geitabóndans Skemmtilegt er frá því að segja að Bjørg hefur spunnið fyrir nokkra íslenska bændur. Ullin er af ýmsum gerðum sem spunnin er hjá Telespinn, hér má sjá girnilega húfu og sokka prjónaða úr hundahári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.